Vikan - 06.07.1999, Síða 8
að finna um fasteignaviðskipti.
Það skýtur skökku við að til
skuli vera lög sem vernda neyt-
endur ef þeir kaupa gallað
smjör, en engin ef þeir kaupa
gallaða fasteign!"
Samskipti í gegnum
tölvupóst
Maður ímyndar sér að starf-
inu fylgi oft leiðindi og erill.
Hvað er nú skemmtilegast við
að starfa sem fasteignasali?
„Mér finnst mjög skemmti-
legt að reka mitt eigið fyrirtæki
og fá tækifæri til að byggja það
upp. Ég hef ekki yfirmann sem
segir mér hvernig ég á að gera
hlutina. Ég ber ábyrgðina og
mæti þar með örlögum mínum.
Auðvitað getur þetta verið
mjög erilsamt og í rauninni
stimplar maður sig aldrei úr
vinnunni. Það er hringt heim til
okkar langt fram eftir kvöldi og
síminn byrjar að hringja
eldsnemma á morgnana.
Draumastarfið er ekki til fyr-
irfram, maður verður sjálfur að
gera starfið sitt að draumastarf-
inu. Ég þarf að geta metið
hvort ég hafi gert mitt besta í
hvert sinn sem ég lýk við
ákveðið verkefni og hafi ég gert
það er ég sátt og vonandi einnig
viðskiptavinir mínir.“
Hvernig gengur að hafa eig-
inmanninn sem sinn nánasta
samstarfsmann?
„Það gengur mjög vel.
Reyndar vinnum við aðskilin
störf innan fyrirtækisins þannig
að við vinnum mjög lítið saman
yfir daginn. Oft komum við á
sitt hvorum bflnum í vinnuna,
ég sinni mínum verkefnum sem
tengjast mest skjalafrágangi á
meðan hann verðmetur eignir
og er í sölunni. Samskipti okkar
yfir daginn eru oft ekki mikil og
mikið í formi tölvupósts. Oft
vill það verða þannig, að rétt
fyrir fimm hringjumst við á og
ákveðum hvort okkar fer heim
að sinna börnunum. Mér finnst
það reyndar kostur frekar en
galli að vinna svona mikið sam-
an og það truflar mig ekki
neitt.“
Ert þú hinn eiginlegi yfirmað-
ur Húsakaupa eða deilið þið
stjórnunarstöðunni?
„Meginreglan hjá okkur er að
hér ganga allir í öll störf ef þörf
er á. Við erum alveg laus við að
vera í einhverjum forstjóraleik
en auðvitað taka eigendur allar
stærri ákvarðanir. I fyrra sam-
einuðumst við annarri fast-
eignasölu og til okkar komu
önnur hjón sem höfðu unnið
saman lengi. Þau voru vön svip-
uðu fyrirkomulagi og samstarfið
hér gengur mjög vel. Ég ber
hins vegar ábyrgðina á rekstrin-
um sem löggiltur fasteignasali."
Hvernig sérðu þróunina fyrir
þér á fasteignasölumarkaðnum?
„Ég vill sjá færri og öflugri
fasteignasölur. Hérlendis starfa
margar litlar fasteignasölur á
meðan önnur fyrirtæki eru að
sameinast til að ná fram hag-
ræðingu. Ég tel að öll framþró-
un verði erfiðari sökum smæðar
fyrirtækja í greininni auk þess
sem lausnir á tæknivandamál-
um verða dýrari og erfiðari í
framkvæmd. Fasteignasölur eru
fyrst og fremst þjónustufyrir-
tæki og með því að sameinast er
möguleiki á að bjóða upp á víð-
tæka þjónustu. Ég get tekið sem
dæmi að endurskoðunarfyrir-
tæki og lögfræðistofur eru að
breytast mikið, þau sameinast
og sérhæfast. Ég held að það
sama muni gerast á fasteigna-
sölumarkaðnum á komandi
árum.“
Guðrún hefur ákveðnar
skoðanir á málunum og er
ófeimin við að koma þeim á
framfæri. Hvernig stóð á þvf að
hún bauð sig fram til for-
mennsku í Félagi fasteignasala?
„Ég starfaði árið áður sem
ritari í stjórninni. Þáverandi
formaður félagsins hafði setið
sex ár í formannsembætti og
unnið gott starf en taldi tíma-
bært að leita að arftaka. Hann
kom að máli við mig og satt
best að segja tók ég hann ekki
alvarlega í fyrstu. Ég fann þó
fljótlega fyrir stuðningi margra
félagsmanna í minn garð og því
bauð ég mig fram. Formanns-
starfið er þess að eðlis að því
fylgir mikil vinna og því ekki
mjög eftirsóknarvert í sjálfu sér
til viðbótar við fullt starf með-
fram eigin rekstri.“
Hvernig er kynjahlutfallið á
meðal félagsmanna?
„Ég held að við séum 5-6
konurnar, en karlmennirnir í
kringum 50.“
Hver eru svo helstu verkefni
nýkjörins formanns?
„Það er að halda áfram því
starfi sem hefur verið unnið
fram til þessa. Við erum að
vinna að því að setja upp
heimasíðu félagsins og almennt
að bæta tölvu- og upplýsinga-
málin. Á vegum félagsins starfa
margar nefndir sem vinna að
ýmsum hagsmunamálum og því
miður hefur seinagangur við af-
greiðslu umsókna hjá íbúða-
lánasjóði tekið alltof mikið af
okkar tíma frá áramótum. Ég er
hins vegar bjartsýn á lausn
þeirra mála nú þegar nýr yfir-
maður er kominn til starfa. Ég
vil líka sjá vinnu við fasteigna-
löggjöfina hefjast, enda er það
brýnt hagsmunamál fyrir alla
aðila sem tengjast fasteignavið-
skiptum."
Við látum þetta vera lokaorð
Guðrúnar því umsvifamiklar
kaupsýslukonur hafa nóg að
gera og tíminn er dýrmætur.
„ Draumastarfið er ekki til fyrirfram,
maður verður sjálfur að gera starfið sitt
að að draumastarfinu.“