Vikan


Vikan - 14.06.1999, Qupperneq 24

Vikan - 14.06.1999, Qupperneq 24
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Bragi Þ. Jósefsson Glæsilegur garður Kofinn á myndinni á sér sína sögu eins og svo niargt annað í garðinum. Hafíst var handa við viðbyggingu hússins í kringum 1978. Stefán er nýtinn maður og notaði efnið sem var í milliveggjum hússins til að smíða leikkofa fyrir börnin. Hver einasta spýta í kofanum kemur úr upprunalcga húsinu. Járnið á þakið fengu þau hjá nágrönnum sín- um sem voru að skipta um þakklæðningu á sama tíma.Til að forðast slys settu þau plasthlera í staðinn fyrir glerglugga. Að sjálfsögðu þarf að halda kofanum fínum og því er dyttað að honum reglulega eins og öllu öðru í garðinum. A sínum tíma var kofínn mikið notaður og ákveönar reglur giltu sbr. að ekki mætti fara inn á skónuin. I dag er yngsta barniö, níu ára drengur, einn eftir í hreiðrinu og hættur að leika í kofanum. Ömmu- og afabörnin njóta hins vegar góðs af. A pallinum við hliðina á kofanuin er sandkassi sem lokaður er dags daglega með hlerum. Þegar búa á til sandköku eða fara í „bfló" er lítið mál að opna hlcrana og þá er kominn þessi fíni sandkassi. Hulda Cathinca Guðmundsdóttir fæddist i húsinu sem stendur við Krosseyrarveg 7 í Hafnarfirði en upphaflega hét húsið Sólvangur. Hún lék sér i brekkunum unhverfis húsið og lóðin var einungis grjót og gras þegar hún ólst upp. Amma hennar flutti í húsið stuttu eftir byggingu þess og síðan bjó móðir Huldu þar alla sína ævi. Eftir að hún lést fluttist Huida ásamt fjöl- skyldu sinni aftur á fornar slóðir, i gamla húsið við Krosseyrarveginn. Eiginmaður Huldu, Stefán H. Finn- bogason er þúsundþjalasamiður og áður en langt um leið voru þau far- in að bæta og breyta ibúðarhúsinu og garðinum umhverfis það. Hulda og Stefán njóta þess að drekka kaffíð úti á pallinum og horfa yfír garðinn sinn. Garðurinn þeirra er ekki stór í metrum talinn en hann er eitt listaverk. Þar má finna skemmtilegan gosbrunn sem hannaður og steyptur er af Stefáni, kofa, kirkju, torfbæ svo eitthvað sé nefnt. Um- hverfis húsið er grjótgarður sem var upphaflega hlaðinn þegar amma Huldu bjó í húsinu en fjölskyldan hefur verið dugleg að halda hon- um við. Hvergi er steypt á milli steinanna eins og tíðkast oft við hleðslu slíkra garða. Húsið stendur í halla og umhverfis það var mikið grjót. Þau ákváðu strax að taka eitt horn fyrir í einu og breyttu því í rólegheitunum. Gríðarlega mikil vinna fór í að endurhanna garðinn bæði vegna grjótsins og hall- ans. Séð yfír hluta af garðinum. Að sjálfsögöu smíðaði Stefán bekk- ina og borðiö og alls staðar má sjá lítil listaverk eftir hann. Krukkan á borðinu cr öskubakki, steypt eftir móti af Kókflösku! 24 Vikan Öll vinnan við garðinn hefur verið unnin af þeim hjónum og börnunum sem eru sex að tölu. Þar hafa garðarkitektar og hönnuðir hvergi komið nærri. Augljóst er að garðurinn er þeim afar hjartfólginn og vinnan sem hann útheimtir, ekki kvöð heldur ljúf skylda. Árið 1990 fengu þau við- urkenningu frá Hafnarfjarð- arbæ fyrir fallegan garð, unnin við erfið ræktunar- skilyrði. Óhætt er að taka undir þessi orð bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðarbæjar því í augum blaðamanns hafa þau hjón unnið mikið þrek- virki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.