Vikan


Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 60

Vikan - 15.03.1999, Blaðsíða 60
HEIlANUM Gamanleikarinn Woody Harrelson berst fyrir því að lögleiða hass í Bandaríkjunum. Hann viðurkennir fúslega að hann sé háður þessu dópi og gerir grín að öllu saman. Hann segist vilja hætta en vinir hans leyfa honum það ekki. „Ég vil ekki vera dóphaus. Eg hef hætt þessu öðru hvoru en eftir tvo, þrjá daga hafa vinir mínir laumað að mér jónu," segir leikarinn. LAUS OG LIÐUG AHUGALAUS LEIKARI Háðfuglinn Bill Murray á marga aðdáendur og hann kippir sér ekki upp við að ungir aðdáendur veiti sér að honum. Honum fannst því ekkert tiltökumál þegar ung Ijóska gaf sig á tal við hann í lyftu á hóteli og hann veitti henni litla athygli. Nú sér hann hins vegar eftir áhuga- leysinu. Þegar hann var að stíga út úr lyftunni sagði Ijóskan: „Ég heiti Cameron Diaz og ég er míkill aðdáandi þinn.“ Murray snerist á hæli og hafði greinilega meiri áhuga en áður en það var of seint - lyítudyrnar lokuðust áður en hann gat komið upp orði. NYR KÆRASTI Leikkonan Cybill Shepherd er komin með nýjan kærasta. Hann heitir Jay Ruben og hefur stundað viðskipti í í meira en 25 ár í Los Angeles þar sem vinir hans hafa kallað hann „morðingjann". Cybill var eyðilögð þegar tónlistarmað- urinn Robert Martin hætti með henni í október á síðasta ári, eftir fjögurra ára ástarsamband. Nú hefur hún fundið hamingjuna á ný. „Það var sameiginlegur kunn- ingi sem leiddi Jay og Cybill sam- an,“ segir kunningi leikkonunnar. „Jay er algjör krúsidúlla, indæll og góðhjartaður. Viðurnefnið á ekkert sérstaklega vel við hann. Þetta byrjaði bara sem grín og hefur ekkert með skapqerð hans að gera.“ Shirley MacLaine er laus og liðug á ný. Leikkonan hefur slitið sambandi sínu við Andrew Peacock, sem er sendi- herra Ástrala í Bandaríkjunum. MacLaine, sem er orðin 64 ára, og sendiherrann voru óaðskiljanleg eftir að hann kom til Washington fyrir tveimur árum. Því hefur lengi verið haldið fram að Peacock sé hinn leyndardómsfulli pólítíkus sem MacLaine sagðist hafa átt í ástarsambandi við árið 1983 í bók ævisögu sinni, Out on a Limb. Nú er Peacock kominn með aðra dömu upp á arminn en sú er einnig virk í stjórnmálaheiminum. Hún heitir Penne Korth og var sendiherra Bandaríkjanna í Mauritius í forsetatíð Georges Bush. MacLaine vill ekkert tjá sig um sambandsslitin og dvelst nú á búgarði sínum í Nýju Mexíkó, fjarri frama- poturunum í Washington. EKKI MEÐ Á NÓTUNUM Kirstie Alley hefur ekki alveg verið upp á sitt besta undanfarið. Samstarfsfólk hennar í þáttunum Ver- onica's Closet vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið þegar Kirstie mætti í náttfötum í vinnuna og talaði tóma þvælu. Hún sagðist vera með svima og kvartaði undan höfuðverk. Læknir var kallaður til og hann lét flytja leikkonuna á sjúkrahús til rann- sóknar. Daginn áður hafði hún farið á skauta með börnunum sínum og flaug á hausinn með miklum látum. Við rann- sókn kom í Ijós að hún hafði fengið slæman heilahristing. Læknar ráðlögðu henni að taka sér viku frí frá vinnu á meðan hún var að jafna sig. Á með- an var allt í lamasessi á tökustaðnum og fríið kost- aði framleiðendurna 7 milljónir króna. 60 Vikan AFMÆLISBÖRN VIKUNNAR 15. mars: Judd Hirsch (1935), Fabio (1961), Renny Harlin ■ (1959) 16. mars: Jimmy Nail (1954), Bernardo Bertolucci (1940), Jerry Lewis (1926) 17. mars: Rob Lowe (1964), Gary Sinise (1955), Lesley-Anne Down (1954), Kurt Russell (1951), Patrick Duffy (1949) 18. mars: Queen Latifah (1970), Vanessa L. Williams (1963), Luc Besson (1959), George Plimpton (1927) 19. mars: Bruce Willis (1955), Glenn Close (1947), Ursula Andress (1936) 20. mars: Michael Rapaport (1970), Holly Hunter (1958), Spike Lee (1957), Theresa Russell (1957), William Hurt (1950) 21. mars: Rosie O'Donnell (1962), Matthew Broderick Bruce WHI- (1962), Gary Oldman (1958), Timothy Dalton (1946) 22. js verdur mars: Reese Witherspoon (1976), Matthew Modine 44 ára hinn 81959), Lena Olin (1956), Andrew Lloyd Webber 19. mars. (1948), William Shatner (1931), James Brown (1920) 23. mars: Keri Russell (1976), Natascha McElhone (1971), Damon Albarn (1968) 24. mars: Lara Flynn Boyle (1970), Anna- bella Sciorra (1964), Kelly LeBrock (1960) 25. mars: Tatjana Patitz (1966), Sarah Jessica Parker (1965), Elton John (1947), Aretha Franklin (1942), Jennifer Grey (1960), Martin Short (1950), Steven Tyler (1948), Diana Ross (1944), Alan Arkin (1934), Leonard Nimoy (1931) 27. mars: Mariah Carey (1970), Quentin Tarantino (1963), Michael York (1942) 28. mars: Reba McEntire (1955), Dianne Wiest (1948).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.