Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 30

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 30
Umsjón: Marentza Poulsen og Margrét Hallgrímsdóttir Ljósmyndir: Bragi Þór Jósefsson Þó að epli vaxi ekki á trjám á (slandi þá getur verið gaman að notfæra sér árstíðina þegar eplauppskeran stendur sem hæst í nágrannalöndum okkar. Um þetta leyti er hægt að fá epli á góðu verði hér sem annars staðar. Það er ótal margt sem hægt er að útbúa með eplum og má nota þau í forrétti, aðalrétti og eftir- rétti. Það er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða og vera óragur að prófa sig áfram. Hér koma nokkr- ar uppskriftir úr tilraunaeldhúsi Marentzu og Margrétar úr litla Skerjafirði en þær hafa gaman af að spreyta sig og nota ýmis hráefni til matargerðar. Því ekki að búa til rússneskt eplapæ eða eplachutney! Svo eitthvað sé nefnt . Það verður vonandi gaman að fylgjast með hvað hægt er að útbúa úr næstu uppskeru. Eplabrauð 1 stórt eða 2 lítil brauð 50 g þurrger 50 g smjör 3 dl vatn, fingurvolgt 2 stór epli,græn 1 dl appelsínudjús 2 tsk. salt 2 dl sólrósarkjarnar 3 dl heilhveiti ca 11 hveiti eitt egg til penslunar Blandið saman þurrefnum og geri. Hellið fingurvolgu vatninu í. Skolið eplin og rífið niður á grófu járni. Bætið þeim ásamt sólrósarkjörnum og appelsínu- djúsi út í. Hnoðið deigið vel. Setjið degið í skál, þekjið og lát- ið hefast í 1 klst. Þá má taka deigið aftur og vinna létt upp á borði sem mjöli hefur verið stráð á. Formið deigið í 1 stórt eða 2 lítil brauð og leggið á bökunar- pappír. Stillið ofninn á 200 °C og látið deigið hefast í aðrar 30 mín. Penslið með hrærðu eggi og strá- ið e.t.v. sólrósarkjörnum ofan á . Bakið í neðri helmingi ofnsins, 30 mín. lítil brauð, en 40 mín. stór brauð. Setjið á grind og þekjið, á meðan brauðið er að kólna. Ferskt eplasalat fyrir 2-3 3 epli gul/græn 1 rauðlaukur 4-5 stilkar, ferskt sellerí 1 msk. fersk engiferrót 3 msk. hvítvínsedik 1/2-1 msk. sykur Afhýðið eplin og skerið niður í fremur stóra bita, skerið selleríið niður ásamt rauðlauknum og dreifið yfir eplabitana. Skerið engiferrótina niður mjög smátt og setjið í ílát. Hellið edikinu yfir og hrærið sykrinum saman við og látið þessa blöndu yfir salat. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.