Vikan


Vikan - 16.02.1999, Page 45

Vikan - 16.02.1999, Page 45
ast við því að ræninginn myndi gera mér mein. Hann teldi vafalaust að ég hefði ekki borið kennsl á sig, því ef hann hefði haldið það myndi hann sjálfsagt hafa gripið til sinna ráða við rán- ið. Þegar ég opnaði sjónvarp- ið var það uppfullt af frétt- um af ráninu. Ég sá sjálfa mig koma út úr bankanum í fylgd lögreglumannanna og sá síðan að einn varðstjór- anna stillti sér upp fyrir framan myndavélarnar og greindi frá því að lögreglan hefði ákveðinn mann grun- aðan, og væri að vinna úr upplýsingum sem fyrir lægju. Mér gekk erfiðlega að sofa um nóttina. Þegar mér var að koma blundur á brá fannst mér ræninginn vera að ráðast á mig svo ég rauk upp, rennblaut af svita. Ég litaðist um í herberginu, gáði aftur og aftur að því hvort hurðin væri ekki vandlega læst og reyndi að sannfæra sjálfa mig um að allt væri í lagi. Þegar ég kom niður um morguninn tók gæslumaður gistiheimilisins á móti mér. Hann var flaumósa. Spurði hvort ég væri búin að frétta að þeir væru búnir að ná honum. Hann hefði veitt mótspyrnu, til skotbardaga hefði komið og maðurinn hefði særst. Hann væri nú meðvitundarlaus á sjúkra- húsi. Hann ítrekaði að þetta væri IRA maður og lýsti jafnframt skoðun sinni á þeim sem tilheyrðu þeim samtökum. Svo rétti hann mér blöðin. Öll voru þau með frásagnir og myndir af ráninu á forsíðu og ég var greinilega aðalpersónan. Gæslumaðurinn sagði mér líka að blaðamenn sætu um mig og vildu fá mig til þess að segja þeim sögu mína, en hann sagðist hafa getað haldið þeim í skefjum um kvöldið og nóttina. Ég mætti hins vegar vera viss um að það biði mín heill her utandyra og að ég myndi ekki fá mikinn frið. Ég var óðum að jafna mig. Renndi lauslega yfir blöðin meðan ég var að fá mér morgunverð og undraðist hve uppslátturinn var mikill og allt orðagjálfrið í lýsing- um af atburðinum. Ég varð fokvond þegar ég sá að mér voru lögð orð í munn. Haft var eftir mér að ég hefði verið viss um að mín síðasta stund væri runnin upp þegar maðurinn réðst á mig. Því- líkt kjaftæði. Þegar ég komst loksins í bankaútibúið aftur var þar allt í slíkum skorðum að það var eins og ekkert hefði komið fyrir. Það eina sem gerðist var að fólkið stóð upp og klappaði þegar ég gekk inn. Utibússtjórinn kallaði líka á mig og lýsti með fögrum orðum hetju- skap mínum og hugrekki. Hann hefði bara átt að vita að ég var svo hrædd að ég pissaði meira að segja í bux- urnar. Ræninginn hafði særst svo illa í átökunum við lögregl- una að tvísýnt var talið að hann lifði af. Mér var svo sem sama en það var lög- reglunni ekki. Hún vildi um- fram allt yfirheyra hann og kannski ekki síst komast að því hvað hann hefði gert við ránsfenginn, því hann var ófundinn enn. Talið var lík- legt að vitorðsmenn ræn- ingjans hefðu náð peningun- um, sem voru geysimiklir, og að þeir myndu síðan verða notaðir til vopna- eða sprengjukaupa. Þar kom að sá tími sem ég átti að vera í þessari eftir- minnilegu námsdvöl var úti. Lögreglan óskaði þó eftir því að ég dveldi í Lundún- um enn um sinn, í von um að ræninginn vaknaði upp af dásvefninum og unnt yrði að yfirheyra hann. Síðar var ákveðið að ég mætti fara en ætti að koma aftur þegar og ef málið kæmi fyrir rétt. Ég var fegin. Þessi skelfilega reynsla hafði orðið til þess að mig fýsti ekki að vera í Lundúnum deginum lengur en ég þurfti. Auðvitað vissi ég þó að ég hafði af tilviljun orðið leiksoppur og að slíkir atburðir sem þessir voru næstum daglegt brauð í heimalandi mínu. Kvöldið áður en ég fór var haldin smáveisla í bankaútibúinu mér til heið- urs. Útibússtjórinn flutti stutta ræðu, þakkaði mér ! kynnin, baðst afsök- unar fyrir hönd þjóðar sinn- ar á þeim skelfingum sem ég hafði lent í og bað mig síðan fyrir kveðjur vestur um haf. Eg hafði mig í það að svara ræðunni og þakka fyrir mig. Að lokinni veislunni ákvað ég að ganga áleiðis heim á gistihúsið. Ég var ekki lengur hrædd. Eftir að hafa tekið í höndina á sam- starfsfólki mínu gekk ég út á götuna og hugsaði til þess tíma er ég hafði staðið þar og rabbað við fólk um bank- ans gagn og nauðsynjar. Þegar ég gekk upp hliðar- götuna hugsaði ég líka til þess þegar ég skipti um hlutverk við manninn, þegar ég var kötturinn og hann var músin. Þá hafði ég verið dálítið slungin. Ég gekk fram hjá húsa- sundinu þar sem hann hafði verið að pukrast með tösk- una. Það var greinilega ekki búið í húsinu. Neglt var fyrir marga glugga en glerið í flestum hinna var brotið. Ég kom auga á sorplúguna sem maðurinn hafði stungið töskunni sinni í. Eins og ósjálfrátt gekk ég að henni og lyfti upp lokinu. Við mér blasti segldúkstaska og það var ekki um að villast. Taska ræningjans var fundin. Ég er ekki beinlínis flug- hrædd en samt er mér alltaf ómótt þegar ég flýg. Sér- staklega þegar flugvélarnar fara að hossast og láta öllum illum látum í loftinu. Núna var engin ókyrrð og ég því sæmilega örugg með mig. Það var gott að vera á leið- inni heim. I farteskinu voru öll bresku blöðin með frá- sögnunum um hið skelfilega rán og hetjuskap “amerísku stúlkunnar”. Það yrði gam- an að sýna samstarfsfólkinu þau. Ég var búin að skipu- leggja þetta allt. Ætlaði að fara að vinna í bankan- um heima eins og ekkert hefði í skorist. Vera þar í nokkra mánuði og segja síð- an upp. Það myndi engum finnast það neitt athugavert þótt ég hætti og segðist ætla að halda á heimaslóðir. En það ætlaði ég ekki að gera. Ég ætlaði svo sannarlega að njóta lífsins. Ferðast - láta stjana við mig, kaupa mér falleg föt og fínan bíl. Það var ótrúlegt hvað ég átti mikla peninga. Ferðataskan sem ég hafði ekki einu sinni viljað láta upp í hillu í flug- vélinni og hafði þess í stað á milli fóta minna var bókstaf- lega troðfull af seðlum. Og ég var ekki einu sinni með samviskubit. Fannst bara að ég hefði náð mér niður á Bretunum. Að hugsa sér - að kalla mennt- aða og vel tilhafða unga og glæsilega ameríska konu dræsu! Vikan 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.