Vikan


Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 22

Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 22
texti: Jóhanna Harðardóttir Myndir: Eydís S. Luna E. Geirlaug Ottesen með postulínsdúkk- una Jackie sem hún vann i spurningaleik VIKUNNAR. Jackie er sú yngsta og stærsta í brúðusafninu. Hluti af brúðusafni Geirlaugar. Ofan á skápn- um sjást nokkrar hand- saumaðar jap- anskar hör- dúkkur. Inni í skápnum eru margar merkar brúður saman komnar: Sú með bláa ' klútinn um höfuðið er öll gerð úr skeljum og er mikið listaverk. Brúðan í rauðu og gylltu klæðunum er komin alla leið frá Bali og er orðin nokkuð gömul. Grænklædda hefðardaman er spiladós og takið eftir þeirri í heklaða kjólnum, því undir honum leynist gosflaska. A veggnum hangir pjónadúkka eftir Geir- laugu sjálfa, en á borðinu eru ýmsar þjóð- búningadúkkur ásamt glæsilegri stórri perlu- saumsdúkku sem Geirlaug fékk á sjötugsaf- mælinu sínu. er númer 77 í brúðusafninu hennar Geirlaugar Ottesen Einn af vinningshöfum í spurningaleik Vik- unnar er Geirlaug Ottesen sem nú býr á Skjóli við Kleppsveg. Hún vann stóra og glæsilega postulíns- dúkku frá Græna skápnum sem bættist við í dúkkusafn- ið hennar, en þar voru fyrir 76 dúkkur af ýmsum stærð- um og gerðum. Vikan heimsótti Geir- laugu að Skjóli og fékk að skoða dúkkusafnið hennar. „Ég er fædd í Viðey og bjó þar fram að skólaaldri og byrðjaði að safna dúkk- um meðan ég var þar. Ég var yngst af systkinunum, einn bróðir minn var stýri- maður á Heklu og hann færði mér stundum fjórar dúkkur í einu þegar hann kom úr siglingum. Ég hafði auðvitað ekki sérherbergi í þá daga og það fór illa fyrir mörgum dúkkunum mínum þegar barnabörn pabba og mömmu, allt strákar, fóru að koma í heimsókn og rifu náttúrulega allt og tættu. Þá fóru þær að týna töl- unni blessaðar. En mágkona mín þekkti þessa sögu og eftir að ég varð fullorðin færði hún mér í eitt skipti sextán dúkkur þegar hún kom heim frá útlöndum. Eftir þetta var farið að færa mér eina og eina og nú eru þær sem sagt orðnar 77 með Jackie“. Geirlaug er mikil handa- vinnukona og umhverfi hennar ber þess merki. Þeg- ar við heimsóttum hana bar hún hálsmen sem hún gerði sjálf og nokkrar af dúkkun- urn sínum hefur hún sjálf prjónað eða saumað. „ Ég fer alltaf í handa- vinnu einu sinni í viku og hef afskaplega gaman af þessu. Ég er svo heppin að geta notað báðar hendur þrátt fyrir liðagigtina og það gefur mér mikið að búa til þessa hluti. Ég mála á silki og gifs og prófa sem flest, en maður gerir ekki eins mikið eftir að sjónvarpið kom til sögunnar. Ég útbjó samt allar jólagjafir sem ég gaf um síðustu jól sjálf. Það er mikils virði að halda orkunni og missa ekki málið þegar maður eldist", segir Geirlaug og hlær við eins og henni er sérlega tamt. Það mun ekki væsa um Jackie hjá Geirlaugu innan um allar hinar brúðurnar og handavinnuna, góða skapið og jákvæð viðbrögð sem er nóg til af á þeinr bænum. 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.