Vikan


Vikan - 14.06.1999, Síða 10

Vikan - 14.06.1999, Síða 10
Börn Kristínar með þjónustu- fólkinu. Bílstjórinn er þriðji i'rá vinstri í aftari ruð. við okkur að við urðum að flýja. Við sigldum aðeins lengra og komum þá að sand- rifi sem náði frá ströndinni talsvert út í sjó. Petta fannst okkur heppilegur staður til að koma okkur fyrir og skriðum í land með allt okkar hafurtask. Við höfðum ekki setið lengi þegar ég varð vör við hreyf- ingu á ströndinni. - Sá skugga líða meðfram skógarjaðrinum og fólk læðast hálfbogið í átt- ina til okkar eftir sandrifinu. Ég benti hinum á þetta og það var ekki fyrr en þá að við mundum að við vorum á mannætusvæði. Þá sáum við hvar nokkrum eintrjáningum var ýtt á flot frá ströndinni og róið í átt til okkar. Irskur vin- ur okkar, gamall sjómaður, kallaði: „Allir í bátana!" Við áttum síðan fótum okkar fjör að launa og mótorar bátana voru keyrðir eins og hægt var beint á haf út og mannæturnar reru á eftir okkur meðan þrekið leyfði. Ég er ekki vafa um að ætlunin var að setja okkur í pottana þetta kvöld. Við þurftum líka einu sinni að flýja land. í Nígeríu var herforingjastjórn og einhverju sinni steypti yngri armur hers- ins hinum eldri. Vegabréf út- lendinga og landvistarleyfi voru geymd í ráðuneytinu en nú var þar sestur nýr maður og allir útlendingar ólöglegir í landinu. Við fréttum að fólk hefði verið stöðvað í bílum og stungið í fang- elsi. Það var ekki væn- leg tilhugsun að lenda í fangelsi í þessu landi og um tíma bjuggum við ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum fyrirtæk- is mannsins míns í nokkurs konar herkví. Ein hjón höfðu land- vistarleyfi og þau versl- uðu inn fyrir alla. I Þýskalandi var allt gert sem hægt var til að útvega okkur dvalarleyfi en að lokum var ákveðið að smygla okkur út úr landinu. Við laumuð- umst inn í skóginn, menn, konur og börn en lítil relia kom svo til að sækja okkur. Skálað í kampavín fyrir nýfengnu frelsi Jarðvegurinn á þessum slóðum er rauður og hitinn um 35° C svo rautt rykið þyrl- aðist upp og settist á sveitta húðina á okkur. Vélina varð að manna í áföngum, hún gat aðeins tekið 6-8 í einu. Við vorum því ekki féleg ásýndum þegar við komumst um borð. Rennsveitt, úfin og þakin rauðu ryki. Síðan var flogið með okkur til höfuðborgar- innar Lagos og þar þurftum við að fara í gegnum fjögur hlið áður en við komumst um borð í Lufthansa vélina sem beið okkar. Nígeríumaðurinn sem fenginn hafði verið til að undirbúa flóttann sagði okkur að fara ævinlega vinstra megin í gegn. Við lögðum af stað með dúndrandi hjartslátt og skjálfandi á bein- unum. Þegar ég kom að síðasta hliðinu kom allt í einu starfsmaður hægra megin frá og spurði þjösna- lega hvað gengi hér á. Mér féllust hendur og ég sá fyrir mér að ég myndi enda í fangelsi með börnin. Nígeríumaðurinn okk- ar greip þá til þess ráðs, sem löngum hefur dugað þar í landi, að draga upp vænt seðlabúnt og við fengum að fara í gegn. Um borð í flugvélinni rétti flugfreyjan okkur svo passana okkar en fram að því höfðum við verið vegabréfalaus. Við vorum þó ekki úr allri hættu því á þessum slóðum eru bil- anir tíðar og flugvélum oft snúið við. Það var ekki fyrr en við vorum komin yfir Sahara að flugstjórinn hélt smá tölu, óskaði okkur til hamingju með nýfengið frelsi og síðan voru opnaðar kampavínsflösk- ur og skálað." Eftir átján ára búsetu er- lendis söðlaði Kristín um og kom hingað heim til Islands. Brestir voru komnir í hjóna- bandið og hún segist sjálf hafa verið orðin þreytt á að vera alltaf í þóknunarhlutverkinu. Sér hafi oft fundist hún vera að leika í leikriti fremur en að lifa lífinu. Maður hennar kom með henni hingað til að byrja með og vildi reyna að berja í brestina og bjarga samband- inu. Hann festi hins vegar ekki yndi hér og flutti fljótlega burtu aftur. Skynjaði fremur en sá mann þar sem enginn var „Ég fór að vinna fljótlega eftir að ég kom heim. Sjálfsá- litið var ekki mikið enda hafði ég verið húsmóðir öll þessi ár 10 Vikan og ekki unnið aðra vinnu. Ég hafði auk þess ekki talað ís- lensku svo lengi þó ég hefði alltaf skrifað heim og ég var ryðguð í málinu. Ymis nýyrði kunni ég einfaldlega ekki og ég heyrði málið líkt og útlend- ingur fremur en sá sem hefur það að móðurmáli en ég get sagt ykkur að það hljómar óskaplega fallega. Ég fékk vinnu á veitinga- staðnum Shanghai og þar var reimt. Mikil skyggni og næmni er í móðurætt minni og allan tímann sem ég vann þarna fann ég fremur en sá að við eitt borðið sat maður. Ég vissi að hann var drykkfelldur en ég sá hann aldrei. Seinna stað- festi miðill að þetta væri hár- rétt hjá mér. Ég fór svo fljótlega í Leið- sögumannaskólann og hef starfað við leiðsögn um landið á sumrin síðan. Ég rek kaffi- húsið Vín ásamt annarri konu og vinn mikið við það á vet- urna en er leiðsögumaður á sumrin. Þá sér viðskiptafélagi minn um veitingastaðinn og starfsfólk okkar. Fljótlega varð ég þess vör í starfi mínu sem leiðsögumað- ur að útlendinga þyrstir í sög- ur. Þeir þreytast aldrei á að heyra sagt frá tröllum, álfum, draugum og öðru sem sögu- eyjan hefur upp á að bjóða. Þegar ég sá svo í auglýsingu frá Sálarrannsóknarskólanum að þar væri hægt að fræðast um álfa og drauga ákvað ég að skella mér í skólann. Nú hef ég lokið þar fimm önnum og þetta er geysilega skemmtileg- ur skóli." Ekki er að efa að út- lendingarnir sem ferðast með Kristínu njóta góðs af lærdómi hennar en sjálfsagt njóta þeir mest frásagnargáfunnar sem hún hefur í svo ríkum mæli. Kristín og börn hennar í heimsókn í þorpi í Nígeríu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.