Vikan


Vikan - 16.02.1999, Side 41

Vikan - 16.02.1999, Side 41
að ég mannaði mig upp í að snúa mér að miðaldra manni, sem var að skoða í búðarglugga rétt hjá útibú- inu. - Hvort ég mætti ónáða hann og spyrja nokkurra spurninga? Þetta væri við- horfskönnun. Maðurinn leit á mig. Ég reyndi að brosa og láta sem það væri eðlilegasti hlutur í heimi að ég væri að trufla hann. Hann hélt það nú. Kon- an hans væri inni í búð- inni að skoða og versla og hann hefði ekkert þarfara með tímann að gera en að svara spurningum og spjalla við mig. Þessi óvæntu við- brögð urðu til þess að auka mér kjark og eftir þetta vafðist það ekki fyrir mér að svífa á hvern sem var og biðja hann að gefa mér örlít- ið af tíma sínum. Eitt af öðru urðu auð eyðublöð að markvissu vinnslu- gagni sem ég festi í möppuna mína og smátt og smátt var ég orðin spennt fyrir að vinna úr niðurstöðunum. Ég þótt- ist viss um að ýmislegt sem könnunin leiddi í ljós myndi koma yfirmönnun- um í bankanum á óvart. Það var annan eða þriðja daginn sem ég stóð úti á götu með spurningalistann og ónáðaði vegfarendur sem ég varð þess vör að fylgst var með mér. Ég sá út und- an mér að ungur maður stóð á næsta götuhorni og hafði ekki augun af mér. Hann hallaði sér upp að húsvegg og í hvert skipti sem ég leit til hans horfði hann undan, rétt eins og hann vildi ekki að ég sæi framan í hann. Hann gætti þó ekki að því að hann speglaðist í stórri verslunarrúðu og því gat ég auðveldlega fylgst með at- ferli hans. Þetta var hinn myndarlegasti strákur, há- vaxinn og grannur, dálítið listamannslegur, að því að mér fannst. Það vakti at- hygli mína að hann var með stóra hliðartösku úr striga sem hékk á annarri öxl hans. Ég ákvað að kanna hvort það hugboð mitt að hann væri að fýlgjast með mér væri rétt. Ég lét því sem ég vissi ekki af honum og gekk ofar í götuna þar sem ég tók mér stöðu og hélt áfram iðju minni að kanna hug "hins gangandi vegfaranda” til bankakerfisins. Ekki leið á löngu uns ég sá til ferða piltsins. Hann gekk í áttina til mín og fór sér að engu óðslega. Skoð- aði í búðarglugga öðru hverju, hallaði sér upp að húsveggjum með krosslagð- ar fætur og lét sem hann væri að gramsa í töskunni sinni. En það var ekkert vafamál að hann var að fylgjast með mér. Ég endur- tók tilraun mína og aftur fór á sömu leið. Ég var búin að eignast skugga. Ég velti því ekki mik- ið fyrir mér hver tilgangur piltsins með þessari gaumgæfni væri. Taldi einna líklegast að honum þætti ég álitleg eða væri forvitinn um hvað ég væri að gera. Það hvarflaði einnig að mér að hann væri starfsmaður bankaútibúsins og hefði verið sendur út til þess að fylgjast með hvernig mér vegnaði. Hvort ég ræddi við vegfarendur eða semdi einfaldlega svörin sjálf. Ef svo væri skyldi hann sannarlega sjá að ég er kona fyrir minn hatt og ófeimin að gefa mig að ókunnugum. Pilturinn fylgdist með mér fram yfir hádegi, en þá var eins og hann gæfist skyndi- lega upp. Ég sá að hann horfði ákveðið til mín en snerist síðan á hæl og strunsaði á braut. Nú var eins og honum lægi skyndi- lega á. Ég hafði ekki orð á þessu við neinn í útibúinu þegar ég kom þangað að starfsdegi loknum. Vissi svo sem ekki við hvern ég hefði átt að bera mig upp og kannski var þetta bara siður pilta í borginni ef þeim leist vel á stúlku. Ég horfði hins vegar vandlega í kringum mig þegar búið var að loka og starfsfólkið var að yfirgefa vinnustaðinn. í hópnum var enginn sem líktist unga manninum. Ég verð að játa að ég var svolítið spennt og eftirvænt- ingarfull þegar ég hélt út á )tu morguninn eftir og var svo annars hugar þegar ég var að taka niður svör vegfarenda að ég stóð sjálfa mig að því merkja í vit- lausa reiti. Ég leit stöðugt í kringum mig. Það var komið fram undir hádegi þegar ég kom auga á hann aftur. Nú var hann greinilega varari um sig en áður. Var inni í húsasundi og gægðist fram úr því öðru hverju. En það var ekki um að villast. Það var ég sem athygli hans beindist að. Hann var klæddur eins og daginn áður og enn var hann með segl- dúkstöskuna á öxl. Ég skynjaði innra með mér að hann vissi að ég hafði orðið hans vör og það var greini- legt að hann lagði mikla áherslu á að fara varlega. Vlkan 4i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.