Vikan - 16.02.1999, Síða 31
að drekka Jóns-
messurunnate.
Ég vissi um
áhrif jurtarinn-
ar á þunglyndi
en komst um
daginn að því
að hún hefur
áhrif á boðefni
í heilanum sem
hjálpa vefjagigtarsjúklingum
til að sofna. Eitt af því sem
einkennir vefjagigt eru
svefntruflanir. Nætursvefn-
inum er skipt í nokkur stig.
Þeirra mikilvægast er djúpi
svefninn, þá er hvíldin og
urunninn hjálpar
mér að ná þessum
djúpa svefni og
þar með góðri
hvíld.
Langvarandi verkir
orsaka gjarnan þunglyndi
og þannig var ástatt um
mig. Ég þurfti að taka
þunglyndislyf en hef getað
minnkað notkun þeirra eftir
að ég kynntist Jónsmessur-
unnanum.”
Te Jónsmessurunnans hef-
ur einnig verið notað til að
hjálpa alkóhólistum að
komast yfir fíkn sína. Þrír
læknar við Hilton Head
meðferðarstöðina í South
Carolina gerðu tilraun þar
sem þeir ráðlögðu sjúkling-
um sínum að drekka te af
jurtinni og niðurstöður
þeirra voru þær að þeir sem
fóru að ráðum þeirra féllu
síður en hinir sem ekki
drukku teið og ef þeir byrj-
uðu að drekka aftur var það
í mun minna mæli en hjá
öðrum.
Töflur sem innihalda
extrakt úr Jónsmessurunna
eru fáanlegar í löndunum
allt í kringum okkur, svo
sem Bandaríkjunum, Norð-
afslöppunin al-
gjör. Vefjagigtarsjúklingar
ná ekki þess svefnstigi nægi-
lega vel og hægt er að fram-
kalla vefjagigt í heilbrigðu
fólki með því að trufla
svefnmynstrið. Jónsmess-
Aukaverkanir og hvað ber að varast:
Líkt og önnur jurta- og náttúrulyf þurfa virk efni Jóns-
messurunnans tíma til að verka. Talað er um að í það
minnsta þrjár vikur þurfi að líða áður en fólk verður vart
við árangur.
Varúð! Jónsmessurunninn inniheldur efni sem geta auk-
ið Ijósnæmi. Fólk ætti að forðast sterkt sólarljós eða
ljósalampa á meðan það tekur töflur eða drekkur te unn-
ið úr jurtinni.
Börn þurfa minni skammta en fullorðnir. Best er að
ráðgast við grasalækni áður en barni er gefin jurtin.
Jurtin getur valdið lítilsháttar meltingartruflunum hjá
sumum eða vægri húðertingu.
Helstu verkanir
Jónsmessu-
runnans:
Efni í Jónsmessurunnan-
um hafa verkjastillandi
áhrif. Te úr jurtinni hefur
reynst vel við tíðaverkj-
um, til að koma reglu á
svefn bæði hjá börnum
og vefjagigtarsjúklingum.
Jurtin hefur áhrif á boð-
efni í heila sem dregur
þess vegna úr bólgum og
vanlíðan, einkum hjá
gigtarsjúklingum.
Læknar hafa mælt með
tei Jónsmessurunnans við
konur sem finna til þung-
lyndis við tíðahvörf.
Jurtin er sögð minnka
virkni veira í líkamanum
og vegna áhrifa hennar á
heilaboðefni dragi úr
krampaköstum hjá fólki
sem hættir til að fá þau.
urlöndunum, Bretlandi og
Þýskalandi. Hingað til hefur
verið bannað að flytja þær
inn og segja áhugamenn um
náttúrulækningar að þeir
hafi ekki getað fengið nein-
ar haldgóðar skýringar á
því. Lyfjanefnd ríkisins
bannar töflurnar en leyfir
teið. Samkvæmt upplýsing-
um í fræðibókum um lækn-
ingajurtir er teið alveg jafn
áhrifaríkt og töflurnar.
Munurinn felst kannski
helst í því að jurtate er oft
bragðvont og þau þarf að
laga, töflur eru hins vegar á
allan hátt þægilegri til inn-
töku.
Frekari upplýsingar um Jónsmessurunnann:
í Journal of Geriatric Psychiatry and Neurology árið 1994 og í British Mcdical Journal í ágúst 1997 voru birtar niður-
stöður umfangsmikilla rannsókna sem unnar voru á virkni Jónsmessurunnans.
f Newsweek 5. maí 1997 er grein um jurtina, rannsóknir sem á henni hafa verið gerðar og áhrif hennar. Þar er vísað í
heimildir í þó nokkrum læknatímaritum.
í Heilsuhúsinu fæst bókin Encyclopedia of Medicinal Plants og þar er góð umfjöllun um plöntuna.
Vilon 3i