Vikan


Vikan - 16.02.1999, Page 6

Vikan - 16.02.1999, Page 6
Gunna Maggý, einn af hönnuðum framtíðarinnar HEFUR HANNAÐ BÍL, KJÓL OG SKÓ! Guðrún Margrét Jóhannsdóttir, nemandi á öðru ári í skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands, hefur mörg járn í eldinum. Auk þess að stunda námið af krafti ákvað hún að taka þátt í Facett hönnun arkeppninni sem haldin var á Hótel íslandi í janúar síðastliðnum. s Ikeppninni hefur hingað til eingöngu verið lögð áhersla á hönnun á fatn- aði en í ár var í fyrsta sinn keppt í hönnun skófatnaðar. Var það gert í samvinnu við fyrirtækið X 18, íslenskt fyr- irtæki sem framleiðir skó og hefur bækistöðvar sínar í Portúgal. Guðrún Margrét bar sigur úr býtum og í maí verða skósmiður og eiga lít- ið verkstæði. Það er svo skrýtið þetta líf, það er eins og maður endi oft á byrjun- arreit. Einhvern veginn end- ar maður á fyrstu hugmynd- inni þótt að maður hafi í millitíðinni snúið sér að allt öðru.” Guðrún Margrét segist hafa tekið þátt í keppninni Híbýli framtíðarinnar? Bíllinn sem Guðrún Margrét hann- aði ásamt félögum sínum í MHI. fer hún til Kína til þess að fylgjast með vinnslu á fyrsta skóparinu sem framleitt verður eftir teikningu henn- ar áður en það fer á heims- sýningu í Dusseldorf. Síðan er ætlunin að fjöldafram- leiða skóna. „Það er gamall draumur að fá að hanna skó”, segir Guðrún Margrét. „Þegar ég var lítil stelpa var framtíðardraumurinn að vegna þess að henni hafi þótt verðlaunin mjög spenn- andi. „Verðlaunin eru þau að fá að ljúka hugmyndinni og fylgja hönnuninni eftir. Það er frábært að fá að taka þátt í verkefni og sjá hug- myndina verða að veruleika í stað þess að sjá hana að- eins teiknaða á blað.” Margir halda eflaust sem svo að hönnun skófatnaðar sé óskyld því að standa með meitilinn í hendinni og móta skúlptúra. En Guðrún Mar- grét og félagar hennar í skúlptúrdeildinni sönnuðu það, svo um munar, að sú kunnátta kemur að góðu gagni þegar kemur að hönn- unarverkefnum. „Við tók- um þátt í samkeppni sem var á vegum Stokkhólms- borgar þegar hún var menn- ingarborg árið 1998. Sam- keppnin var ætluð fyrir nor- ræna arkitekta- og hönnun- arskóla og var MHI eini listaskólinn sem tók þátt í keppninni. Verkefnið fólst í því að hanna heimili sem hentaði nútímamanninum. íslenski hópurinn fékk fyrstu verðlaun fyrir raun- hæfustu hugmyndina. „Við ákváðum að hanna húsbíl. Bíllinn er nokkurs konar færanlegt heimili sem þú getur tekið með þér hvert sem þú ferð. Þú getur farið á honum í vinnuna og þú getur tekið hann með þér ef þú þarft að dvelja tíma- bundið í öðru landi. Það væri nú ekki amalegt að búa í bílnum og geta lagt honum til langframa stutt frá vinnu- staðnum,” segir Guðrún Margrét hlæjandi. „Það mundi spara bæði húsnæðis- leit og peninga.” Þau höfðu pöddur í huga þegar þau hönnuðu bílinn. „Skordýrið er vistvænt dýr, það fer lítið fyrir pöddunni, hún er þurftalítil og fellur inn í umhverfið. Að ytra er bíllinn harður eins og skel pöddunnar en innviðirnir eru mjúkir. Lakkið sem not- að er á bílinn samanstendur úr mörgum litum. Umhverf- ið speglast í lakkinu en ögr- ar því ekki.” Bíllinn hefur vakið mikla athygli og hefur verið sýnd- ur á sýningum erlendis. „Nú sem stendur er hann á sýn- ingu á skandinavískri hönn- un sem haldin er í Þýska- landi. Og nýlega fengum við eina og hálfa milljón króna í styrk frá íslenska ríkinu til þess að markaðssetja bíl- mn. Einhvern veginn finnst manni stórt stökk á milli þess að hann bíl annars veg- ar og skó hinsvegar og kannski er kjóllinn sem Guðrún Margrét klæðist á myndinni einhvers konar hliðarstökk. Hún gerir ekki mikið úr fatahönnuninni. „Þessi kjóll var nú hannaður meira í gamni en alvöru. Uppistaða hans eru tveir samfestingar eins og þeir sem málarar nota gjarnan við vinnu sína. Ég er ekki mikil saumakona og nýt að- stoðar góðra kvenna í fjöl- skyldunni þegar kemur að saumaskapnum. Þannig var því farið með þennan kjól. Ég hannaði hann og amma Nóra saumaði hann.” Guðrún Margrét segir skúlptúrinn og hönnunina togast á í sér. „Ætli það sé ekki hægt að orða það sem svo að mér finnst ég alltaf 6 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.