Vikan


Vikan - 16.02.1999, Side 26

Vikan - 16.02.1999, Side 26
Texti: Þórunn Stefánsdóttir .1 menntaskóla I HONG KONG Dag einn, þegar Hafliði Sævarsson var á öðru ári í Menntaskólanum í Reykjavík, mætti hann of snemma í skól- ann. Til þess að láta tímann líða fór hann að að virða fyrir sér auglýsingatöfluna í anddyri skólans og kom þá auga á auglýsingu frá Menntamála- ráðuneytinu um menntaskóla- nám á erlendri grund. Hafliði í hópi skólafélaga frá Japan, Pakistan, Indlandi, Tansaníu og Kanada. Þar sem ég hafði ekkert annað við tímann að gera skellti ég mér upp í ráðuneyti og sótti um skólavist, svona meira í gamni en alvöru. Þeir sem sækja um skólavist koma til viðtals. Við val á nemendum er farið eftir einkunnum og einnig er tekið tillit til þess hvort viðkomandi hefur tek- ið þátt í einhvers konar fé- lagsstarfi. Eftir viðtalið fann ég að ég ætti nokkuð góða möguleika. Þegar mér var svo sagt að ég hefði fengið skólavist fóru að renna á mig tvær grímur. Ég kunni vel við mig í MR en vissi að þetta var kærkomið tækifæri að þess fara út í heim og reyna eitthvað nýtt og ákvað að slá til.” Skólinn í Hong Kong kennir eftir námskerfi sem upphaflega var þróað fyrir börn sendiráðsmanna og hugmyndin var sú að þau gætu flust á milli landa án þess að þurfa sífellt að að- lagast nýju skólakerfi. Þessir skólar hafa nú verið starf- ræktir í 50 ár um allan heim og taka á móti nemendum sem standast ströng inn- tökuskilyrði. íslenskir nem- endur hafa fengið skólavist í Noregi og Kanada en Hafliði er sá fyrsti sem stundar nám í Hong Kong. „Þessir skólar laða til sín mjög góða nemendur víðs vegar að úr heiminum og stúdentspróf úr þessum skólum veitir greiðan að- gang að bestu háskólum heims og nemendur fara þá oftar en ekki á námsstyrki hjá viðkomandi háskólum. Skólinn í Hong Kong þykir mjög góður og til marks um það má geta þess að á síð- asta ári komu nemendur skólans út með bestu meðal- einkunnina yfir alla skólana í heild. Kennararnir eru, 525 4468 - gegn greiðslu þriggja mánaða inná tólf mánada samning um internetþjónustu! Intemetþjonusta CXD mm &

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.