Vikan


Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 59

Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 59
 Blaðamaður Vikunnar var nýlega að gramsa uppi á háalofti en á slikum stöðum kennir oft ýmissa grasa. Þar fann hann meðal annars þessa yndislega hallæris- legu bók sem er frá árinu 1950 og er hún nokkurs konar hand- bók um þá list „ að vinna hylli karlmanna." Væmni, bleiki litur- inn á bókarkápunni, myndskreyt- ingin og síðast en ekki síst titill- inn, var nóg til að hrollur færi um nútimakonuna. Eigi að síður var forvitnin vakin. Bókin reyndist vera samansafn af leiðbeining- um fyrir konur varðandi það hvernig á að vinna hylli karl- manna og hefst hún á þessum formálsorðum: „Heimurinn er si- felldum breytingum undirorpinn en samt er þess alltaf og mun alltaf verða vænst af þér að þú sért kvenleg." Það var nefnilega það og ekkert öðruvísi! Tilgang- ur bókarinnar er sagður vera sá að veita konum leiðbeiningar á hinum hálu vegum ástarinnar. Tekið er fram að við lesturinn fái konur innsýn i sálarlíf karl- mannsins og geti einnig lært góða siði og framkomu i leiðinni. „Heilbrigð skynsemi segir þér að þú megir ekki alltaf hafajafnt frumkvæði á við karl- manninn.“ Var þetta talin heilbrigð skyn- semi fyrir aðeins tæpum fimmtíu árum síðan? Ein af gullnu reglum bókarinn- ar er þessi: „Gefðu gaum að öllu sem þú kemst á snoðir um hon- um viðvíkjandi, allt frá sokkanúm- erinu hans upp í innistæðu hans í bankanum. Örugg vissa um þetta og annað þvíumlíkt mun verða þér dýrmætt leiðarljós í 'jj umgengni við hann." Við getum £ skilið þetta með bankabókina og JS verið sammála um að ekki sé « verra að hugsanlegur maki sé 1 alla vega ekki gjaldþrota eyðslu- e seggur eða kannski skelfilegur ^ nirfill. Slíkar upplýsingar geta „ gefið vísbendingar um þersónu- í leika eða venjur verðandi eigin- |2 manns. En þetta með sokka- hylli „Enginn er fullkomlega ánægður með sjálfan sig nema hálfvitinn.“ númerið erannað mál. Hvernig í ósköþunum getur slík vitneskja komið að góðum notum? ,,Glæsileiki hefur mikil áhrif, sérstaklega við fyrstu kynni. Ef um gáfaðan mann er að ræða er ekki ólíklegt að honum sé greind hugleiknust. Glaðværir piltar sækjst eftir kátum stúlkum. Að- lögunarhæfni hlýtur því að vera höfuðatriöi fyrir þig." Sem sagt, ekki vera þú sjálf og guð forði þér frá því að vera sjálfstæður ein- staklingur. Samkvæmt forskrift bókarinnar munt þú þá örugglega piþra og er það álitið hræðileg- asta hlutskipti nokkurrar konu. Því átt þú bara að bíta í það súra og aðlaga atferli þitt, áhugamál og þersónuleika að honum. „Þú ættir að einsetja þér að láta hann aldrei eyða meiru en hann hefur ráð á. Hafir þú það ekki hugfast, kann hann að sleppa af þér hendinni vegna þess að þú sért of dýr í rekstri fyrir hann. Karlmönnum gedjast ekki vel ad eydslu- sömu kvenfólki." Farið öðru hvoru í stuttar ferðir á reiðhjólum. Farið á skauta saman. Þessar skemmtanir eru honum ódýrar og auk þess veitist honum tækifæri til að sýna þér dugnað sinn." Vá! Rosalega yrði maður hrifinn af manni sem gæti staðið á skaut- um.... Það verður að sjálfsögðu að negla slíkan hæfi- leikamann á stund- inni. Karlmenn kunna að meta gullhamra ekki síður en konur og það er ekki bundið neinu tímabili í sög- unni. En lítum á ráð- leggingar frá 1950 hvernig skuli hrósa þeim: „Ein leiðin er að spyrja karlmann álits á einhverju, leita ráða hjá honum eða óska aðstoöar hans. Þetta er audvitad sama og ad vidurkenna ad hann sé þér meiri. Biddu hann að opna gluggann ef hann situr fastur í karminum - hann hlýtur að minnsta kosti að vera nógu mikið karlmenni til þess." Uppskrift af andlegri kugun og þiáningu fyrir iífstíð. Kaflinn sem nefnist ástarhót er grátbroslegur:,,Gerðu honum til geðs. Ef hann stingur uþp á ein- hverju skaltu lýsa þig samþykka. Ef honum finnst rauður kjóll fara þér betur en svartur, skaltu vera í rauða kjólnum og láta hann verða þess varan að þú gerir það fyrir hann. Komdu þeirri * trú inn hjá honum að það \ sé hann sem ráði." Þetta \ \ eru hræðilegar ráðleggingar. w Uppskrift af andlegri kúgun V' og þjáningu fyrir lífstíð. í kafla um persónuleika stendur eftirfarandi: ,,Enda þótt við gerum greinarmun á stúlkum með persónuleika og stúlkum sem skortir hann, fer því fjarri að hægt sé að draga skýr mörk þar á milli. Við eigum við, með þess- ari skilgreiningu okkar, að sumar stúlkur séu aðlaðandi og geð- þekkar, en aðrar leiðinlegar og sljóar." Ekki beint verið að byggja upp sjálfsálit kvenna hér. „Vendu þig á að hlusta með samúö á mál annarra, að vekja hjá þér áhuga á fólkinu sem þú umgengst, jafnvel þótt þú verðir að gera þér það upp í fyrstu. Með því ávinnur þú þér dýrmæt per- sónuleikaeinkenni sem borga sig margfaldlega í um- gengni þinni við karl- menn." í dag mynd- um við orða þetta á þann veg að konan ætti að halda sér saman og hlusta. „Enginn er fullkom- lega ánægður með sig nema hálfvitinn." Þetta spakmæli (eða málshátt- ur?) eru þveröfug við það sem nýaldarspekin hefur verið að boða og byggir á því við eigum að vera fullkomlega sátt við allt í fari okkar og elska okkur sjálf út af lífinu. En samkvæmt litlu, bleiku bókinni værum við hálfvitar ef við gerðum það. „Borðaðu hægt og yfirlætis- laust. Kámaðu ekki andlit þitt eða föt með matnum og útbíaðu ekki allan diskinn með honum. Blettaðu ekki borðdúkinn. Talaðu ekki með munninn fullan af mat því slík orðræða er lítt skiljanleg og auk þess er sú athöfn í meira lagi ógeðsleg á að horfa." Stund- um verður maður bara orð- „Þér er best ad venja þig á ad umbera galla hans, hverjir sem þeir kunna ad vera." En þú sjálf átt að sjálf- sögðu að vera fullkomin. „Fordastu klúra fyndni! Hann treystir því ad þú sért yndisleg, saklaus og hrein. „Hann mun snúast önd- verdur vid hvers konar skerdingu á frelsi sínu. Ef það kemur í Ijós að nokkrum tíma liðnum að menntunarskortur þinn, samanborið við hans, verði þér til skammar, verður þú að afla þér meiri menntunar. Vendu þig á að lesa og fara öðru hvoru á tón- leika, þó þú botnir ekkert í tónlist- inni." Þú átt sem sagt að auka menntun þína til að öðlast meiri færni í samræðum við hann en ekki til að víkka þinn eigin sjón- deildarhring. Ekkert sem konan á að gera miðar að aukinni sjálfs- þekkingu hennar eða betra sjálfs- mati. Hún er ekkert annað en rif- beinsflís af Adam og hefur engan sjálfstæðan vilja í þokkabót. „Forðastu klura fyndni. Hann treyst- ir Jþvi að Jþú sert yndis- leg, saklaus og hrein..." Vikan 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.