Vikan


Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 55

Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 55
Hverju svarar lœknirinn ? Gigt og lyf úr engifer Ágæti læknir Ég las um gigt í Vikunni um daginn og sá hvað það er gríðarlega stór hópur hér á landi sem þjáist af gigt. Ég er ein þeirra og hef verið á ýmsum sterkum lyfjum í gegnum tíðina. Eins og þú veist fer það nú svona og svona í mann og ýmislegt sem því fylgir. Ég hef þurft að vera á sér fæði, verið slæm í maga út af lyfjunum og er til í að reyna ýmislegt nýtt. Nýlega frétti ég að náttúrulyfið Zinaxin væri eitthvað fyrir okkur gigtar- sjúklingana. Hvað geturðu sagt mér um þetta náttúru- lyf? Ég veit það er unnið úr engiferrót og á sér aldagamla sögu, en er það rétt að það hafi engar auka- verkanir og vinni á sársauk- anum sem ég finn fyrir? Hvar nálgast ég Zinaxin? Þakka þér fyrir skrif þín í Vikuna og gangi þér allt í haginn. Jó.E. Kæra Jó.E. Það er ótrúlega margt sem þú getur gert til að vinna með og hjálpa þér samhliða annarri gigtarmeð- ferð. Ég er að tala hér um mataræði, jafnvægi hugans og ýmis grasa- og jurtalyf. Ég ráðlegg þér eindregið að lesa bókina Lækningamátt- ur líkamans sem kom út fyr- ir 2 árum síðan. Þar er að finna upplýsingar um það sem ég kýs að kalla heild- ræna nálgun vandamáls eins og gigtar. Það er engin ein lausn á gigt, engin töfra- lausn hvorki, í hefðbundn- um lækningum né í sam- hliða (óhefðbundnum) lækningum. Það sem gildir er alhliða nálgun, prófa sig áfram og finna hvað virkar hjá hverjum og einum. Ég hef heyrt um margs konar aðferðir sem hafa gagnast einstaklingum, stundum heilu hópunum, en því mið- ur eru ekki alltaf til vísinda- legar rannsóknir sem segja af eða á um það hvort með- ferðin virkar því það skortir áhuga þeirra, sem fjár- magna vísindarannsóknir, á því að skoða ýmsar aðferðir sem virðast gagnast einstak- lingum. En mikilvægt er að hlusta vel á upplýsingar eða reynslusögur einstaklinga með erfiða gigt eða aðra sjúkdóma og læra af. Mikill gigtarsjúklingur sem ég hef haft með að gera hefur mikla trú á náttúrulegu vítamíni sem hún hefur ver- ið að taka og finnst það hafa skipt öllu máli fyrir sig og gert sér kleift að draga úr annarri lyfjanoktun. Annar gigtarsjúklingur kveðst hafa náð sama ár- angri með segulsviðsdýnu sem hún sefur á. Enn annar gigtarsjúklingur náði betri líðan með á grasalyfi frá ís- lenskum náttúru-/grasa- lækni. Og enn annar gigtar- sjúklingur náði betri heilsu með því að koma reglu á allt í sínu lífi, gæta þess að hvílast nóg og leysa deilur og vandamál í stórfjölskyld- unni. Mataræði skiptir máli fyrir gigtarsjúklinga og mörg náttúrulyf virðast gera gagn. í bókinni Lækninga- máttur líkamans segir Andrew Weil frá áhrifum engiferrótar, ginger, á gigt og segir að þurrkuð engifer- rót hafi betri áhrif á gigt en fersk, þ.e.a.s. hafi bólgueyð- andi áhrif. Hægt er að fá þurrkaða engiferrót í heilsu- búðum og jafnvel sumum stórmörkuðum. Fersk engi- ferrót hefur góð áhrif á mörg meltingarvandamál og er talin góð við morgunó- gleði hjá ófrískum konum og hefur jafnvel kanadíska Heimilislæknafélagið mælt með henni eftir að vísinda- rannsókn studdi þessa notk- un. Þið verðið samt að at- huga að nota ekki of mikið af henni til að fá ekki of mikinn loftgang. Engiferrót örvar líka og bætir blóðrás, kemur yl í kalda fingur og fætur. Ég ráðlegg þér, kæri fyrirspyrjandi, að prófa engiferhylkin og meta sjálf hvað þér finnst, þetta gagn- ast mörgum, kannski gagn- ast þetta þér, það skaðar allavega ekki samkvæmt þeim bókum sem ég hef gluggað í. Og að lokum; heilsubúðir hér á landi hafa ýmsar upplýsingar um verk- un og tegundir náttúruefna sem unnin eru úr engiferrót. Gangi þér vel Þorsteinn Heilsusamlegur matseðill Kæri læknir Ég vildi gjarnan fá ráðgjöf frá næringarráðgjafa sem gæti sett saman fyrir mig heilsusamlegan matseðil. Það væri nóg fyrir mig að fá nöfn eða tölvupóstsadressu svo ég geti haft samband við viðkomandi sjálf. Ég þakka þér svo fyrir góðan þátt í blaðinu og fyrir að reyna að svara þessu fyr- ir mig. Kær kveðja, ein í leit að betra lífi Sæl Mataræði er afar mikil- vægt hverjum og einum, enda hvað erum við annað en það sem við borðum? Það eru margir kallaðir en e.t.v. fáir útvaldir í þeim bransa og sýnist þá sitt L hverjum. Ég hef hitt marga ráðgjafa og lesið margar bækur um þessi efni. Marg- ar bækur eru til hér á landi í íslenskri þýðingu. Sjálfur hef ég þýtt tvær bækur, þ.e. Lækningamáttur líkamans og Lækningabók heimil- anna, sem útgefnar voru af Setbergi, og fjalla mikið um mataræði og áhrif þess á heilsu. í fyrri bókinni er sér- staklega farið yfir leiðbein- ingar um hvernig skipta megi yfir í hollara matar- æði. Ég hvet þig til að lesa þessar og aðrar bækur sem þú finnur um efnið og mynda þér þínar eigin skoð- anir. Týna síðan út það sem þér finnst henta þér og falla þér í geð. Ekki hika við að velja og hafna. Næringar- ráðgjafar eru með ráðgjafa- þjónustu og má finna þá í símaskránni og á einhverj- um af stærri læknamóttök- unum eins og í Domus Medica. Ég hef líka mikið álit á tveimur grasalæknum sem lært hafa sín fræði í Bretlandi og kallast fag þeirra þar naturopathy sem sjálfsagt ætti að útleggjast náttúrulækningar á íslensku. Þetta eru Kolbrún Björns- dóttir og Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir. Hafðu það gott Þorstcinn Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Netfang: vikan@frodi.ís — Vikan 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.