Vikan


Vikan - 14.06.1999, Side 50

Vikan - 14.06.1999, Side 50
Hvað segja svefnvenjur þínar um þig? Sumir segja að svefn- venjur fólks segi allt sem þarf um persónu- leika þess. Hér á eftir er próf sem ætti að varpa Ijósi á hvernig persóna þú ert með hliðsjón af því hvernig þú sefur. Veldu þann möguleika sem á bet- ur við þig. Þú manst drauma þína: a) Oftast. b) Einstaka sinnum. a) sefur áfram án þess að rumska. b) hrekkur upp af værum blundi. Þegar þú ert komin upp í og búin að slökkva hvað tekur það þig yfírleitt langan tíma að sofna? a) Þú sofnar um leið og þú leggur höfuðið á kodd- ann. b) Tuttugu mínútur að minnsta kosti og þú þarft að snúa þér og velta þér ofurlítið áður en þú finn- ur góða stellingu til að sofna í. Vekjaraklukkan þín er stillt á... a) uppáhaldsútvarpsstöðina þína. b) hringingu. Þægilegasta svefnstellingin er að þínu mati... a) á bakinu. b) á maganum eða hliðinni. Eftir að þið hafið kysst hvort annað góða nótt, sofn- ið þið hjónin oft... a) í faðmlögum þétt upp við hvort annað. b) langt frá hvort öðru í ykkar helmingi af rúm- inu. Uppáhaldsnáttfötin þín eru úr... a) silki eða satíni. b) bómull eða flóneli. Ef þú verður syfjuð yfir dag- inn ferð þú... a) og leggur þig litla stund og vaknar endurnærð. b) færð þér bolla af sterku kaffi til að hressa þig við. Hefur þú vaknað um miðja nótt og munað eftir erindi sem þú gleymdir að sinna yfir daginn og farið á fætur og skrifað sjálfri þér miða til að minna þig á að sinna því þegar morgnar? a) Nei. b) Já. Aður en þú sofnar á kvöldin þykir þér gott að... a) koma þér vel fyrir í rúm- inu og lesa góða bók. b) horfa á sjónvarpið litla stund. A morgnana eru rúmfötin þín yfirleitt... a) enn snyrtilega breidd yfir þig- b) öll í kuðli einhvers staðar í rúminu eða á gólfinu. Svarlykill Fleiri A svör en B Þú sefur eins og engill Þú ert sannkölluð Þyrnirós. Þú nýtur þess að sofa og vilt helst sofa sem lengst. í lok hvers vinnudags hlakkar þú Að meðaltali scfur þú... a) 8-10 tíma á sólarhring. b) 5-7 tíma á sólarhring. Nágranni þinn er með sam- kvæmi í gangi og hávær tón- list berst um nágrcnnið. Þú... 50 Vikíin til að koma heim, koma þér þægilega fyrir í rúminu og sofna, enda elskarðu að láta þig dreyma. Ekki er að undra að þú ert að mestu laus við allt stress. Þú ert alltaf til í að fá þér örlitla kríu yfir daginn eða loka augunum og dreyma nokkra ljúfa dagdrauma. Þú ert einn þeirra sem alltaf veit hvern- ig best er að slaka á og leyfa huganum að reika. Ef þú eyddir þó ekki væri nema hluta af þeirri orku sem fer í að láta þér líða vel í að koma þér áfram í lífinu væru því engin takmörk sett hve langt þú gætir náð. Fleiri B svör en A Þú lætur drauma þína rætast Þú ert einn þessara sem ætla sér mikið og alltaf ná mark- miðum sínum.'Um leið og klukkan hringir stekkur þú framúr og hendist í sokkana. Aðferð þín við að ná árangri er einföld, hvort sem verið er að sinna heimilinu eða vinnunni, þú einbeitir þér að því verkefni sem þarf að vinna og lýkur því. Aðrir eru bókstaflega undrandi á hvað þú afkastar miklu og hafa oft orð á því, ekki hvað síst þeir sem vita hversu lít- inn svefn þú kemst af með á sólarhring. En þér hættir til að gleyma að iðjuleysi er ekki endilega af hinu illa. Tíminn sem fer í slaka á er ekki endilega tími sem sóað er í vitleysu og ef þú gerðir meira af því að sóa tíma þín- um á þann hátt gæti það skilað meiri orku og jafnvel enn betri afköstum. Vendu þig á að leggjast fyrir af og til, slaka á og njóta lífsins. Þú kannt að komast að því að það borgar sig.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.