Vikan


Vikan - 06.07.1999, Side 37

Vikan - 06.07.1999, Side 37
Pálína Benjamínsdóttir færir okkur uppskrift Vikunnar að þessu sinni. Fiskrétturinn er ein- faldur í undirbúningi og er fremur ódýr. Hann er afar bragðgóður og vekur ávallt lukku að sögn Pálínu. Vikan þakkar henni framlag sitt og sendir henni glæsilegan konfektkassa frá Nóa-Sír- íusi. Fiskréttur með banana og kókos 400-500 g ýsuflök 1 stór banani kókosmjöl karrí aromat ostur Ýsuflökin eru roðflett, beinhreinsuð og skorin í bita. Þeim er síðan raðað í eldfast mót. Kryddið fiskinn með karríi og aromati eftir smekk. Því næst er bananinn skorinn í sneiðar og honum raðað yfir fiskinn. Stráið kókosmjöli yfir. Að lokum er ostsneiðunum raðað yfir réttinn. Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 30-40 mín. Fiskréttinn er best að bera fram með kartöflum og fersku grænmeti eða hrís- grjónum. Verði ykkur að góðu!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.