Vikan


Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 10

Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 10
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Oddrún og Bryndís Magnúsdætur á Akureyri lærðu silfursmíði og mósaík á Ítalíu. Mósaíksystur Svo lengi sem þær systur muna eftir sér hafa þær haft áhuga á mósaík og gerð mósaíkmuna. Búseta á Ítalíu ýtti enn frekar undir áhugann og eftir að hafa farið í fjögurra ára nám í silfursmíði í Flór- ens létu þær verða af því að læra mósaíkgerð. í dag eiga þær galleríið Skraut- lu í göngugötunni á Akur- eyri ásamt frænku sinni, Margréti Jónsdóttur leir- listakonu. Oddrún og Bryndís bjuggu í Flórens á Ítalíu í átta ár. Þær stunduðu nám í silfursmíði og listnámi því tengdu frá 1990 til 1994 en fóru nokkru síðar á námskeið í mósaík sem heillaði þær svo mikið að silfursmíðin varð undir. Fjölbreytni í mósaíkinu Þær systur hafa aðallega unnið mósaíkmuni síðustu mánuði en þær gerðu lítið af því á Ítalíu. Þar unnu þær hins vegar mikið í silfri og smíðuðu skartgripi meðan þær voru í skólanum og af- raksturinn af þeirri vinnu var gjarnan seldur á götu- mörkuðum. Þær hafa ekkert komið nálægt silfrinu eftir að þær fluttu heim en það stendur til bóta enda dót til þeirrar iðju á leiðinni til þeirra frá Italíu. Oddrún og Bryndís hafa því í hyggju að koma sér upp vinnustofu fyrir silfur- smíðina og betri aðstöðu til mósaíkgerðarinnar. Þær langar í frekara nám á þeim vettvangi því svo margt skemmtilegt og spennandi er hægt að gera í mósaíkinu að þeirra sögn, bæði í gler og marmara, sem því miður er erfitt að nálgast hér á landi. Eins hafa þær áhuga á gerð stærri muna og að nota íslenska steina frá afa þeirra. „Það er voða gaman að vinna mósaíkið hérna heima,“ segir Oddrún þegar blaðamaður og ljósmyndari Vikunnar hittu systurnar í galleríinu þeirra innan um alla mósaíkmunina. Maður ímyndar sér að mósaíkmun- ir skilji eftir sig flísar hér og 10 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.