Vikan


Vikan - 20.07.1999, Page 40

Vikan - 20.07.1999, Page 40
Texti: Margrét V. Helgadóttir Heilsumolar Ertu að berjast við sykurlöngunina? Sumarið er upplagður tími til að byrja að hreyfa sig af alvöru • Tyggðu sykurlaust tyggigúmmí. Þú getur blekkt magann í smá- stund með því að láta munninn vinna. • Skerðu greip niður í þunnar sneiðar og geymdu í ísskápnum. Þegar sykurlöngunin vaknar er um að gera að sjúga eina greipsneið. Greip endist vel og þú finnur greinilegt sykur- bragð. Ef þú getur hald- ið þig við greipið, ertu í góðum málum því í einni þunnri sneið eru einung- is 4 kaloríur. • Bættu strásætu út í ávaxtate, þar með færðu sykurbragð í munninn. • Að drekka vatn er frá- bær megrunaraðferð. • Að ganga, hlaupa og synda er allt mjög góð hreyfing. Reyndu að skipuleggja þá hreyfingu sem hentar þér best. Gott er að fara út á sama tíma og haga öðrum verkefnum eftir því. Næst þegar vinkonan eða eigin- maðurinn biður þig að koma með sér í bæinn á sama tíma og þú ætlar að hreyfa þig, þá getur þú svarað því til að því miður sért þú upptekin. • Ef þú ert á leiðinni í meiriháttar megrun og ætlar að losna við mörg kíló þarftu að hreyfa þig 5-6 sinnum í viku, í allt að 20-60 mínútur í hvert skipti. Finndu ein- hverja íþrótt sem þér finnst skemmtileg, þannig að þú hafi gaman af því að takast á við verkefnið. Passaðu þig á að ofreyna þig ekki. Það er miklu betra að byrja hægar og hafa skýr markmið en að vera hlaupandi í tíma og ótíma og gefast svo upp. Ef þú kemst ekki í líkamsræktina þá getur þú gert ýmislegt til að halda þér í formi. Margir rugla saman hungri og þorsta. Með því að drekka mikið af vatni kemur þú í veg fyr- ir hungurtilfinningu auk þess sem vatnsdrykkja er bráðholl. Allir helstu megrunarkúrar og öll heilsuræktarprógrömm mæla með mikilli vatns- drykkju, helst einum til tveimur lítrum á dag. • Varastu litlu bitana sem þú nartar í yfir daginn. Þegar þú leggur saman allt það sem þú hefur í þig látið gæti þér brugðið. Reyndu að borða skipulega: Morg- unverð, hádegis- mat, síðdegis- og kvöldmat og sleppa öllum milli- bitum. • Mundu að við 30 mínútna, mikla hreyfingu brennir þú 300 hitaeinung- um sem er jafn mikið og venjuleg samloka inniheld- ur. Reyndu að gera þér grein fyrir hita- einingafjöldanum sem þú innbyrðir. • Gakktu hratt á leiðinni út í búð eða á barna- heimilið. Hröð ganga eykur brennsluna í lík- amanum. • Ef þú ert mjög tíma- bundin, skaltu reyna að losna tíu mínútum fyrr úr hádegismatnum og fara út í göngutúr. Þú getur líka farið út að hjóla á meðan kartöfl- urnar sjóða. • Fyrir þá sem eru yngri en 35 ára er nauðsynlegt að hreyfa sig a.m.k. þrisvar sinnum í viku í 20 mínútur í hvert skipti. Mælt er með hlaupum, kraftgöngu, tennis, bad- minton eða að hjóla hratt. Hinir yngri ifegj Mælt er með golfi, hjól reiðum, sundi og léttri göngu. Að sjálfsögðu verður hver og einn að finna sér sinn hraða og haga æfing- um eftir getu. betur mikla áreynslu og að sjálfsögðu styrkist hjartað í leiðinni. • Fyrir þá sem eru eldri en 35 ára er líka nauðsyn- legt að hreyfa sig a.m.k. þrisvar sinnum í viku. Á meðan fólk er að koma sér í gott form er mælt með töluverðri brennslu en fyrir hina sem eru að halda sér í formi er um að gera að finna sér hreyfingu við hæfi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.