Vikan - 06.07.1999, Side 11
n og vinnur saman
dóttir, eiga verslunina Lita-
land á Akureyri. Málin þró-
uðust þó á annan hátt hjá
þeim en Sigurði og Höllu
því Litaland var stofnað
1996 og þá vann Ingimar þar
ásamt einum starfsmanni.
Aðalbjörg starfaði á
röntgendeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á þessum
tíma, og hafði hug á að
halda því áfram. Þau fóru
því ekki að vinna saman fyrr
en nokkru síðar, þegar vöxt-
ur Litalands var orðinn það
mikill að þörf var á að bæta
við starfsfólki.
I dag er Ingi-
mar forstjóri fyr-
irtækisins, sér
um daglegan
rekstur og Aðal-
björg er eigandi
og sér um fjármálin. Þau eru
jafnframt bæði starfandi í
versluninni. Aðalbjörg segir
það hafa verið alfarið
áhugamál Ingimars að fara
út í rekstur Litalands, sér-
hæfðrar verslunar þar sem
fólk fengi góða ráðgjöf við
að mála og skreyta heimili
sín. Það hafi vafist fyrir
henni í upphafi að fara út í
þetta með honum, þar sem
hún hafi verið alls ókunnug
þessum geira, en að lokum
hafi hún samþykkt það gegn
því að hann sæi um um-
stangið. En það leið ekki á
löngu uns Aðalbjörg var far-
in að vinna við hlið eigin-
mannsins. "Þegar við sáum
að okkur var farið að vanta
starfsfólk ákvað ég að
minnka við mig vinnuna á
sjúkrahúsinu og fara að
vinna í versluninni. Það leið
þó ekki á löngu þar til ég
hætti alveg á FSA en um-
svifin jukust jafnt og þétt í
Litalandi og því sló ég til þar
sem ég var farin að kunna
vel við mig við hlið Ingi-
mars. Eg sé ekki eftir því.”
Aðalsteinn Arna-
son og Guðrún
Björg Jóhanns-
dóttir sjá heldur ekki eftir
því að hafa farið að vinna
saman, en hún hefur verið
eigandi tískuvöruverslunar-
innar Perfect á Akureyri
síðastliðin 16 ár. Þau hafa
komið saman að rekstrinum
undanfarin 6 ár og til að
byrja með voru þau saman í
versluninni allan daginn.
"Það gekk mjög vel og í
raun hefur okkur aldrei
gengið jafn vel að vinna
L YSING HEFUR AHRIFA UTI
Í0»
saman, eins og þegar við
vorum saman 24 tíma sólar-
hringsins," segir Aðalsteinn
kíminn. í dag er meiri
verkaskipting á milli þeirra.
Aðalsteinn vinnur í verslun-
inni og þau hafa starfsstúlku
þar í fullu starfi. Guðrún er
meira heima og sér um bók-
haldið og fjármálin, ...
"þetta skemmtilega lendir á
mér," segir hún en á álags-
tímum vinnur hún jafnframt
í versluninni.
Guðrún segir að svo skrít-
ið sem það sé, þá gerist það
frekar í dag en áður, að þeg-
ar þau vinni saman í versl-
uninni verði vart við smá
pirring á milli þeirra. Aðal-
steinn hlær að þessu og svar-
ar því til að hann sé orðinn
svo vanur að vera "bossinn"
... "að ég geng um og skipa
henni fyrir. „Brjóta þetta
saman! - Ganga frá þessu!"
En hvort þykir þeim
skemmtilegra að vinna sam-
an allan daginn, eins og var
áður, eða hafa hlutina eins
og þeir eru núna? Guðrún
er fyrri til svars: "Mér fannst
mjög skemmtilegt þegar við
vorum saman allan daginn
og hefði ekkert á móti því.
Það gekk svo vel."
óraflefi
«0
Ingimar og Aðalhjörg: " íþröttir og
göngutúrar eru okkar ánxgjiisliuidir utan
vinnininar og .samciginlcg álinganiál.
Þcssar stundir cru nijög styrkjandi og
niikilvægar fyrir sauiliandiö þcgar vift
vinninii svona sanian."