Vikan


Vikan - 06.07.1999, Page 22

Vikan - 06.07.1999, Page 22
Texti: Hrund Hauksdóttir X ^ v ' Ertu orðin f^pt á að maula sam- loku við skrifborðið í hádeginu eða hita þér núðlusúpu inni á loftlausri kaffistofunni? Slepptu því þá! Lög- um samkvæmt er hádegishiéið í vinnunni þinn eigin tími og þú ræður því fuilkomiega hvernig þú kýst að eyða honum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef fólk yfirgef- ur vinnustað sinn í hádeginu kem- ur það mun hressara aftur til vinnu eftir hádegi. Það er okkur nauð- synlegt að skipta um umhverfi til að okkur líði vel og það skilar sér líka í auknum afköstum. En það er iika hægt að gera margt skemmtilegra í hádeginu en að bíða hálfan matartímann eftir þjónustu á veitingahúsum. Maður hreinlega nýtur ekki fritímans síns með því að gleypa í sig mat í stresskasti og reka á eftir sveittum þjónum með reikninginn. Hér á eftir koma 15 hugmyndir um hvernig megi njóta hádegisins: hadegisms! Drifhvítar strendur, pálmatré og spenn- andi strákar til aö daðra viö ... Eftir hverju ertu aö bíöa? Drífðu þig á næstu ferðaskrif- stofu og pantaðu ferð til suðrænna landa fyrir þig og vinkonurnar. Ef þú hefur ekki efni á því þá skaltu allavega taka með þér litskrúðuga ferðabæklinga til að hafa í skrifborðsskúffunni og skoða þegar þú vilt láta þig dreyma. Hádegið er kjörinn tími til að fara í líkams- rækt. Þá losnar þú við að þurfa að vakna fyrir allar aldir til að hamast áður en vinnan hefst eða að mæta dauðþreytt í ræktina að vinnudegi loknum. Flestallar líkamsræktar- stöðvar bjóða upp á tíma í hádeginu sem eru sniðnir að þörfum vinnandi fólks. Með því að leggja stund á líkamsrækt í hádeg- inu kemst þú líka hjá þeirri freistingu að borða mikla máltíð, það gefst einfaldlega ekki tími til þess. Að auki er líklegt að þú tímir ekki að spilla jákvæðum áhrifum lík- amsræktartímans með óhóflegu áti.Tvær flugur slegnar hér í einu höggi! Farðu á hárgreiðslustofu og láttu snyrta hárið. Sláðu til og fáðu þér djúpnæringu í leiðinni. Taktu góða gönguskó með þér í vinnuna og sprettu úr spori í hádeginu. Gakktu rösklega og sveiflaðu handleggjunum með. Taktu með þér vasadiskó til að fjör færist í leikinn og vatnsbrúsi er nauðsynlegur til að svala þorstanum þegar þú ferð að svitna. Holl hreyfing og ferskt loftið munu bæta líðan þína og hressa þig á alla lund. Ekki er verra að hafa með sér banana ef svengd gerir vart við sig því þeir eru miklir orku- gjafar. Pantaðu þér naglasnyrtingu á snyrtistofu í nágrenninu. Á meðan getur þú slappað af og látið hugan reika eða átt skemmtilegt samtal við snyrtifræðinginn. Er vikan búin að vera erfið og þér finnst allt ómögulegt? Þá skaltu skyggnast inn í framtíðina með aðstoð tarotspila. Keyptu þér spilastokk með leiðbeiningum um hvernig skuli lesa úr spilunum eða farðu til spennandi spákonu. Það er alltaf hægt að krydda tilveruna með dularfullum spádóm- um sem lofa ferðalögum, peningum og fal- legum mönnum... Lestu góða bók. í hádeginu er tilvalið að setjast inn á bókakaffihús eins og Súfist- ann, sem er á annarri hæð í Bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum. Kaffihúsið er reyklaust og andrúmsloftið einkennist af kaffi, góðum bókum og spennandi tímarit- um. Húðhreinsun í hádeginu er frábær hug- mynd. Þú getur lagst út af á þægilegum bekk, vafin inn í dúnmjúktteppi og látið hreinsa og nudda á þér húðina. Hvað með það þótt þú verðir svolítið þrútin þegar þú kemur aftur til vinnu? Það jafnar sig fljótt og húðin mun launa þér hugulsemina. Skrepptu í Ijós. Það er fátt sem jafnast á við að slaka á eða jafnvel blunda í smá- stund á Ijósabekk. Heitt steypibað á eftir og gott rakakrem lætur þér líða sem þú sért endurnærð. Að auki ertu komin með hraustiegra útlit. 10. Hittu manninn þinn heima hjá ykkur ef þið búið ekki langtfrá vinnustað. Þú munt mæta til vinnu eftir hádegi með roða í kinnum og aðeins úfið hár. Þú segist bara hafa verið á Ijósastofunni! 11 Fáðu samstarfsfélaga með þér í að útbúa körfu með gómsætu nesti, takið svo með ykkur teppi og komið ykkur vel fyrir í Hljómskálagarðinum eða Grasagarðinum. Við eigum það til að gleyma þessum perl- um sem skarta sínu fegursta á sumrin. Sannkallaðir sælureitir innan höfuðborgar- innar. Að sjálfsögðu veljið þið sólríkan dag til að gera þetta. 12. Hafðu samband við gamla vinkonu sem þú hefur ekki heyrt í lengi og stingdu upp á að þið hittist á kaffihúsi í hádeginu. Þið getið skemmt ykkur konunglega við að rifja upp liðna tíð. Ef þú nærð ekki í hana eða ef hún er flutt af landinu þá er tilvalið að fara ein á kaffihús og skrifa henni al- mennilegt bréf. 13. Gefðu blóð. Hringdu í Blóðbankann og kynntu þér hvernig þú eigir að bera þig að. Það er góð tilfinning að leggja sitt af mörk- um til að hjálpa öðrum. Notaðu hádegið til að skoða alla sætu strákana sem virðast skríða út úr hverju skoti þegar sumarið kemur. Fáðu kven- kynsvinnufélaga með þér, finnið ykkur heppilegan „útsýnispall", setjið upp sól- gleraugun og mælið gæjana út. Þetta gera þeir við okkur! 15. Víða er hægt að kaupa mjög falleg, af- skorin blóm. Láttu eftir þér að kaupa bústinn blómvönd og hafðu hann á skrif- borðinu þér til yndisauka og ánægju.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.