Vikan


Vikan - 16.02.1999, Page 34

Vikan - 16.02.1999, Page 34
Get ég fengið uppskriftina ? Öniniubörnin mætt í boll- urnar. Halla Margrét situr á cldhúsborðinu, Gísli er í fangi ömmu sinnar og Kári Örn við hlið hennar. ®>S NÓI SÍRÍUS 34 Vil<an Ömmubollur 800 g hveiti 200 g heilhveiti 2 tsk. salt 2 tsk. sykur 2 pk. þurrger. Öllum þurrefnunum er blandað saman í skál. 200 g smjörlíki eða 2 dl matarolía 6 dl mjólk 2 egg Þetta er velgt ípotti og hrært út í þurrefnin. Þegar búið er að hnoða deigið saman er það látið hefast í lok- aðri skálinni sem sett er í volgt vatn (t.d. í vaskinum). Að því loknu eru búnar til litl- ar bollur sem penslað- ar eru með hrærðu eggi (má sleppa) og þær látnar hefast aftur. Bakað við 175-200° hita þar til þær eru fal- lega brúnar. Texti: Jóhanna Harðardóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Halla Mjöll Hallgrímsdóttir gefur okkur uppskrift að Ömmubollum. Halla er aðalbókari á Reykjalundi og segist baka þessar bollur í hverri viku þar sem þær séu bæði bráðhollar og bragðgóðar og fljótlegt sé að gera þær. Það má bæði hafa þær hversdags með smjöri og osti eða klæða þær í hátíðabúning og bera fram með þeim heimagert rifsberjahlaup eða fína sultu. Bollurnar eru í miklu uppáhaldi hjá ömmubörnunum. Vikan sendir Höllu veglegan konfektkassa frá Nóa Síríus.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.