Vikan


Vikan - 20.07.1999, Síða 10

Vikan - 20.07.1999, Síða 10
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Oddrún og Bryndís Magnúsdætur á Akureyri lærðu silfursmíði og mósaík á Ítalíu. Mósaíksystur Svo lengi sem þær systur muna eftir sér hafa þær haft áhuga á mósaík og gerð mósaíkmuna. Búseta á Ítalíu ýtti enn frekar undir áhugann og eftir að hafa farið í fjögurra ára nám í silfursmíði í Flór- ens létu þær verða af því að læra mósaíkgerð. í dag eiga þær galleríið Skraut- lu í göngugötunni á Akur- eyri ásamt frænku sinni, Margréti Jónsdóttur leir- listakonu. Oddrún og Bryndís bjuggu í Flórens á Ítalíu í átta ár. Þær stunduðu nám í silfursmíði og listnámi því tengdu frá 1990 til 1994 en fóru nokkru síðar á námskeið í mósaík sem heillaði þær svo mikið að silfursmíðin varð undir. Fjölbreytni í mósaíkinu Þær systur hafa aðallega unnið mósaíkmuni síðustu mánuði en þær gerðu lítið af því á Ítalíu. Þar unnu þær hins vegar mikið í silfri og smíðuðu skartgripi meðan þær voru í skólanum og af- raksturinn af þeirri vinnu var gjarnan seldur á götu- mörkuðum. Þær hafa ekkert komið nálægt silfrinu eftir að þær fluttu heim en það stendur til bóta enda dót til þeirrar iðju á leiðinni til þeirra frá Italíu. Oddrún og Bryndís hafa því í hyggju að koma sér upp vinnustofu fyrir silfur- smíðina og betri aðstöðu til mósaíkgerðarinnar. Þær langar í frekara nám á þeim vettvangi því svo margt skemmtilegt og spennandi er hægt að gera í mósaíkinu að þeirra sögn, bæði í gler og marmara, sem því miður er erfitt að nálgast hér á landi. Eins hafa þær áhuga á gerð stærri muna og að nota íslenska steina frá afa þeirra. „Það er voða gaman að vinna mósaíkið hérna heima,“ segir Oddrún þegar blaðamaður og ljósmyndari Vikunnar hittu systurnar í galleríinu þeirra innan um alla mósaíkmunina. Maður ímyndar sér að mósaíkmun- ir skilji eftir sig flísar hér og 10 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.