Vikan


Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 17

Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 17
Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfrceðingur rekur Sálfrœðistofu á Laugavegi 105 og hefur haldið fjölda námskeiða ogfyrirlestra m.a. um vinnustaðasálfrceði Konurragar Því miður hafa margar kon- ur mjög lélega sjálfsmynd, þær eru óöruggar með sig í vinnunni og þær fara gjarnan í vörn. Þær þola ekki að einhver önnur kona fái meiri völd en þær sjálfar og þær hafa tilhneigingu til að reyna að halda hver annarri á sínu eigin plani. Ef ein kona kemst í valda- aðstöðu kemur þessi „hvað heldur hún að hún sé?“ andi upp meðal hinna. Konur eru mjög ragar við völd og það er ekkert óeðli- legt. Þær hafa tilhneigingu til að bera sig saman við hver aðra og draga hver aðra niður þegar um völd er að ræða. Saga kvenna á vinnu- markaði er svo stutt að það þarf ekki að fara lengra aft- ur en til foreldra okkar til að finna samfélag þar sem aðeins um 10% kvenna unnu utan heimilis. Fæstar eða engar þessara kvenna voru í valdastöðum. Við konur höfum ekki kynsystur okkar sem fyrirmyndir í valdastöðum. Við erum í rauninni að finna upp hjól- ið. Konur eru einfaldlega hræddar við valdið sem slíkt. Valdið gefur tækifæri til misbjóða og konur vilja ekki lenda í þeirri aðstöðu. Að setia sér mörk Algengur vandi meðal kvenna á vinnustað er að „Jú, ég þekki margar sögur af vinnustöðum þar sem kon- ur kúga aðrar konur eða eru kúgaðar af kynssystrum sín- um“ segir Þorkatla. „En mér finnst samt ömurlegt að heyra þennan frasa „konur eru konum verstar" viðnafðan um kvennavinnustaði. Málið er ekki svona einfalt. Einelti fyrirfinnst einnig á karlavinnustöðum en þar er brugðist öðru vísi við því. Körlum finnst niðurlægjandi að lenda í þessum aðstæðum og tala ekki um það. Þeir eiga íika auðveldara með að ein- angra fyrirbærið og leiða það hjá ser. Konur gerast hins vegar píslarvottar, - þær tala kannski ekki um það á vinnu- stað hversu vondir allir eru við þæ^ en þær sökkva sér niður í pislarvættið og tala um það annars staðar. þær eiga mjög erfitt með að setja sér mörk. Þær gefa þess vegna röng skilaboð og segja stundum já þegar þær meina nei. Til dæmis ef yfirmaður biður konu um að vinna eft- irvinnu þegar hún vill það ekki þá segir hún kannski; „ Jú, ætli það ekki“ stynur svo og kvartar og kveinar við aðra um að hún hafi nú - rétt einu sinni- verið pínd til að vinna frameftir! Þetta er hið dæmigerða píslarvætti kvenna á vinnu- stað. Að vera með í hópnum Konur leggja mikið á sig til að „vera með í hópnum“ og að vera góðir vinnufélagar. Vinnan sjálf er ekki lengur aðalatriðið, heldur vinnufé- lagarnir og umhverfið. Vinnustaðir kvenna verða stundum eins og nokkurs konar heimili. Við höfum margar tilhneigingu til að flytja persónuleg mál okkar inn á vinnustaðinn. Það er verið að hringja í vinkon- urnar, stjórna börnum og heimili og láta þetta allt stjórna sér í leiðinni. Þegar vinnustaðurinn er orðinn eins og okkar annað heimili erum við dottnar út úr hlutverkinu að vera „proffar“ eða raunverulegir starfsmenn á vinnustaðnum. Við erum komnar í allt ann- að hlutverk. Vinkonuhlutverkið verð- ur stundum alltof stór hluti af myndinni á vinnustaðn- um. Við bókstaflega „ sukk- um í dramatíkinni“. Við viljum vera allt í öllu og leika öll hlutverkin; við vilj- um vera húsmæður og mæð- ur, vinkonur og konur á framabraut og svo blöndum við þessu öllu saman í einn hrærigraut. Það er ekki erfitt að bræða úr sér við þessar kringumstæður. Að skilgreina sjálfa sig Það er til lausn á þeim vanda sem skapast þegar starfsandinn verður þving- aður. Maður þarf að skilgreina sig og finna sér farveg. Hvenær er ég að vinna og hvenær ekki? Lausnin felst kannski einna helst í því að vera „karrierkona" eða vinnukraftur meðan maður er í vinnunni. Það er hlut- verkið sem maður hefur valið sér með því að ráða sig á vinnustað. Síðan er hægt að sinna einkamálun- um utan þess tíma. Auðvitað geta komið þeir tímar að konur þurfi að taka vinnuna með sér heim, Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.