Vikan


Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 11

Vikan - 06.07.1999, Blaðsíða 11
n og vinnur saman dóttir, eiga verslunina Lita- land á Akureyri. Málin þró- uðust þó á annan hátt hjá þeim en Sigurði og Höllu því Litaland var stofnað 1996 og þá vann Ingimar þar ásamt einum starfsmanni. Aðalbjörg starfaði á röntgendeild Fjórðungs- sjúkrahússins á þessum tíma, og hafði hug á að halda því áfram. Þau fóru því ekki að vinna saman fyrr en nokkru síðar, þegar vöxt- ur Litalands var orðinn það mikill að þörf var á að bæta við starfsfólki. I dag er Ingi- mar forstjóri fyr- irtækisins, sér um daglegan rekstur og Aðal- björg er eigandi og sér um fjármálin. Þau eru jafnframt bæði starfandi í versluninni. Aðalbjörg segir það hafa verið alfarið áhugamál Ingimars að fara út í rekstur Litalands, sér- hæfðrar verslunar þar sem fólk fengi góða ráðgjöf við að mála og skreyta heimili sín. Það hafi vafist fyrir henni í upphafi að fara út í þetta með honum, þar sem hún hafi verið alls ókunnug þessum geira, en að lokum hafi hún samþykkt það gegn því að hann sæi um um- stangið. En það leið ekki á löngu uns Aðalbjörg var far- in að vinna við hlið eigin- mannsins. "Þegar við sáum að okkur var farið að vanta starfsfólk ákvað ég að minnka við mig vinnuna á sjúkrahúsinu og fara að vinna í versluninni. Það leið þó ekki á löngu þar til ég hætti alveg á FSA en um- svifin jukust jafnt og þétt í Litalandi og því sló ég til þar sem ég var farin að kunna vel við mig við hlið Ingi- mars. Eg sé ekki eftir því.” Aðalsteinn Arna- son og Guðrún Björg Jóhanns- dóttir sjá heldur ekki eftir því að hafa farið að vinna saman, en hún hefur verið eigandi tískuvöruverslunar- innar Perfect á Akureyri síðastliðin 16 ár. Þau hafa komið saman að rekstrinum undanfarin 6 ár og til að byrja með voru þau saman í versluninni allan daginn. "Það gekk mjög vel og í raun hefur okkur aldrei gengið jafn vel að vinna L YSING HEFUR AHRIFA UTI Í0» saman, eins og þegar við vorum saman 24 tíma sólar- hringsins," segir Aðalsteinn kíminn. í dag er meiri verkaskipting á milli þeirra. Aðalsteinn vinnur í verslun- inni og þau hafa starfsstúlku þar í fullu starfi. Guðrún er meira heima og sér um bók- haldið og fjármálin, ... "þetta skemmtilega lendir á mér," segir hún en á álags- tímum vinnur hún jafnframt í versluninni. Guðrún segir að svo skrít- ið sem það sé, þá gerist það frekar í dag en áður, að þeg- ar þau vinni saman í versl- uninni verði vart við smá pirring á milli þeirra. Aðal- steinn hlær að þessu og svar- ar því til að hann sé orðinn svo vanur að vera "bossinn" ... "að ég geng um og skipa henni fyrir. „Brjóta þetta saman! - Ganga frá þessu!" En hvort þykir þeim skemmtilegra að vinna sam- an allan daginn, eins og var áður, eða hafa hlutina eins og þeir eru núna? Guðrún er fyrri til svars: "Mér fannst mjög skemmtilegt þegar við vorum saman allan daginn og hefði ekkert á móti því. Það gekk svo vel." óraflefi «0 Ingimar og Aðalhjörg: " íþröttir og göngutúrar eru okkar ánxgjiisliuidir utan vinnininar og .samciginlcg álinganiál. Þcssar stundir cru nijög styrkjandi og niikilvægar fyrir sauiliandiö þcgar vift vinninii svona sanian."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.