Vikan - 16.02.1999, Qupperneq 51
verðlauna fyrir
myndlist og verið
kjörinn borgarlista-
maður í heimabæ
sínum.
„Eg vil samt ekki
láta kalla mig list-
málara” segir hún.
„Ég er alhliða mynd-
listamaður og vinn
einnig skúlptúra í tré
og jgifs.
Ég er búin að vera
að teikna og mála
síðan ég man eftir mér og
Island og íslensk menning
hefur alltaf verið mér
myndefni. Ég var alin upp
sem Islendingur og við ís-
lenskar þjóðsögur, mamma
las fyrir mig þjóðsögur Jóns
Árnasonar og sa^ði mér alls
konar sögur frá Islandi,
bæði af mönnum, tröllum,
draugum og huldufólki og
ég drakk þetta allt í mig.
Þegar ég varð fullorðin fór
ég að lesa allar bækur sem
ég fann um ísland og síðan
allar þær bækur sem ég fann
og voru þýddar á ensku. Ég
er búin að lesa Snorra __
- Eddu mörgum sinn-
um því þar finn ég svo
vel fyrir þjóðarsálinni.
Móðir mín var mikill
íslendingur og hún tók
mig með sér heim í
fyrsta skipti þegar ég
var þrítug og síðan
tvisvar aftur áður en
hún dó. Ég varð ást-
fangin af landinu eins
og skot, ég fann að þetta var
mitt land og ég reyni að
koma eins oft og ég get til
íslands.
Ég drekk í mig landslagið.
Ég sé allar þessar verur sem
mamma var búin að segja
mér frá í stokkum og stein-
um. Ég skildi strax hvernig
þessar sögur urðu til. Þær
eru raunveruleiki þeirra
sem horfa í landslagið og
eru einir með náttúrunni”.
/Evintýrið
Island
Það er greinilegt á myndun-
Vintage House er í Funkstown, sem er elsti
hluti Hagerstown í Marylandfylki. Elísabet
og eiginmaður hennar, Robert Hurley, hafa
breytt húsinu í lítið og laglegt gallerí þar
sem hún sýnir og selur verk sín. Margir
þekktir listamenn hafa fengið aðstöðu í hús-
inu um lengri eða skemmri tíma.
um að Elísabet elskar ís-
land.
„Jú, það er satt. Sendi-
herrann í Bandaríkjunum,
Jón Baldvin Hannibalsson,
kom á sýninguna ásamt eig-
inkonu sinni og sagði þetta
sama. Ég neita því ekki að
ég elska þetta land.
Kannski kann ég betur að
meta landið en þeir sem búa
þar að staðaldri og hafa það
fyrir augunum allan daginn,
alla daga. Þegar hlutirnir
verða hverdagslegir yfirsést
fólki þær dásemdir og for-
réttindi sem það býr við.
Elskar íslenska
fjárhundinn.
Maturinn engu
líkur og náttúran
eitt allsherjar
ævintýri.
Ég nýt þessara hluta hins
vegar alveg fram í fingur-
góma af því að ég sé þá svo
sjaldan. Náttúran er stór-
fengleg, bæði fögur og ægi-
leg í senn og hún bæði gefur
og tekur.
Ég vil svo gjarna hafa
þetta ævintýri nálægt mér og
reyni það af fremsta megni.
Ég á t.d. þrjá íslenska fjár-
hunda, þetta eru frábærir
hundar; greindir, tryggir og
vinalegir og alltaf í góðu
skapi. Ég hef átt margs kon-
ar hunda um ævina en þessir
veita mér sérstaka gleði af
því að þeir eru svo
sterkir persónuleikar.
Maturinn á íslandi
er heldur engu líkur,
kjötið, fiskurinn og
ómengaða grænmet-
ið. íslendingar
borða hollan
mat og þeir
kunna að mat-
reiða hann á
besta hátt.
Betra getur
það ekki orðið
og ég borða aldrei
meira en þar.
Öll náttúran á ís-
landi er eitt allsherjar
ævintýri. Ég geri mér
samt fulla grein fyrir
því að það er ekki allt
gott þar frekar en
annars staðar og lífið
getur verið erfitt.
Heimurinn er ekki
allur góður og við
megum aldrei gleyma
hinum illu öflum og
ýmsu öðru sem okkur
er ekki sýnilegt með berum
augum.
Náttúran á íslandi
er full af hættum og
það er ekkert skrítið
að þær hafi birtst for-
feðrum okkar í tröll-
um og forynjum því
landslagið býður upp á
það. Ég sé þessar ver-
ur alls staðar í landinu
og mér finnst að við
megum aldrei gleyma
þeim, aldrei hætta að
sjá þær og varast þær. Þær
eru hluti af okkar þjóðararfi
og við eigum að bera virð-
ingu fyrir honum.”
Fjölhæfur
listamaður
Ég sæki myndefnið í náttúr-
una og söguna. Hér í
Bandaríkjunum eru tré, dýr
og mitt nánasta umhverfi
mér myndefni, en á íslandi
er það landslagið, sagan og
dýrin. En ég mála ekki bara
það sem ég sé, heldur það
sem ég skynja og birtist mér
í landslaginu. Tilveran er
ekki eins einföld og hún
virðist í fljótu bragði og það
er ekki hægt að skoða hana
bara með augunum”.
Elísabet var hér síðast fyr-
ir tveim árum og málaði þá
„Betwixed”
„Eg sá strax og skildi
hvernig þessar sögur urðu
til. Ég sé alls konar verur í
landslaginu á íslandi og við
megum ekki gleyma þeim,
þær eru hluti af arfleifð
okkar”. Furðuverur skjóta
oft upp kollinum í myndum
Elísabetar frá óbyggðum ís-
lands.
mikið.
„ Ég þrái að komast fljótt
aftur til íslands. Mig hefur
alltaf langað til að sýna á ís-
landi bara til að athuga
hvort ég á erindi til íslend-
inga með verkin mín, en
mér hefur ekki orðið ágengt
með það ennþá.
En ég kem samt aftur
þótt það verði ekki til að
sýna. Ég þarf ekki að heim-
sækja ísland til að finna
myndefni því landslagið er
greypt í mig, ég kem aðal-
lega til að efla sjálfa mig og
safna þreki. Ég er alltaf svo
full af orku og dugleg þegar
ég kem þaðan”.
Vikan 5/