Vikan


Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 63

Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 63
...góðu salati með hverri máltíð Þetta einfalda salat er t.d. alveg frábært og hentar með mjög mörgu: Lambhagasalat perur epli ostur valhnetur Allt skorið í bita. Valhneturnar ristaðar á þurri pönnu og settar út í salatið. Blandað saman og salatdressingu hellt yfir. Salatdressing: Ólívuolía, hvítvínsedik og salt. Einfalt og ótrú- lega gott! ...bók Wally Lamb She’s Come Undone. Þetta er yndisleg upp vaxtarsaga Dolores Price sem í fyrstu raun gefst upp á erfiðu lífi sínu, lokar sig af fyrir framan sjónvarpið og borðar. Hún er in 125 kg þegar hún ákveður að taka sér tak og horfast í augu við lífið hvað sem það kostar. Bókin er yndis lega skrifuð og Dolores er ein þessara skáld- sagnapersóna sem lesandi óskar helst eftir að birtust raun- verulega á dyraþrepinu hjá sér til að bjóða inn í kaffi og spjall. ...bókinni Breytinga- skeiðið eftir Ruth Appleby. Þessi bók er í bókaflokknum Heilbrigt viðhorf sem PP forlag gefur út. í bók- inni er að finna mjög gagnlegar upplýsingar um þetta við- kvæma skeið í lífi kvenna og þar gefur að líta fjöldamörg ráð og leiðbeiningar um það hvernig konur geta komist lífsglaðar og frískar gegnum þetta tímabil sem er, eins og segir í bókinni, „upphaf að nýjum ævintýrum en ekki endalok". í bókinni er kennt að þekkja ein- kenni breytingaskeiðsins og bent á bæði þekktar og óhefðbundnar leiðir til að losna við þau óþægindi sem því kunna að fylgja. Bókin er aðgengileg og skrifuð á mjög já- kvæðum nótum og ætti í raun að vera skyldulesning allra kvenna sem komnar eru yfir fertugt. ...myndlistarsýningunni Hjartans list í Gerðubergi í Breið- holti. Þar sína sex ,,einfarar“ í íslenskri málaralist verk sín. Fólk sem á það sameiginlegt að tjá sig af sérstæðum krafti og sköp- unarþörf. Málararnir eru ýmist á áttræðis- eða níræðisaldri og hafa fæstir notið mikillar formlegrar menntunar í myndlist. Frá- sagnargáfan í myndunum er augljós og varla hægt annað en að velta fyrir sér hvort slíkir listamenn verði alltaf til eða hvort þessi tegund listar, sem kölluð hefur verið ,,nai- ve“, hverfi með þessari kyn- slóð. Kona Vikunnar Kona Vikunnar er Hafdís Magnúsdóttir. Hafdís er fótaaðgerðarfræðingur að mennt og kór- stjóri íslandsdeildar Heimskórsins (World Festival Choir) sem er stærsti áhugamanna- kór í heimi. íslandsdeildin hefur þegar tekið þátt í sjö tónleikum Heimskórsins, en þar eru ávallt þekktir og oft heimsþekktir listamenn sem syngja einsöng og stjórna sbr. Pavarotti, Domingo, Lorin Mazel ofl. Kórinn er opinn öllum þeim sem ánægju hafa af að syngja og í sumar stefnir íslandsdeildin á tónleika með Pavarotti í Osló og Stokkhólmi. Hafdís svarar spurning- um Vikunnar að þessu sinni: Hvað gerir þig glaða? Ég verð glöð þegar ég get átt góðar stundir með fjölskyldu og vinum og þegar allt gengur í haginn hjá þeim. Söngurinn gefur mér líka margar ánægjustundir. Hvað gerir þig sorg- mædda? Ég verð sorgmædd þegar fjöl- skylda og vinir verða fyrir í áföllum og ástvinamissi. Hvar líður þér best? Mér líður best í faðmi fjöl- skyldunnar og í góðra vina hópi. Hvers gætir þú síst verið án í lífinu? Ég gæti ekki verið án þess að fá að gefa og njóta kærleiks fjölskyldu minnar og vina. Svo skiptir góð heilsa mig líka miklu máli. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Fordómar fara einna mest í taugarnar á mér því ég vil meina að allir eigi jafnan rétt í þessum heimi. Hvaö heillar þig mest í fari annars fólks? Hlýlegt viðmót og brosmildi heilla mig alltaf mest. Eitt bros getur áorkað svo miklu en kostar ekkert. Á hvað trúir þú? Ég trúi á Guð og hið góða í sérhverri manneskju. Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á líf þitt? Eiginmaður minn, sem jafnframt er besti vinur minn. Einnig hafa margar, jákvæðar manneskjur sem ég hef kynnst í gegnum tíðina haft góð áhrif á líf mitt. Hverju myndir þú vilja breyta í lífi þínu ef þú ættir þess kost? Ég vildi ekki breyta neinu því ég er mjög sátt við líf mitt eins og það er. Ég horfi bjartsýn fram á veginn. Amtsbókasafnið á Akureyri 03 591 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.