Vikan


Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 48

Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 48
Smásaga Lennarts meðan hann las bréfið aftur og aftur og reyndi að róa sig niður. Ef hann hefði frétt af dauða Sonju á annan hátt hefði hann hrópað húrra. Nú var hann alveg ráðþrota. Ef það var rétt að hún hafði séð í gegnum hann og vitað að hann ætlaði sér að drepa hana, hvers vegna í fjandan- um hafði hún þá ekki snúið sér til lögreglunnar? E.t.v. var það þetta sem hún ætlaði að ræða við mig daginn sem ég sá bílinn hennar fyrir tilviljun hérna fyrir utan, hugsaði hann. Hann hafði ekki kært sig um nein vandræði og flýtt sér að gefa stúlkunni í mót- tökunni fyrirmæli um að segja þeim sem spyrðu eftir honum að forstjórinn væri á fundi og það mætti alls ekki trufla hann... Þegar hann stuttu seinna gægðist út um gluggann var bíllinn á bak og burt og engin skilaboð til hans í af- greiðslunni. Sonja hafði heldur ekki hringt, eins og hún var vön að gera. Hún hringdi oft og hótaði því að drepa sig. Honum til mikill- ar mæðu voru það aðeins orðin tóm. í þetta sinn var það aftur á móti alvara. Hann þekkti hana nógu vel til þess að gera sér grein fyrir því. Og það átti að líta svo út sem hann hafi drepið hana! Hún gæti hins vegar gleymt því, hvar svo sem hún var stödd þessa stund- ina. Hann reyndi að róa sig niður. Hann hafði skothelda fjarvistarsönnun. Daginn áður hafði hann verið á stjórnarfundi allan daginn. Eftir fundinn hafði hann borðað kvöldverð með stjórnarmönnum. Ef lög- reglan vildi yfirheyra hann ætti hann ekki í erfiðleikum með að útskýra hvernig og með hverjum hann hafði eytt deginum. Hann hafði verið með sama fólkinu all- an daginn. Það var aðeins frá miðnætti og til klukkan korter í eitt, meðan hann slangraði heim óstyrkur í fótunum, eftir síðasta sjúss kvöldsins, að hann hafði ekki verið innan um fullt af fólki. Það voru aðeins þessi þrjú korter... Svitinn spratt fram á enni hans. Hafði Sonja e.t.v. póstað bréfið snemma kvölds og beðið til miðnætt- is með að láta til skarar skríða? Ef það var tilfellið gæti hann átt erfitt með að út- skýra ferðir sínar og það yrði sko ekki eina vanda- málið! 9 Hann vaknaði timbraður daginn eftir og varð að fá sér afréttara úr vínflöskunni sem hann geymdi í skjala- skápnum. Hann gerði sér grein fyrir því að sá óvani var að verða fastur liður í tilverunni. En hann varð að fá sér einn til þess að losna við skjálftann í höndunum. Hvernig gæti hann orðið sér úti um fjarvistarsönnun þessar bölvuðu 45 mínútur. Hann hafði ekki séð lifandi sálu á götunni nema utan- garðskonu sem rótaði í ruslatunnu. Varla var hægt að telja hana trúverðugt vitni fyrir dómstólunum og fjarvistarsönnun er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar! Ef grunur félli á hann gæti lögreglan unnið út frá þeirri kenningu að hann gæti hugsanlega hafa skotist heim til Sonju, skotið hana og dulbúið morðið sem sjálfsmorð. Hvers vegna? Vegna þess að Sonja hafði að öllum líkindum notað litlu byssuna sem hann hafði smyglað inn í landið eitt sinn er hann kom heim úr viðskiptaferðalagi og gef- ið henni. Sonja hafði verið hrædd við að vera ein eftir að brotist var inn í næstu íbúð. Hún fékk oft kvíða- köst og hótaði því að fremja sjálfsmorð ef hann skildi ekki við konuna sína og flytti til hennar. Auðvitað datt honum ekki í hug að gera það og hann var að vona að hún hefði vit á því nota byssuna til þess að drepa sig. Hann hafði sorfið númer- ið af byssunni og það glampaði á förin eftir sand- pappírinn á skelplötuskaft- inu. Fyrst í stað neitaði hún að trúa því að með þessum litla grip væri hægt að skjóta einhvern f höfuðið og einu ummerkin væru örlítið gat á enninu. Svo læsti hún byss- una niður í kommóðuskúffu eftir að hann hafði brýnt fyrir henni að þetta væri hættulegt leikfang sem að- eins ætti að nota í neyðartil- fellum. Kommóðuskúffan! hugs- aði hann og hjartað tók kipp í brjósti hans. Það var ekki ólíklegt að í þeirri sömu skúffu væri að finna bréfin sem hún hafði ljósrit- að og lagt fram sem fylgi- skjal. Ef þau fyndust í íbúð- inni um leið og líkið, snerist málið ekki lengur um „örlít- ið gat á enninu“ á fyrrver- andi ástkonu - heldur um afhjúpun og mannorðs- morð! Otal hugsanir flugu í gegnum huga hans. Jafnvel þótt engin fingraför fyndust á byssunni gæti hann hugs- anlega hafa skilið eftir sig fingraför annars staðar í næturheimsóknum sínum; í svefnherberginu, á viskíflöskunni, á borð- kveikjaranum eða á glasinu í lyfjaskápnum. Hann hafði skipt á svefnpillunum og öðrum sem voru baneitrað- ar og litu nákvæmlega út eins og svefnpillurnar. Svo var það peran í geymslunni. I stað þess að gera við ljósastæðið hafði hann breytt því í dauða- gildru. Hann aftengdi út- sláttaröryggið í anddyrinu og næst þegar hún skipti um peru fengi hún lífshættuleg- an straum í sig. Hann sá það núna að enginn mundi ákveða að fremja sjálfsmorð á þennan hátt. Það mundi vera auðséð að einhver ann- ar hefði skipt um pillurnar og fiktað við perustæðið. 48 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.