Vikan


Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 24

Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 24
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Þ ó t t i v e r s t Einu sinni var ég kona sem var örugg með sig og taldi að í lífinu lægi leið hennar aðeins áfram og upp. Eg var gift framkvæmdastjóra, harð- duglegum og gáfuðum manni, sem ég var yfir mig ástfangin af. Hann vann óhemju mikið en við nýtt- um tíma okkar saman mjög vel og þótt það lenti óhjá- kvæmilega á mér að hugsa um heimilið var ég ekki ósátt við það. Ég vann þannig starf að ég átti auð- velt með að hlaupa úr og í verkefni og gat því hagrætt tíma mínum eftir þörfum minna nánustu. Fyrirtæki mannsins míns var dóttur- fyrirtæki alþjóðlegs fyrir- tækis og það kom að því að þeir úti tóku eftir dugnaði hans og atorku. Honum var boðin forstjórastaða við nýja verksmiðju sem verið var að koma á fót úti í Evr- ópu og okkur fannst ekki hægt annað en að þiggja hana. Við eigum tvö börn, annað var þegar komið í framhaldsskóla en yngra barnið átti tveimur árum ólokið í grunnskólanámi. Við ákváðum því að best væri að ég og börnin yrðum eftir heima á Islandi þar til yngra barnið hefði lokið samræmdu prófunum og þá flyttum við öll út. Við myndum heimsækja hann í skólafríum og værum auð- vitað úti allt sumarið. Ég leit svo á að hjóna- bandið væri það traust að það þyldi svo sannarlega tveggja ára aðskilnað án þess að brestir þyrftu að koma í sambandið. Fjöl- skylda mín varaði mig að vísu eindregið við og vin- konurnar höfðu á taktein- um ótal dæmisögur um hin bestu sambönd sem hefðu farið út um þúfur einmitt vegna fjarlægðar á milli elskendanna. Ég svaraði snúðugt að skárri væru það nú ósköpin ef fólk gæti ekki þolað nokkurra mánaða einveru áfallalaust. Og í fyrstu virtist sem reynslan ætlaði að sanna að ég hefði rétt fyrir mér. Fyrirtækið sá honum fyrir yndislegu einbýlishúsi í ná- grenni við stóran skóg. Ég kunni ákaflega vel við mig í þessu nýja landi og hlakkaði til að flytja út. Ég hafði að vísu ekki kynnst samstarfsfólki hans eða ná- grönnum okkar neitt að ráði en taldi að það myndi lagast um leið og fjölskyld- an færi að hafa fasta búsetu hjá honum. Þá kom það upp að nánum vini okkar og samstarfs- manm mannsins míns til margra ára hér heima _______________ átti kost á að fara út líka. Manninum mínum hafði verið boðið að velja sér að- stoðarmann og valdi hann umsvifalaust þennan gamla vin. Þau hjónin voru heima- gangar hjá okkur og börnin okkar bestu vinir. Hann fór út til að kynna sér aðstæður og þurfti að dvelja um tíma. Þegar hann kom til baka varð ég fljótt vör við breyt- ingu á framkomu þessa gamla vinar gagnvart mér. Mér fannst hann fara undan í flæmingi þegar ég spurði um dvölina úti og forðast að hitta mig eða tala við mig. Ég gekk þá hart eftir því við Eg ákvad því að fara óvænta helgarferð út til mannsins míns og spyrja hann hreint út hvort hann stæði í ást- arsambandi þarna úti. konu hans hvort eitthvað væri að. Hún vildi greinilega sem minnst um málið ræða en þegar ég linnti ekki lát- um játaði hún að lokum að maður hennar hefði grun um að maðurinn minn væri ekki alveg einn milli heim- sókna minna út. Ég vildi ekki trúa að svo væri og hreytti því í vinkonu mína að þetta væri tómt slúður og ég hlustaði ekki á svona dellu. Vinkona mín sam- sinnti því, greinilega alls hugar fegin. En auðvitað nagaði efinn mig og fljót- lega vissi ég að tæpast fyndi ég nokkra ró í mínum bein- um fyrr en ég hefði sann- reynt hvað hæft væri í þess- um orðrómi. Ég ákvað því að fara óvænta helg- arferð út til mannsms mins og spyrja hann hreint út hvort hann stæði í ástar- sambandi þarna úti. Þetta var seint í apríl og á þeim tíma er farið að vora í landinu þar sem maðurinn minn á heima. Þegar ég lenti á flug- vellinum var yndislegt veð- ur, sólskin og hiti. Ég tók leigubíl heim til okkar og þar var engin manneskja en kvenmannsföt sem ég kann- aðist ekki við voru á víð og dreif um svefnherbergið og á baðherberginu voru snyrtivörur sem ég átti ekki. Þá vissi ég hvers kyns var og ég tók leigubíl niður í bæ til að vita hvort ég fyndi hann á skrifstofunni. Ég var varla stigin út úr bílnum þegar ég sá hann sitja við v i t a borð á kaffihúsi hinum megin við götuna. Á móti honum sat falleg, rauðhærð kona og hann hélt í hendina á henni. Hún skellihló og geislaði af hamingju og gleði. Það brast bókstaflega eitthvað innra með mér og ég æddi fyrir götuna og barði hann hvað eftir annað með töskunni minni. Hann reyndi fyrst að tala við mig en sá fljótlega að það gekk ekki. Hann reis upp og reif af mér töskuna sem varð til þess eins að ég fór að beita hnefunum á hann. Hann tók undir handlegginn á mér og dró mig öskrandi burt en mín eina huggun í dag er að fáir hafa skilið ókvæðisorð- in sem ég lét dynja á hon- um. Við fórum heim til hans og ræddum málin og hann játaði að samband hans og konunnar hefði hafist fljót- lega eftir að hann flutti út. Hann bar við einmanaleika og vanlíðan í ókunnu landi og fullvissaði mig um að hann vildi ekki skilja. Ég sagði honum hins vegar að það vildi ég og spurði hvort hann virkilega byggist við því að svona gæti hann haft hlutina. Hjákonu sem flutti ýmist út eða inn eftir því hvort von var á eiginkonu hans í heimsókn eða ekki. Var hann raunverulega svo barnalegur að trúa að þetta kæmist ekki upp eða hafði hann einfaldlega haldið að ég myndi sætta mig við þetta? Hann sagðist ekki hafa hugsað um framtíðina, aðeins látið hverjum degi nægja sína þjáningu og von- að að einhvern veginn rætt- ist úr hlutunum. Ég spurði enn hvað hann hefði hugsað sér að gera? Ætlaði hann að slíta sambandi sínu við 24 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.