Vikan


Vikan - 16.02.1999, Qupperneq 52

Vikan - 16.02.1999, Qupperneq 52
TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON MÆTTI EKKI í EIGIN VEISLU Johnny Depp mætti ekki á opnun næturklúbbs í París þrátt fyrir að hafa flogið til Frakklands til að vera viðstaddur opnunina. Depp er einn eiganda La Man Ray næturklúbbsins en auk þess eiga leikararnir Michael Keaton og Sean Penn hlut í honum. Þegar stóra stundin rann upp ákvað Depp hins vegar að halda sig fjarri, ef til vill vegna þess að gamla kærastan hans, Kate Moss, var á staðnum. Gestirnir hvísluðu því sín á milli að Depp væri í felum með nýju kærustunni sinni, frönsku leik- og söngkonunni Vanessu Paradis, en þau eiga von á barni saman. Meðal gesta voru Bono úr U2 og Mick Hucknall, söngvari Simply Red. Depp er ekki ókunnugur næturklúbbsrekstri því hann er aðaleigandi hins vinsæla Viper Room í Los Angeles. Undanfarnar vikur hefur leikarinn verið í Englandi þar sem hann leikur í myndinni Sleepy Hollow undir leikstjórn Tims Burton. EKKI ANGRA DIVUNA Söng- og leikkonan Madonna var gestur í spjallþætti Larry King á CNN fyrir skömmu og yfirmenn stöðvarinnar höfðu allan varann á áður en dívan mætti í viðtalið. Öllum starfsmönnum var sendur tölvupóstur um að haga sér vel og halda sig í hæfilegri fjarlægð frá stjörnunni á meðan hún staldraði við í stúdíóinu. “Það mátti enginn fara inn í förðunarherbergi, jafnvel ekki förðunarfólkið,” segir einn starfsmanna. TRYLLTUR TANGO Stórstjarnan Robert De Niro lærði að dansa tangó fyrir hlutverk sitt í mynd- inni Flawless en tökum á henni lauk fyrir skömmu. Þar leikur hann mann sem er að ná sér eftir að hafa fengið hjartaáfall en De Niro leit ekki út fyrir að vera veill fyrir hjarta í lokahófi starfsfólksins á dögunum. Leikarinn bauð ungri dömu upp í dans og leiddi hana í gegnum ástríðufull spor við mikinn fögnuð viðstaddra. Síð- astliðið ár var erfitt fyrir De Niro sem var m.a. bendlaður við vændishring í Frakklandi. Hann var yfirheyrður vegna málsins en neitaði ásökunum um að hann væri fastakúnni rándýrra vændiskvenna. í janúar var dæmt í mál- inu og melludólgurinn, Jean-Pierre Bo urgeois, hlaut fimm ára fangelsis- dóm. GAT EKKI BEÐIÐ Breska leikkonan Alex Kingston, þessi rauðhærða í Bráðavaktinni, hefurfund- ið hamingjuna á ný. Hún giftist ástmanni sínum, þýska blaðamanninum Florian Haertel, í Santa Fe í Nýju Mexíkó fyrir skömmu. Þau höfðu ráðgert að láta pússa sig saman næsta sumar en þoldu ekki bið- ina og fengu dómara í Santa Fe til að gefa sig saman. Kingston kynnt- ist Haertel á “blindu stefnumóti” skömmu eft- ir að hún skildi við breska leikarann Ralph Fiennes fyrir tveimur árum. Fiennes hafði þá fundið sér frillu, bresku leikkonuna Francescu Annis, eftir tólf ára sam- band með Kingston. “Hún átti mjög erfitt eftir skilnaðinn en Flori- an hefur reynst henni vel,” segir Margarethe Kingston. Afmælisbörn vikunnar 16. feb.: Ice-T (1958) 17. feb.: Denise Richards (1972), Lou Diamond Phillips (1962), Michael Jordan (1963), Rene Russo (1954) 18. feb.: Molly Ringwald (1968), Matt Dillon (1964), Greta Scacchi (1960), John Travolta (1954), Cybill Shepherd (1950), Milos Forman (1932) 19. feb.: Beniciio Del Toro (1967), Seal (1963), Jeff Daniels (1955) 20. feb.: Lili Taylor (1967), Andrew Shue (1967), Cindy Crawford (1966), Charles Barkley (1963) 21. feb.: Jennifer Love Hewitt (1979), William Baldwin (1963), Kelsey Grammer (1955), Alan Rickman (1946) 22. feb.: Drew Barrymore (1975), Kyle MacLachlan (1959) 23. feb.: Veronica Webb (1965), Peter Fonda (1940) 24. feb.: Billy Zane (1966), Edward James Olmos (1947) 25. feb.: Téa Leoni (1966), Neil Jordan (1950) 26. feb.: Michael Bolton (1954), Johnny Cash (1932) 27. feb.: " » Elizabeth Taylor (1932), Joanna Woodward (1930) 28. feb.: Rea Dawn Chong (1962), John Turturro (1957), Bernadette Peters (1948), Mercedes Ruehl (1948) 1. mars: Ron Howard (1954). Drew Barrymore verður 24 ára hinn 22. febrúar. EKKI MEIRI NEKT Þokkadísin Bridget Fonda hefur aldrei verið feimin við að fækka fötum í kvikmyndum en nú er hún farin að efast um ágæti þess. “Nú hef ég alltaf varann á áður en ég leik í nektarsenum,” segir Fonda. “Þær eru orðnar það sem mest er talað um í myndunum. Áður fyrr fannst mér nekt bara eðlilegur hluti af líf- inu og ég átti aldrei í vandræðum með nektarsenur. En þær eru svo oft misnotaðar. Þær eru notaðar sem gjald- miðill.” Fonda, sem hætti með Eric Stoltz á síðasta ári og tók saman við sveitasöngvarann Dwight Yoakam, segist einnig vera að hægja ferðina í einkalífinu og sé ekki eins villt og áður fyrr. “Ég var drykkfelld og fiktaði með fíkniefni en ég fékk leið.á þvLog ákvað að halda áfram að lifa lífinu.” 52 Vikan A A

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.