Vikan


Vikan - 30.07.1999, Side 34

Vikan - 30.07.1999, Side 34
Þar sem hvert hráefni er látið njóta sín til fullnustu Athugið! Allar uppskriftir eru fyrir fjóra ef annað er ekki tekið fram. Lambalundir (3-4 stk. á mann) grill- aðar með hvítlauk og humar (1-2 stk. á mann). Krydd á lambalundir: Hvítlaukur, salt (sjávarsalt) og pipar. Kryddlögur: 1 msk. tómatmauk 1 dl. ólífuolía 1 msk. fersk steinselja 2 hvítlauksgeirar aromat eftir smekk. Hugmynd að meðlœti: Léttsoðið brokkolí, bakaðar kartöflur og ferskar gulrætur eru „nammigott“ með grill- matnum. Aðferð: Setjið lundir í marineringu 1-2 klst. fyrir steikingu. Humarinn er skorin eftir endilöngu. Undirbúið meðlæti í réttri röð, byrjið á eldun á því sem tekur lengstan tíma að elda, t.d. kartöflur. Forsjóðið græn- meti með því að hita vatn að suðu og skella grænmetinu ofan í pottinn u.þ.b. 30-60 sekúndur, kælið eða setjið til hliðar. Hápunktur matarundirbúningsins er síðan þegar allir þættir matreiðslunnar koma saman í lokin, vonandi í stór- fenglegum lokatón. Samsetning réttar: Grillið er stillt á hámarkshita og það haft vel heitt fyrir lundir og/eða humar, kartöflurnar eru tilbúnar og vatnið far- ið að sjóða fyrir grænmeti eða búið að undirbúa það fyrir upphitun á grillinu. Nú er komið að því lundirnar eru settar á grillið og penslaðar með hvít- laukssmjöri. Pær eru kryddaðar og steiktar hæfilega; mér finnst best að léttsteikja þær í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Á sama tíma þarf að grilla humar eða pönnusteikja með hvítlaukssmjöri í u.þ.b. mínútu á hvorri hlið. Gott er að setja örlítið af sítrónusafa eða hvítvíni á pönnu með hvítlaukssmjöri og krydda smjörið ef með þarf. Verði ykkur að góðu! ‘II 03 &> (fi V 0« c. O: (fi 0 3 U 0« c. 0« (fl (D ■o </> </) o 3 V &>; 5' w </> o 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.