Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 27
I
I
frá náttúrunnar hendi
inum vill hann slaka alveg á
og heilinn gefur skilaboð
sem gera hann syfjaðan. Pör
ættu því að gleðjast yfir
þessari tilhögun náttúrunn-
ar og njóta forleiksins og
gleyma þeirri goðsögn að
þau verði að fá það samtím-
is til að kynlífið sé gott.
Þannig er það bara hjá
miklum minnihluta fólks og
það er ekkert að konum
sem fá aðeins fullnægingu í
snípnum. Reyndar er það
ekkert „aðeins“ fullnæging,
fullnæging í snípnum er
ekkert annars flokks. Því
má heldur ekki gleyma að
konur hafa það fram yfir
karla að geta fengið full-
nægingu aftur og aftur og
eykur það spennu í ástar-
leiknum.
Bókin greinir einnig frá
leitinni að G-blettinum svo-
kallaða og höfundur hvetur
fólk til að eyða ekki mikl-
um tíma í að leita að hon-
um; sumar konur hafi G-
blett og aðrar ekki en allar
eigi þær að geta notið kyn-
lífs og fengið fullnægingu
þegar parið
hefur skilið
að forleikur-
inn er aðal-
leikurinn.
En þrátt fyrir að nútíma-
rannsóknir séu ljósár í
burtu frá gamalli kenningu
Freuds um að konur geti
einungis fengið fullnægingu
í leggöngum eru þeir til sem
halda því fram að þrátt fyrir
það að heimurinn sé betri
eftir að þeirri kenningu var
hent i ruslafötuna þá hafi
kynlífsfræðingar einblínt
um of á snípinn, eða réttara
sagt ytra borð hans. Karl-
mönnum var sagt að nudda,
sjúga og sleikja þennan litla
hnapp og voru fullvissaðir
um það að með því móti, og
aðeins með því móti, gætu
þeir fullnægt konu. Konum
var sagt, og því var aðallega
haldið fram í upphafi
kvennabyltingarinnar, að
þar sem þær ættu ekki
fræðilegan möguleika á því
að fá fullnægingu í leggöng-
um yrðu þær að kenna
bólfélaga sínum að
strúka þær og sleikja.
Höfundar kynlífsbóka
skrifuðu að hefð-
bundnar hreyfingar
samfaranna, inn og út,
kæmu að engu gagni til þess
að veita konum fullnæg-
ingu. En margar konur
halda því fram að þetta sé
alls ekki rétt og þær upplifi
sterka fullnægingu eingöngu
með hefðbundnum samför-
um.
Nýjustu rannsóknir benda
samt eindregið til þess að
snípurinn sé mál málanna
og forleikurinn hinn raun-
verulegi ástarleikur hvað
konuna varðar. En aðalmál-
ið fyrir hvern og einn er að
komast að því hvernig hægt
sé að fá mesta ánægju út úr
kynlífinu. Það er frábært ef
þú ert ein af þeim sem færð
fullnægingu við hefðbundn-
ar samfarir. Ef þú færð full-
nægingu með sjálfsfróun,
gælum með fingrum eða
tungu er
það líka al-
deilis frá-
bært. Aðal-
málið er að
láta allar hömlur og feimni
róa lönd og leið og láta ósk-
ir þínar í ljós.
Líklega verður að álykta
sem svo að einn leyndar-
dómanna að baki góðu kyn-
lífi sé spekin sú sem stendur
í góðri bók: Allt það sem
þér viljið að aðrir menn
gjöri yður, það skuluð þér
og þeim gjöra. I stuttu máli
er leiðarljósið gagnkvæm
virðing og tillitssemi. Því öll
stefnum við að sama mark-
inu: Að upplifa hina eina
sönnu fullnægingu.
„Aðeins um 30 pró-
sent kvenna fá full-
nægingu við hefð-
bundnar samfarir.“
„Forleikurinn er
nefnilega
aðalleikurinn.“
35 ára kona
„Ég er löngu búin að læra það að það skiptir ekki máli
hvernig er ætlast til að ég upplifi kynlíf. Ég veit nákvæm-
lega hvað ég vil og hef frá fyrstu tíð verið ófeimin við að
láta það í ljósi. Mér hefur lengi verið kunnugt um leyndar-
dóma snípsins og þarf engar erlendar kannanir til þess að
fullvissa mig um þá. Maðurinn minn sagði mér að hann
hefði verið hræddur um að hann gæti ekki fullnægt konu,
þar sem hann viðhafði eingöngu gömlu, góðu trúboðsstell-
inguna áður en hann kynntist mér. Við gefum okkur langan
tíma í forleikinn og nú hefur hann komist að allt annarri
niðurstöðu.“
52 ára kona
„Ég styð þessa kenningu um snípinn en samt finnst mér
alltaf vanta eitthvað ef ekki koma einnig til samfarir. Af
hverju heldur þú að konur kaupi öll þessi hjálpartæki? Það
er vegna þess að þær vantar fyllinguna sem góðar samfarir
einar geta veitt. í mínum huga geta t.d. geirvörturnar gegnt
sama hlutverki og snípurinn. Eftir að ég skildi við manninn
minn hef ég komist að því að ef kona þekkir vel sjálfa sig
og líkama sinn vel getur hún komist nærri fullnægingu með
því að örva geirvörtunar einar. Ég, eins og svo margar kon-
ur, giftar jafnt sem ógiftar, er leikin í að fróa mér kynferðis-
lega og tek sjálfsfróun fram fyrir skyndisambönd. Vissulega
getur verið spenna í þannig samböndum og þau gefa tilefni
til kynferðislegrar ertingar. En það er ekki þar með sagt að
fullnægingin verði stórkostleg eða kynlífið gott sem leiðir
af einnar nætur kynnum. Mín reynsla er sú að karlmenn
sem sofa hjá mörgum konum virðast bara hugsa um að
ljúka sér af og gætu alveg eins sjálfir haldið fast utan um
sinn „lilla“. Það er ekkert gott að sofa hjá þeim því þeir eru
sjálfhverfir í því sem þeir eru að gera. Maður sem virkilega
hefur lagt sig eftir því að kynnast konu og líkama hennar er
miklu næmari, jafnt á snípinn sem annað.“
29 ára kona
„Eru virkilega einhverjir karlmenn þarna úti sem hafa ekki
uppgötvað snípinn á konunni sinni? Ef þeir fyrirfinnast þá
skora ég á allar konur sem giftar eru þannig „nördum“ að
annaðhvort að losa sig við þá, fá sér elskhuga, eða, og það
er líklega skynsamlegast að halda heimanámskeið fyrir ves-
alings manninn. Ég er svo heppin að vera gift snillingi í ást-
arleikjum. Snilld hans er fólgin í því að hann veit nákvæm-
lega hvað æsir mig. Forleiknum lýkur ekki fyrr en ég er
búin að fá fullnægingu en þar með er aðeins hálf sagan
sögð. Ég fæ yfirleitt fullnægingu oftar en einu sinni. Fyrst
við munnmök og aftur eftir að hann kemur inn í mig. Það
er einfaldlega vegna þess að hann heldur áfram að örva
snípinn með fingrunum meðan ég ligg ofan á honum. Ég er
kannski gamaldags en ég vil hafa þetta eins og í gömlu,
góðu ástarsögunum. Mér finnst samfarirnar fullkomnar
þegar við fáum fullnægingu samtímis.“
Vikan 27