Vikan


Vikan - 06.07.1999, Side 32

Vikan - 06.07.1999, Side 32
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson og fleiri Blómapottar Tiskubylgjur koma fram í blóma- pottum eins og í öllu öðru. Grár litur er ríkjandi í húsbúnaði og smáhlutum. Gráir blómapottar eru til í miklu úrvali í Blómavali Sumarið er tími blómanna. Garðarnir skarta sínu fegursta og pottaplönturnar hamast við að vaxa. Blómapottar geta verið litlausir og fallið inn í hús- búnaðinn en þeir geta líka skreytt sitt umhverfi á skemmtilegan hátt. Ef þig langar til að breyta heima hjá þér eða í vinnunni, af hverju kaupirðu þér ekki nýjan blómapott? Hann þarf ekki að kosta mikið. Hér á opnunni má finna blómapotta öllum stærðum og gerðum, bæði nýtískuiega og þessa sígildu. þar sem finna má eitt mesta úr- val landsins af blómapottum. Ekki nóg með að grátt sé ríkj- andi, körfur eru líka orðnar mjög vinsælar undir blóm sem og alla aðra hluti. Gráa karfan kostar 949 kr. Grái leirpotturinn kostar 599 kr. Oliumálningu og terpentinu er blandað saman i litla skál og siðan eru pottarnir grunnaðir með pensli. Eftir að málningin hefur þornað er upplagt að teikna mynstur og mála eins og dökkbláu pottarnir eru á myndinni að ofan. Gefðu gamla blómapottinum nýtt líf! Gamlir leirpottar öðlast nýtt líf með málningu. Sé ætlunin aö geyma pottana úti er nauð- synlegt að kaupa vatnshelda málningu. Til að fá áferð eins og er á blómapottunum á myndinni þarf að blanda olíumálningu og terpentínu saman í skál. Prófaðu litinn á litlum fleti á pottinum. Ef þér finnst liturinn of Ijós skaltu bæta meiri olíumálningu í skálina. Láttu grunnmálninguna þorna i tvo daga. Til að mála skemmtileg mynstur á pottana er gott að teikna þau inn á með blýanti. Til aö fá þennan „hráa“ stil i mynstrin þarf líka að blanda örlítið af terpentínu út í málning- una. Málningin þarf tvo daga til að þorna.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.