Vikan


Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 25

Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 25
Lesandi segir frá a n a í r ú m i n u m í n u þessa konu? Hann sagði að það væri ekki alveg svo ein- falt. Hann þyrfti tíma til þess. Hún væri óskaplega ástfangin af honum og hann gæti ekki hugsað sér að særa hana. Þá gekk ég alveg af göflunum og argaði að hann gæti ekki hugsað sér að særa einhverja drós sem hann hefði hirt upp af götunni en mig, eiginkonu sína til tuttugu ára, hikaði hann ekki við að veita holundarsár. Hann tuldraði eitthvað skömmustulegur um að hún væri ekki af göt- unni heldur ynni hún með honum í fyrirtæk- inu. Ég hreytti því í hann að ef hann héldi við einkaritarann sinn væri hann jafnvel hall- ærislegri en ég hélt. Hann sótroðnaði og þar með vissi ég að skotið hafði hitt, þetta var einkaritarinn hans. Ég vildi að ég gæti sagt að við hefðum rif- ist þarna í húsinu sem ég hafði litið á sem mitt heimili en það væri ekki rétt lýsing. Ég öskraði, gargaði og lét öllum illum látum en hann sat mestallan tímann og tuldraði eitthvað. Yfir- leitt reyndi hann ekki einu sinni að svara mér. Það gerði mig alveg óða, að hann skyldi ekki einu sinni reyna að bera hönd fyrir höfuð sér eða útskýra hvernig hann gat hugsað sér að fara svona að ráði sínu. Þetta endaði með því að ég fór, svaf á hóteli um nóttina og flaug heim daginn eftir. Ég gekk strax í það að fá skilnað og í marga mánuði talaði ég varla við hann. Aðeins þannig gat ég haldið reiðinni í skefjum. Eftir því sem ég fékk lengri tíma til að velta þessu fyrir mér því viðbjóðslegra fannst mér það allt. Hún hafði flutt inn á mitt heimili, sofið í mínu rúmi, gengið um mín hús- gögn, verið innan um fötin mín, snyrtivörurnar mínar og getað haft hönd á þeim eða jafnvel notað þær. Hvað vissi ég? Ég kvaldi sjálfa mig með því að ímynda mér hana í einhverjum uppá- haldsfötum af mér eða með ilmvatnið mitt að sprauta því á sig. Mér þótti það allra verst að hún hafði notið ásta með manninum mínum og sofið í rekkjuvoðum sem ég hafði valið og keypt. Heimili sem ég hafði lagt metnað minn í að gera sem hlýlegast fannst mér hafa verið saurgað og allar minn- ingarnar um góðu stundirn- ar þar eyðilagðar. Mér fannst ég einhvern veginn óhreinkuð, lítilsvirt og auð- mýkt með því. Heimur minn hafði í raun hrunið og ég var gersamlega niður- brotin lengi á eftir. Ég efast reyndar um að ég jafni mig nokkurn tíma að fullu en í dag er ég farin að sinna mínu fagi í fullu starfi í stað þess að grípa í það áður eftir hentugleikum og finn að sjálfstraustið eflist eftir því sem ég nýt meiri viðurkenningar fyrir störf mín. Börnin mín áttu í fyrstu erfitt með að fyrir- gefa pabba sínum og vildu lengi ekki tala við hann en í dag hafa þau eitthvert sam- band. Yngra barnið heim- sækir hann en það eldra er ekki tilbúið til þess. Þau fundu líka hversu illa mér leið og það fannst þeim pabba þeirra að kenna. Ég reyndi þeirra vegna að sýna ekki um of heiftina og hatr- ið sem ég fann fyrir en mik- ið skelfing er erfitt að leyna slíku þegar maður hefur jafn ríka ástæðu og ég hafði. Það hjálpar ekki upp á sakirnar að hann býr með viðhaldinu fyrrverandi í dag og krökkunum mínum finnst erfitt að þurfa að umgangast hana. Við höfum mikið rætt þann vanda og erum núna orðin ásátt um að hann gefi krökkunum tíma. I fyrstu taldi hann það vera mér að kenna hversu neikvæð þau voru en er smám sam- an að átta sig á að þau eru líka að berjast við tilfinningar sem þau ráða ekki við og eru sannar en ekki lærðar. Að mörgu leyti er ég samt sátt við að hjóna- band mitt skyldi hafa endað, þótt ég hefði kosið að það væri á annan hátt, ég finn nefnilega í dag hversu mikið ég hafði vanrækt sjálfa mig öll árin. Nú fer ég á námskeið, klæði mig eins og mér þykir best henta en ekki eins og hæfir eiginkonu manns í hans stöðu, ferðast með vinkonum og geri það sem mig langar til. lesandi seair Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni ^ meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomiö aö skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. I leimilisfan^ió er: Vikan - „LiTsreynslusaga“, Seljavegur 2, 101 Keykjavík, Nelfang: vikan@fVodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.