Vikan - 16.02.1999, Page 50
texti: ióhanna Harðardóttir, myndir: Sigurður Ingólfsson og fleiri
Elisabet Stacy- Hurley (Elísabet Unnardóttir)
Kynnir Island
í verkum sínum
Hún er meiri íslendingur en margir þeir sem hafa alið allan sinn aldur á Islandi.
Hún er hálf feimin þótt hún sitji heima hjá sér með íslenska fjárhunda í kringum
sig og hrafna Óðins, Huginn og Muninn, um hálsinn. Hún málar einhverjar
rammíslenskustu myndir sem maður hefur séð eftir nútímalistamann og segir
að sér veiti ekkert af auka skammti af huga og minni eins og Óðni og þess
vegna beri hún hrafnana um hálsinn.
s
g kann Jdví mið-
ur ekki Islensku
þótt ég lærði
hana áður en ég
fluttist til
Bandaríkjanna tveggja ára
með móður minni, Unni
Loftsdóttur og bandarískum
föður. Það voru engir aðrir
fslendingar í nágrenninu svo
ég hélt málinu ekki við. Ég
er alin upp í Bandaríkjunum
og hef búið þar alla mína
ævi. Samt er ísland land
móður minnar og greypt í
sál mína. Mér finnst ég ekki
vera gestur þar”.
Elísabet Stacy- Hurley
heldur nú einkasýningu á
málverkum og skúlptúrum í
Museums of Fine Arts í
Washington County í Mary-
landfylki, en það er fallegt
og virðulegt hús sem hýsir
sögulega listmuni fylkisins.
Á sýningunni eru margar
myndir frá íslandi og unnar
á fslandi og það er greini-
legt að þær vekja feikilega
athygli gestanna.
Það er mikill heiður að
vera boðið að halda sýningu
í þessu safni og fáir núlif-
andi listamenn hafa sýnt
þar. Auk þess að sýna verk
sín í safninu heldur Elísabet
fyrirlestra um list sína sem
hún kallar „dansað í elding-
um” (dansing with lightn-
ing) nokkra laugardaga
meðan sýningin stendur yfir.
Málverk og
skúlptúrar í
Vintage House
Elísabet á og rekur lítið
gallerí „The Vintage Hou-
se” í Funkstown, Maryland
þar sem hún sýnir og selur
málverk og skúlptúra eftir
sig og aðra. Hún hefur hald-
ið nokkrar einkasýningar
auk þess hefur hún tekið
þátt í fjölda samsýninga í
Washington og nágrenni.
Hún hefur unnið til ýmissa
J
50 Vikan