Vikan


Vikan - 16.02.1999, Qupperneq 2

Vikan - 16.02.1999, Qupperneq 2
Marin og hölt, en brosandi út að eyrum Gyða er ekkert lík mér.“ Jú, jú. Maður leggur sig í ómælda hættu við að þjóna listagyðjunni, en það er alveg þess virði“, seg- ir Þórunn Guðmundsdóttir og hlær. Hún er söngkona og kennari við Tónlistar- skólann í Hafnarfirði og fékk broslega byltu rétt fyrir frumsýningu á dögunum. Hún og félagar hennar í Hugleik sýna nú Nóbels- drauma eftir Árna Hjartar- son í Möguleikhúsinu, en þar leikur Þórunn príma- donnuna Gyðu sem bæði syngur og dansar í sýning- unni. „ Ég er vön að syngja en ég er ekki alveg jafn vön að dansa svo það gekk á ýmsu meðan við vorum að æfa og ég fékk rnarga byltuna. Ég stekk t.d. upp í fangið á mótleikara mínum í sýning- unni og skömmu fyrir frum- sýninguna vildi ekki betur til en svo, að annar háhælaði skórinn sem ég var í flaug af mér og lenti beint í höfuðið á honum. En við komum þessu klakklaust á fjalirnar þrátt fyrir allt.“ Hugleikur er hópur áhugafólks eða „amatöra" eins og þeir eru gjarnan kallaðir af fagmönnunum. Allir hafa þeir brennandi áhuga og leikgleði sem skín í gegnurn verk þeirra. „ Orðið sjálft segir allt sem þarf. Arnatör er sá sem elskar. Þetta er mannmörg sýning og við erum öll í þessu vegna gleðinnar og „Þetta er allt gert fyrir ánægjuna því í áhugamannaleikhúsum fær enginn borgað.“ ánægjunnar sem það gefur okkur, því ekkert okkar fær borgað. Ég kom inn í þenn- an hóp vegna þess að ég hafði séð sýningar hjá Hug- leik og hreifst af þeim og nrig langaði svo að vera með. Ég spurðist fyrir og hér er ég komin. Það er al- veg sérstök stemmning í svona áhugamannaleikhúsi og samstarfið er svo skemmtilegt. Við vinnum þetta allt sjálf og eini fag- maðurinn meðal okkar er leikstjórinn Sigrún Val- bergsdóttir. Margir í hópnum eru þó mjög sviðsvanir. Nokkrir hafa tekið þátt í starfsemi leikhópa úti á landsbyggð- inni áður en þeir komu í Hugleik en ekkert okkar er útskrifað úr leiklistarskóla. Það eru ekki mörg tæki- færi fyrir söngvara til að fá að syngja á sviði á Islandi. Það er helst í Óperunni, en þar eru ekki margar upp- færslur á hverju ári og auk þess eru alltaf mun fleiri karla- en kvenhlutverk í hverri uppfærslu svo það eru ekki rnargar konur sem fá að syngja þar. En það er stórkostlegt að vera í Hug- leik, hér ríkir alveg einstak- lega góður andi og ég nýt þess fram í fingurgóma að taka þátt í þessu starfi.“ 2 Vikan Texti: Jóhanna Harðardóttir Myndir: Hreinn Hreinsson

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.