Vikan


Vikan - 14.06.1999, Page 53

Vikan - 14.06.1999, Page 53
Hverju svarar lœknirinn ? Þorsteinn Njálsson, læknir, lofaði að svara spurningum 18 ára stúlku um tíðaverki og miklar blæðingar í þessu blaði. Hér koma svör hans: Sæl aftur átján ára, Miklar blæðingar eru al- geng kvörtun hjá konum. Við erum þá að tala blæðingar sem eru meiri en eðlilegt get- ur talist, að konan þarfnist bæði binda og tappa, því blæðingarnar eru stundum svo miklar að bindin ein duga ekki. Þessu geturfylgt þreyta og spenna. Það er mikilvægt að byrja á því að fá greiningu hjá lækni áður en gripið er til annarra ráða. Orsakir fyrir miklum blæðingum geta verið raskað hormónajafnvægi, en geta auk þess verið sýking í leginu eða bandvefsæxli (góðkynja). Miklar blæðingar geta einnig verið vegna fóst- urláts. Orsakir eru einstak- lingsbundnar og auðvitað veist þú eða hefur hugmynd um hvort þú gætir hafa náð þér í sýkingu eða ekki gætt að getnaðarvörnum. Sem sagt, byrjið alltaf fyrst á að leita læknis til að fá greiningu. Ef engar skýringu er að finna við skoðun og blóðrannsókn má grípa til ýmissa ráða til að draga úr blæðingum. Algengt er að læknar bjóði konum að fara á getnaðarvarnarpilluna en hún dregur yfirleitt úr blæðingum og gerir þær reglulegar, enda býr hún til tíðahring. Einnig ertil lykkja sem komið er fyrir í leginu og dregur úr blæðingum. Yfirleitt mæla læknar ekki með lykkj- unni hjá svona ungum kon- um. Ástæður þess eru marg- ar, s.s. meiri sýkingarhætta en hjá eldri konum og tíðari „lykkjuföll", þ.e. getnaðar- vörnin bregst, þú verður ófrísk þrátt fyrir það að lykkja sé notuð. í mínum sjúklinga- hópi mæli ég yfirleitt ekki með lykkjunni fyrr en við 26-27 ára aldur, en á þessu eru undan- tekningar sem læknir og skjólstæðingur hans taka þá tillit til í einstaka tilvikum. Til eru margvíslegar ráðlegging- ar sem geta gagnast konum að því gefnu að allt hafi verið eðlilegt við skoðun hjá lækni. Þessar ráðleggingar má m.a. finna í bókinni Lækningabók heimilanna sem kom út fyrir síðustu jól. Þar er fjallað um m.a. smáskammtalækningar sem ég veit að geta virkað mjög vel (t.d. Pulsatilla). Margir hafa trú á að rétt mataræði hafi góð áhrif og nálastungur og þrýstipunkta- meðferð virðast gagnast örð- um. Hvet ég konur til að lesa sér til um þetta og prófa sig áfram. Tíðaverkir í bréfi þínu um daginn gastu þess neðanmáls að þú hefðir mikla blæðingaverki, nokkuð sem er vissulega al- gengt. Ákveðin óþægindi telj- ast eðlileg meðan blæðingar vara. Verkirnir geta verið eins og krampi og mjög sárir fyrstu 1-2 dagana upphafi blæð- inga. Ástandið getur verið slæmt og kostað veikinda- daga. í vægari tilfellum eru þetta eins og mjóbaksverkir á meðan á blæðingum stendur. Stundum fylgja þessu upp- köst og jafnvel yfirlið. Algjör- lega verkjalausar blæðingar eru taldar geta verið vegna þess að ekki hafi orðið egg- los, sem er algengt í byrjun hjá ungum konum og síðan þegar breytingaskeið er að hefjast. Sárir verkir í mjó- hrygg, maga eða legi geta fylgt ástandi sem kallað er slímhúðarflakk (endometrios- is), þar sem hluti af slímhúð legsins getur verið fyrir utan legið sjálft eða um er að ræða þráláta sýkingu í leginu. Ef um skyndilega breytingu er að ræða, ferð að fá meiri verki með blæðingum en þú varst að fá áður, áttu skilyrð- islaust að leita læknis og fá greiningu. Ef þú greinist með sýkingu er hún meðhöndluð og þá lagast verkir fyrirleitt fljótt, ef engin sérstök skýring finnst, er oft einfaldast að not- ast við getnaðarvarnarpilluna sem virðist draga úr tíðaverkj- um hjá mörgum konum. Sum- um konum hentar ekki að nota p-pilluna eða fá verkina þrátt fyrir að þær noti hana og má þá reyna að nota ákveð- inn lyfjaflokk sem eru í eðli sínu bólgueyðandi gigtarlyf, m.a. ibuprofen, en sýnt hefur verið fram á að þau dragi úr ýmsum verkjum og þar á meðal tíðaverkjum. Misjafnt er hvernig konur þurfa að nota þessi lyf til að draga úr tíðaverkjunum, sumum dugar að taka lyfið daginn sem blæðingarnar byrja og aðeins þann dag, meðan aðrar þurfa að hefja töku lyfsins allt að fimm dögum fyrir blæðingar og taka þau í reglulegum skömmtum þartil blæðingar hefjast og jafnvel fyrstu 1 -2 daga blæðinganna. Þetta er svo einstaklingsbundið að þið verðið að prófa ykkur áfram f samráði við lækni eða lyfja- fræðing. Sum þessara lyfja er hægt að fá í handkaupi án lyf- seðils í lyfjabúðum en þið skuluð endilega lesa vel leið- beiningarnar og leita ráða a.m.k. hjá lyfjafræðingi því öll- um lyfjum fylgja aukaverkanir og ákjósanlegur skammtur er svo misjafn. í bókinni Lækningabók heimilanna er vísað á ýmsar lækningaaðferðir sem má beita, svokallaðar samhliða lækningar. Ég hef séð góðan árangur af nálastungumeð- ferð og þrýstipunktameðferð er líka stunduð og gagnast mörgum. Smáskammtalækn- ingar og rétt mataræði geta haft góð áhrif. Grasalæknar mæla með engifer til að draga úr verkjum. Ferskan engifer má fá í mörgum betri matvörubúðum. Ef verkir eru að trufla líf ykkar leitið þá að- stoðar, leitið eftir greiningu læknis. Ef ekkert er að finna líffræðilegt sem veldur verkj- unum, skoðið þá áðurnefndar samhliða lækningaaðferðirnar og prófið ykkur áfram. Sumar fá þar lausn sinna mála. Þorsteinn Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Netfang: vikan@frodi.is Vikan 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.