Vikan - 06.07.1999, Síða 14
íslendingar hafa löngum þótt
duglegir að ferðast, líka ffyrir
daga bilsins. Bilafloti lands-
manna stækkar óðum og má þvi
ætla að margir noti sumarið til að
ferðast um landið á nýja bílnum.
Fjölskyldur á ferðalagi
þurfa að huga að hin-
um ýmsu þáttum til að
fullkomna ferðalagið. Sumir
eru mjög skipulagðir í eðli
sínu og standa klárir á hverju
einasta smáatriði þegar brott-
farardagurinn rennur upp.
Aðrir treysta á Guð og lukk-
una.
Hinir síðarnefndu ættu
kannski að renna yfir eftirfar-
andi atriði, það gæti komið að
gagni í ferðalaginu.
Nokkur atriði sem allir
ferðalangar ættu að
hafa í huga og/eða
taka með sér:
.= C
S 0
5 2
ra iC
9) ra
*f
5* 'Ö)
oi w
n 5
S L
n
x E
• Sjúkrakassi í bílinn. Slysin
gera ekki boð á undan sér
og því er nauðsynlegt að
hafa slíkan kassa við hönd-
ina.
Varadekk, verkfæri og
áhöld til að skipta um
dekk.
• Landakort eða vegahand-
bók, sérstaklega fyrir þá
sem eru að fara í lengri
ferðalög og á óþekktar
slóðir.
• Vatn í plastflösku. Getur
bæði komið sér vel fyrir
þyrsta ferðalanga og bílinn.
Sundföt, handklæði og kúta
fyrir þá sem eru ósyndir.
Hvort sem gist er í sumar-
húsi, tjaldi eða á hóteli er
alltaf hægt að finna sund-
laug í nágrenninu. Fátt
gleður börnin meira en
óvænt sundferð.
• Pollagallar á alla fjölskyld-
una. Við búum nú einu
sinni á íslandi og getum því
alltaf búist við hinu versta
þegar veðrið er annars veg-
ar. Gerum veðrið að vini
okkar og njótum þess að
ferðast, í hvaða veðri sem
er.
• Gott vasaljós eða lugt.
• Leikföng fyrir börnin,
magnið er háð því hversu
lengi á að ferðast. Sé um
mjög langa ökuferð að
ræða er nauðsynlegt að
stoppa öðru hverju, leyfa
börnunum að teygja úr sér
og komast á klósett eða til
að skipta á þeim.
• Sólarvörn fyrir börn. ís-
lenska sólin getur leynt á
sér og því er gott að bera
sterka vörn á andlitin þegar
vel viðrar.
• Nóg af aukafatnaði fyrir
yngri kynslóðina, sérstak-
lega ef ferðalagið á að
standa í nokkra daga.
Drullupollar hafa ótrúlegt
aðdráttarafl og því er betra
að hafa nóg af fötum til
skiptanna.
Tjaldútilega
Aðalmálið í tjaldútilegunni
er að vera í vatnsheldu tjaldi.
Pað er mjög gott að yfirfara
tjaldið nokkrum dögum áður
en haldið er af stað og sjá
hvort einhver göt eða misfell-
ur leynast í því.
Svefnpokar og sængur þurfa
að sjálfsögðu að vera í lagi og
ekki er verra að kippa dýnum
með. Á markaðnum er mikið
úrval af alls kyns dýnum sem
eru fyrirferðarlitlar og því
þægilegt að henda þeim með í
bflinn. Margir eru vanafastir
og vilja bara sofa með sinn
eigin kodda sem er líka í góðu
lagi í tjaldinu.
Ef gista á í tjaldinu í fleiri
en eina nótt er nauðsynlegt að
hafa með sér einhvers konar
hitaútbúnað svo sem prímus.
Varast ber alla meðferð elds í
kringum prímusinn því mörg
alvarleg slys hafa orðið af
völdum gassprenginga.
Kælibox eru mjög hentug
geymsla undir matinn. Hægt
er að kaupa pakkningar sem
settar eru í frysti og síðan
stungið ofan í boxið. Pakkn-
ingarnar halda matnum lengur
ferskum og köldum. Kælibox-
in fást í mörgum stærðum og
gerðum.
Pappadiskar og glös þurfa
að vera í farangrinum en
margir eiga mataráhöld úr
harðplasti sem endast mun
lengur. Gallinn við þau er
uppvaskið!
Nauðsynlegt er að hafa grill
eða litla hellu til að geta eldað
mat. Hægt er að fá lítil,
einnota grill á 300 kr. og allt
upp í tugi þúsunda króna gas-
grill á bensínstöðvum. Það er
ekki hægt að borða eingöngu
samlokur og snakk í útilegu,
eitt alvöru grillkvöld er algjört
lágmark!
í sumarbústaðinn
Sumarbústaðir sem eru í
leigu á vegurn verkalýðsfélaga
og einkaaðila eru misjafnlega
vel útbúnir. Gott er að hringja
í staðarhaldarann eða við-
komandi félag og fá nákvæm-
ar upplýsingar um hvaða fylgi-
hlutir eru í bústaðnum. í flest-
um bústöðum er að finna
sængur og kodda en sængur-
ver og koddaver í fæstum til-
vikum. Það getur orðið dýrt
spaug að þurfa að kaupa
kodda- og sængurver fyrir
fimm manna fjölskyldu!
Handklæði, viskastykki og
hreinlætisvörur er að finna í
einstaka bústað. Gerið samt
frekar ráð fyrir að þetta sé
ekki til staðar. Það er betra að
hafa of mikið en of lítið ef þið
eruð langt frá verslun.
Sykur, krydd og kaffi vill oft
gleymast þegar verslað er inn í
sumarbústaðarferðina en
reynið að hugsa um alla þá
hluti sem þið notið á einum
14 Vikan