Vikan


Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 58

Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 58
Leikhússpjall Svölu Arnardóttur og Artliúrs Björgvins Arthúr: Þó að þetta leikrit Steinbecks sé samið fyrir um sextíu árum og gerist í Suður- Kaliforníu finnst mér það alveg ótrúlega nálægt okkur í tíma og rúmi. Maður hefur á tilfinning- unni að maður geti rekist á þá Lenna og Georg, aðalpersón- ur verksins, í hvaða íslenska sjáv- arþorpi sem er. Ekki bara vegna þess að þeir eru farandverkamenn, heldur fyrst og fremst af því að þeir eru svo vel gerðir og lifandi karakterar. Þeir eru að mínum dómi gott dæmi um karaktersköp- un í skáldskap eins og hún gerist best. Svala: Einmitt. Og það er ekki Mýs og menn eftir John Stein- beck / sýnt í Loftkastalan- um. íslensk þýðing: Ólafur Jóhann Sig- urðsson; leik- stjóri: Guðjón Pedersen; leik- mynd og búningar: Vytautas Nar- butas; lýsing: Lárus Björns- son; tón- list/leikhljóð: Egill Ólafsson; aðalhlutverk: Jóhann Sig- urðarson, Hilmir Snær Guðnason, Guðmundur Ólafsson o.fl. bara vegna þess hvað þeir eru áhugaverðir sem einstaklingar, heldur teflir Steinbeck þeim líka mjög skemmtilega saman sem andstæðum. Þeir eru ekki bara gjörólíkar manngerðir, heldur eru þeir líka mjög andstæðir í útliti: annar lítill, grannur og skarpleitur, hinn stór og mikill eins og bangsi. Þessar andstæður koma vel út á sviði. Arthúr: Svona tvíeyki eru jú vel þekkt, bæði í bókmenntum og kvikmyndum. Ég hef t.d. frá blautu barnsbeini verið mikill að- dáandi þeirra félaga Gög og Gokke, en þeir eru einmitt gott dæmi um tvíeyki af þessu tagi. Að vísu er samband þeirra svolítið öðru vísi, því sá feiti er allur á lofti og þykist hafa vit fyrir hinum, en þegar upp er staðið er horkrang- inn yfirleitt klókari. Það skiptir þó ekki öllu máli; útkoman verður jafn grátbrosleg eftir sem áður. Frábær karaktersköpun Svala: Það er óhætt að segja að félagarnir Lenni og Georg og sam- band þeirra séu helstu burðarbitar verksins. Þess vegna veltur allt á því að þetta samband lifni á svið- inu. Og það gerist svo sannarlega í sýningunni í Loftkastalanum. Þeir Jóhann og Hilmir Snær eru hreint frábærir í hlutverkunum. Mér finnst leikur þeirra einhver allra besta karaktersköpun sem ég man eftir í íslensku leikhúsi á seinni árum. Þeir eru algjörlega gegnum- heilir og hundrað prósent öruggir í því sem þeir eru að gera. Stórleikur Jóhanns Arthúr: Ég er að mörgu leyti sammála því. Að vísu fannst mér Hilmir Snær í byrjun svolítið ung- æðislegur í hlutverk Georgs, en honum tókst samt fljótlega að eyða þeirri tilfinningu, enda er hann einfaldlega þvílíkur stólpa- leikari að áhorfendur hætta að setja svoleiðis lagað fyrir sig. Þó verður að segjast að Jóhann Sig- urðarson er algjör senuþjófur í sýningunni. Ég man sjaldan eftir því að leikari næði jafn sterkum tökum á áhorfendum og hann ger- ir, og það - að því er virðist - alveg áreynslulaust. Ég var ekkert hissa á því að þú skyldir sitja í táraflóði hálfa sýninguna; Jóhann túlkar þroskahefta bangsann Lenna ein- faldlega af svo mikilli einlægni að það væri dauður maður sem ekki hrifist með. Svala: Já, ég var í hreinustu vandræðum með að halda aftur af grátnum, ekki síst þegar Lenni var að biðja Georg að segja sér frá draumum þeirra félaga um fram- tíðina. Það var ekki bara fram- sögnin, heldur allt látæðið og lík- amsburðirnir sem gerðu það að verkum að túlkun Jóhanns var al- gjörlega ógleymanleg. Það er gam- an að sjá svona stórleik á íslensku leiksviði. Arthúr: Þó að hlutverk Lenna og Georgs skipti auðvitað mestu máli, þá má samt ekki gleyma því, að leiksýning er alltaf í eðli sínu hópvinna. Og það verður að segj- ast að flest smærri hlutverk eru yf- irleitt trúverðug og vel út pæld. Það á t.d. við um hlutverk Whits sem Kjartan Bjargmundsson leik- ur, auk þess sem mér fannst Helgi Björnsson og Sigurþór Albert Heimisson komast einstaklega vel frá sínu. Og þá má ekki gleyma Guðmundi Ólafssyni sem var hreint óborganlegur í hlutverki Candys, ekki síst þegar hann missti hundinn sinn. Þá var hann alveg með salinn í vasanum. Svala: Þetta atriði sem þú nefnir, þegar hundur Candys deyr, er að mínu viti gott dæmi um afskaplega örugga og næma leikstjórn. Þarna tekst Guðjóni Pedersen beinlínis að mjólka augnablikið, kreista úr því hvern dropa; með því að nota þögnina hárrétt tekst honum að undirstrika kyrfilega sársauka og niðurlægingu Candys. Þetta tekst honum líka oft með hreyfingum leikaranna og staðsetningu þeirra á sviðinu, eins og t.d. þegar hann lætur Lenna og Georg snúa sér beint að áhorfendum. Arthúr: Þarna ertu kannski komin að kjarnanum í galdri góðr- ar leiksýningar: því sem við gætum kallað „texta án orða“, þ.e.a.s. allt það sem persónurnar segja án þess að nota orð. Og þessi „undirtexti“ er ákaflega vel unninn í sýning- unni á „Mýs og menn“, sem er fyrst og fremst sköpunarverk leik- stjórans. Það er ástæða til að óska Guðjóni Pedersen til hamingju með árangurinn. Hann hefur sett skýrt og greinilegt „höfundar- mark“ á þessa sýningu. Svala: Og svo að við höldum þessu skjalli áfram, þá var tónlist Egils Ólafssonar líka mjög vel heppnuð. Hún var látlaus, en und- arlega seiðandi og myndaði þannig mjög grípandi stemmningu í sýningunni. Sviðsmynd og lýsing voru líka í „harmóníu“ við efnið. Arthúr: Ég held að við þurfum varla að taka það fram að þetta var eftirminnileg sýning. Kannski ein af þeim fáu sem virka á mann eins og „sálarhreinsun", eða það sem Grikkirnir kölluðu „kathars- is“, svo að maður slái nú svolítið um sig með menningarsögunni. 58 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.