Vikan


Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 2

Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 2
Marin og hölt, en brosandi út að eyrum Gyða er ekkert lík mér.“ Jú, jú. Maður leggur sig í ómælda hættu við að þjóna listagyðjunni, en það er alveg þess virði“, seg- ir Þórunn Guðmundsdóttir og hlær. Hún er söngkona og kennari við Tónlistar- skólann í Hafnarfirði og fékk broslega byltu rétt fyrir frumsýningu á dögunum. Hún og félagar hennar í Hugleik sýna nú Nóbels- drauma eftir Árna Hjartar- son í Möguleikhúsinu, en þar leikur Þórunn príma- donnuna Gyðu sem bæði syngur og dansar í sýning- unni. „ Ég er vön að syngja en ég er ekki alveg jafn vön að dansa svo það gekk á ýmsu meðan við vorum að æfa og ég fékk rnarga byltuna. Ég stekk t.d. upp í fangið á mótleikara mínum í sýning- unni og skömmu fyrir frum- sýninguna vildi ekki betur til en svo, að annar háhælaði skórinn sem ég var í flaug af mér og lenti beint í höfuðið á honum. En við komum þessu klakklaust á fjalirnar þrátt fyrir allt.“ Hugleikur er hópur áhugafólks eða „amatöra" eins og þeir eru gjarnan kallaðir af fagmönnunum. Allir hafa þeir brennandi áhuga og leikgleði sem skín í gegnurn verk þeirra. „ Orðið sjálft segir allt sem þarf. Arnatör er sá sem elskar. Þetta er mannmörg sýning og við erum öll í þessu vegna gleðinnar og „Þetta er allt gert fyrir ánægjuna því í áhugamannaleikhúsum fær enginn borgað.“ ánægjunnar sem það gefur okkur, því ekkert okkar fær borgað. Ég kom inn í þenn- an hóp vegna þess að ég hafði séð sýningar hjá Hug- leik og hreifst af þeim og nrig langaði svo að vera með. Ég spurðist fyrir og hér er ég komin. Það er al- veg sérstök stemmning í svona áhugamannaleikhúsi og samstarfið er svo skemmtilegt. Við vinnum þetta allt sjálf og eini fag- maðurinn meðal okkar er leikstjórinn Sigrún Val- bergsdóttir. Margir í hópnum eru þó mjög sviðsvanir. Nokkrir hafa tekið þátt í starfsemi leikhópa úti á landsbyggð- inni áður en þeir komu í Hugleik en ekkert okkar er útskrifað úr leiklistarskóla. Það eru ekki mörg tæki- færi fyrir söngvara til að fá að syngja á sviði á Islandi. Það er helst í Óperunni, en þar eru ekki margar upp- færslur á hverju ári og auk þess eru alltaf mun fleiri karla- en kvenhlutverk í hverri uppfærslu svo það eru ekki rnargar konur sem fá að syngja þar. En það er stórkostlegt að vera í Hug- leik, hér ríkir alveg einstak- lega góður andi og ég nýt þess fram í fingurgóma að taka þátt í þessu starfi.“ 2 Vikan Texti: Jóhanna Harðardóttir Myndir: Hreinn Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.