Vikan


Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 36

Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 36
, Heimagerð , paskaegg! Nú fara páskarnir að nálgast og upp í hugann koma myndir af páskaeggjum stórum og smá- um. Flestir kaupa tilbúin, fagur- skreytt páskaegg, en þeir, sem hafa gaman af föndri og heimalöguðu góð- gæti, geta auðveldlega útbúið jafn fal- leg en persónulegri og öðruvísi egg. Við Klapparstíginn er að finna skemmtilega búð Pipar og salt. I búð- inni fæst ýmislegt til heimilisbrúks, allt frá matarlit upp í falleg kaffi- og matarstell, svo ekki sé minnst á margt sem tilheyrir páskunum. Það sem vekur sérstaka athygli á neðri hæð- inni í Pipar og salt eru mót, sem fáir hafa áður séð, nefnilega páskaeggja- mót. Þessi mót eru af ýmsum gerðum og stærðum, láta lítið yfir sér og eru úr plasti. Það er mjög einfall að steypa páskaegg og hver fjölskyldumeðlimur getur búið til sitt páskaegg, skreytt það og fyllt að vild. Bragðinu er auð- veldlega breytt og það bætt eftir smekk hvers og eins, t.d. með því að bæta súkkulaði með appelsínubragði eða suðusúkkulaði út í bráðið rjómasúkkulaðið. í egg sem er 14 sm á hæð þarf u.þ.b. 250-300 g af súkkulaði (hér er notað 170 g af rjómasúkkulaði frá Nóa-Síríus, 100 g af Opal súkkulaðihjúp og í eitt eggið er auk hins notað 30 g af appel- sínutertuhjúp frá Mónu) . i) Súkkulaðið er allt brætt yfir heitu vatnsbaði og látið kólna töluvert áður en það er sett í mótin. 2) Mótunum er velt þannig að súkkulaðið þeki alla skelina og getur það tekið nokkra stund að ná upp góðri þykkt upp við kantinn. Það hefur gefist vel að kæla skelina að utanverðu með svampi vætturn í köldu vatni. 3) Þegar súkkulaðið er hætt að renna til er mótið sett inn í frysti í u.þ.b. 15 mín. 4) Eggið er losað með því að leggja hendurnar yfir skelina og losnar það þá auðveldlega. ATH. Ef það heppnast ekki sem skyldi að steypa eggin er ekkert mál að bræða þau aftur yfir vatnsbaði og byrja upp á nýtt. 5) Sælgætismolar lagðir í eggið og er tilvalið að hafa heimagert góðgæti. Hér eru Mozartkúlur settar inn í, en þær eru gerðar þannig: Núggat er skorið í litla bita, utan urn þá er sett konfekt- marsipan og formaðar litlar kúlur. Síðan er kúlunum dyfið í bráðið hjúpsúkkulaði og að lokum er þeim velt upp úr muldum heslihnetum eða tertuskrauti (ýmislegt heimatil- búið sælgæti var í jólablaði Vikunnar 1998! ) . 6) Málshættinum má ekki gleyma og er hægt að skrifa hann á lítinn miða og stinga inn í. 7) Nú eru helmingar eggsins lagðir saman. Mjög hentugt er að nota lOml plastsprautu, fylla hana af bræddu súkkulaði og sprauta því á kantana til að líma saman helmingana, þannig smitast súkkulaðið ekki út urn allt. 8) Eggið má skreyta eftir smekk að utan. Börn eru gjarnan mjög listræn og geta búið til ýmislegt úr lituðu marsipani, s.s páskaungann á toppinn og rós- ina framan á. M&M er vinsælt og má hylja eggið með því. Að lokum er tilvalið að nota lifandi blóm sem skraut og á toppinn má skrifa með súkkulaði nafn þess, sem á að fá eggið, á útflatt marsipan. Nauðsynlegt er að geyma eggin í kæli, innpökkuð, ef ekki á að borða þau fljótlega. Verði ykkur að góðu ! PIPAR OG SALT ER Á KLAPPARSTIG 44 14 sm mót kostar 750 kr. Matarlitur, 15 teg. 150 kr. hver páskakanínur minni 275 kr. páskakanínur stærri 395 kr. 36 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.