Vikan - 06.07.1999, Síða 62
RQ&
unnar
Ekki missa af...
... verðlaunasmásögunni sem við birtum í næstuViku! Okkur bárust
fjölmargar frábærar sögur og dómnefndin hefur setið með sveittan skallann við að
velja þá bestu. Eftir standa fjórar þeirra og við mælum eindregið með því að enginn
missi ekki af verðlaunasögunni sem verður í næsta tölublaði Vikunnar.
í þessari viku er það lögreglan í Reykjavík sem fær
Rós Vikunnar. Það er Sigríður Guðmundsdóttir sem
sendir henni kærar kveðjur og þakklæti og telur að
lögreglan eigi skilið að fá Rós Vikunnar.
„ Satt þest að segja sé ég sjaldan lögregluþjón á göt-
um þorgarinnar, en ég komst að því um daginn, með-
an ég hafði tvo Þjóðverja í heimsókn, að lögregluþjón-
ar eru sjáanlegir í borginni og mjög hjálpsamir og
elskulegir að auki. Þessir gestir mínir þvældust mikið
um miðbæinn á eigin vegum, þeir notuðu strætisvagn-
ana og gengu mikið innan þorgarinnar og utan. Þeir
höfðu sérstaklega á orði að lögreglan hér væri svo
hjálpleg og þægileg að það væri ekkert vandamál að
rata; ef maður villtist væri bara að snúa sér til lögregl-
unnar og hún gæti alltaf leiðbeint manni. Ég minntist á
þetta við tengdadóttur mína sem vinnur í ferðamanna-
geiranum og hún sagði að hún hefði oft heyrt þetta frá
útlendingum."
Mæli Sigríður kvenna heilust og við á Vikunni vonum
og trúum að lögreglan á íslandi haldi þessari einkunn,
þæði meðal útlendinga og landa sinna, í framtíðinni.
Rós Vikunnar
Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef
svo er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi
2,101 Reykjavík" og segðu okkur hvers vegna. Einhver
heppinn verður fyrir valinu og fær sendan glæsilegan
rósavönd frá Blómamiðstöðinni.
... lautarferðum. Ef sólin skyldi nú heiðra okkur íslendinga með nærveru
sinni í sumar er tilvalið að nota tækifærið og skella sér í lautarferð með elskunni
sinni eða fjölskyldunni. Það þarf ekki að fara langt til að ferðin nái tilgangi sínum.
Þingvellir eða Heiðmörk eru sígildir útivistarstaðir með fjöldann allan af iautum en
einnig er hægt að fara upp í Öskjuhlíð. Smyrjið gott nesti, takið með fallegan dúk
og stingið flösku af góðu rauðvíni ofan í körfuna. Njótið dagsins.
... Dior varalitunum sem haldast glerfínir á vörunum allan
daginn. Þeir fást í ýmsum litum og hafa góða áferð. Þú getur bókað að
þú verðir með kyssilegar varir langt fram eftir degi og enginn hætta er
á því að hann verði samferða hádegismatnum þínum. Þessi litur held-
ur sig á sínum stað!
no
... brúnkuán
SÓIar! Langflestir eru
orðnir meðvitaðir um
skaðsemi Ijósabekkja
fyrir húðina en finnst
samt tilheyrandi að
vera brúnir og hraust-
legir á sumrin. Næg
útivera hjálpar til þess
að fá lit á húðina en til
er annar kostur og
það eru Tan Towel
blautþurrkurnar sem
framkalla brúnan
húðlit. Þær eru ein-
faldar í notkun og
gera húðina hvorki
skellótta né appel-
sínugula. Blaut-
þurrkunni er nudd-
að á húðina og ár-
angurinn kemur í
patent pending , . IjÓS eftir U.þ.b. tvær
......... .. 'í '; klukkustundir.
Þetta er frábær
lausn fyrir þá sem
vilja fá hraustlegt og gott útlit en hafa ekki
tíma fyrir sólböð eða þola þau illa. Tan Towel
er viðurkennt af Hollustuvernd íslands.
strsakii^S