Vikan - 16.02.1999, Blaðsíða 47
Mynd 5
Einbeittur, starfssamur og viljasterkur
Þú tekur fullkomna ábyrgð á lífi þínu og treystir á þínar
eigin gerðir fremur en lukkuna. Þú leysir vandamálin á
einfaldan og skynsamlegan hátt. Þú ert aldrei í vafa
um hvernig þú eigir að bregðast við daglegum
viðfangsefnum og ert því valinn til ábyrgðarstarfa vegna
þess að fólk finnur til öryggis þíns.
Þú ert aldrei sáttur fyrr en þú ert búinn að koma áætlunum
þínum í kring og viljastyrkur þinn hefur góð áhrif á aðra.
Mynd 6
Rólegur, kurteis og friðelskandi
Þú ert mjög afslappaður og þægilegur í umgengni. Þú átt
auðvelt með að eignast vini þótt þó gætir þess vel að halda
einkalífi þínu fyrir sjálfan þig. Þér finnst gott að komast í
burtu öðru hverju til að auðga andann og hugsa um tilgang
lífsins. Þú þarft mikið pláss og frjálsræði en þú þarfnast
samt félagsskapar. Þú ert sáttur við lífið og tilveruna og
kannt að njóta þess sem það hefur að bjóða þér.
Mynd 7
Traustur, athugull og fágaður
Hin næma athygli þín skynjar gæði og endingu sérstaklega
vel. Þú safnar að þér alls konar gersemum sem öðrum yfir-
sést. Menning skipar talsverðan sess í lífi þínu. Þú finnur þér
þinn persónulega stíl sem einkennist af fágun og gæðum en
tíska hefur engin áhrif þar á. Þú vilt umgangast fólk sem þú
getur rætt við og kann að njóta með þér lista og fegurðar.
Vinnið
Mynd 8
Rómantískur, dreyminn og
tilfinninganæmur
Þú ert mikil tilfinningavera. Þú neitar að skoða hlutina
eingöngu út frá raunsæissjónarmiði og vilt láta innsæi þitt
ráða. Þú getur ekki lifað án drauma og tilfinningar þínar
skipta þig mestu máli í lífinu.
Þú afneitar fólki sem ekki ber skynbragð á rómantík
og lætur engan trufla hið óvenju frjóa ímyndunarafl þitt.
Þú er mjög næmur fyrir tónlist og getur breytt
hugarástandi þínu með henni.
Mynd 9
Kraftmikill, duglegur og mannblendinn
Þú ert alltaf tilbúnn að taka áhættu og tekur stundum á þig
mikla ábyrgð við að reyna eitthvað nýtt. Rútína hefur lam-
andi áhrif á þig og þú forðast að koma þér í þá aðstöðu að
þurfa að vinna sama verkið aftur og aftur. Þú vilt helst geta
unnið að rannsóknarverkefnum og aðrir leita gjarnan til þín
þegar þeir hyggja á breytingar og frumkvöðulsstarf.
Ví
’æri ekki gaman að eignast framandi og spennandi
hlut til að fegra heimilið? Einn þessara þriggja
hluta gæti oröið þinn ef þú svarar eftirfarandi
spurningum rétt og sendir svarið til:
Vinnið! Vikan, Seíjavegi 2,101 Reykjavík fyrir 1. mars
1. Hvað heitir heimilislæknir Vikunnar?
2. Hvers konar vörur er verslunin
Ego Dekor með?
Þessir fallegu hlutir eru frá versluninni Ego Dekor,
Bæjarhrauni 141 Hafnafirði. Hún var opnuð 14.
november 1998. EgO Dekor, selur vönduð húsgögn og
smávöru úr smíðajárni, einnig myndaramma og spegla úr
gegnheilum við. Seinnihluta febrúar hefur svo verslunin
sölu á massívum gegnheilum húsgögnum úr mahóní,
tekki og úr viðartegund sem heitir durian.
&}&
Dekor
Vikan 47