Vikan


Vikan - 14.06.1999, Side 62

Vikan - 14.06.1999, Side 62
Texti: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Itaha netur lengi neiiiað, enöa par að tinna voggu toniistar og menningar. ítalski maturinn er rómaður og á sumrin gefst (s- lendingum kostur á að komast beint í ítölsku stemmninguna á fáeinum klukkustundum, því Flugleiðir bjóða beinar ferðir til Mílanó frá maílokum fram á haust. Þótt Mílanó sé vissulega stór- borg er hún auðveld yfirferðar. Lestarsamgöngur eru sérlega góð- ar og neðanjarðarlestirnar flytja ferðamanninn milli hverfa á örfá- um mínútum. Verslanir bjóða upp á vandaðan fatnað, enda ítalir heimsfrægir fyrir góða hönnun og vandaðar flíkur. [ Mílanó er hægt að upplifa allt; menningu, listir, næturlíf, verslunarferð, markaði og kaffihúsastemmningu. Og alls ekki missa af: Brera: Listamannahverfið Brera tekur stakkaskiptum þegar dimma tekur. Alls staðar eru lítil, falleg kaffihús og stemmningin áVia Fiori Chiari á kvöldin er engu lík. Þar sitja spákonur og spámenn og alls konar varningur fæst á góðu verði, t.d. töskur og handgerð kerti. Þegar gengið er upp Via Fiori Chiari og beygt til hægri liggur leiðin á Corso Garibaldi. Við þá götu máfinna bráð- skemmtilegan bar, Le Trottoir. þar sem sjá má rithöfunda og verðandi fyrirsætur rabba við hverfisbúa, einnig er þarna veit- ingastaðurinn Grand Italia (Corso Garibaldi 9) sem selur ekta, ítalskan, góðan og ódýran mat og elsti barinn í Mílanó, Moscatelli, sem er rekinn af Herra Moscatelli sem er að verða níræður! Scala óperunni: Þetta fræga óperuhús er rétt við Galleria Vittorio Emanuele sem er full af skemmtilegum kaffihús- um. í Scala eru fluttar óperurfrádesember fram á vor, en á sumrin eru settir upp tónleikar í óperuhúsinu og/eða ball- ettsýningar. Þaðervel þess virði að heimsækja þessa glæsilegu bygg- ingu og enda kvöldið á veitingastaðnum Savini í Galleríunni. Þangað kemur fólk sem vill sýna sig og sjá aðra og maður veist aldrei á hvern maður getur rekist þar! Síkjahverfinu: I Navigli. Allt öðruvísi heimur þar sem finna má ótal

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.