Vikan


Vikan - 24.08.1999, Qupperneq 54

Vikan - 24.08.1999, Qupperneq 54
Eg hef alltaf ver- ið mjög at- hafnasamur. Frá því ég var barn var ég mikið í íþróttum og allt líf mitt snerist um fótbolta á unglingsárunum. í mér er mikill metnaður og hann rak mig áfram, bæði í íþróttun- um og síðar í starfi. Ég gift- ist tiltölulega ungur og fljót- lega vorum við komin með þrjú börn. Líkt og gefur að skilja var oft þröngt í búi fyrstu árin. Mér nægði held- ur ekki að búa í þröngri En þessi stund á spítal- anum varð til að opna augu mín fyrir því að ég hafði leyft börnunum mínum að vaxa úr grasi án þess að þekkja nokkurn tíma föður sinn. blokkaríbúð og keyra Skoda. Ég vildi njóta alls sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég stofnaði því fyrir- tæki með vini mínum og við lögðum nótt við dag í að koma því á laggirnar. Konan mín sá um heimilið og börn- in og vann með okkur í fyr- irtækinu þegar færi gafst. Engan þarf í sjálfu sér að undra þótt áður en varði værum við kominn í þann hóp sem hefur það hvað best fjárhagslega í þessu þjóðfélagi okkar. Oft er það sagt að þeir sem hafi mikinn metnað sjá- ist ekki fyrir og gleymi and- legu verðmætunum í stöð- ugu kapphlaupi sínu við að ná lengra. í mínu tilfelli reyndist þetta rétt því ég hafði aldrei tíma til að rækta fjölskylduna. Starf mitt út- heimti auk þess miklar fjar- vistir frá heimilinu svo lang- tímum saman kom ég ekki einu sinni heim á næturnar. Konan mín gafst fljótlega upp á manni sem sárasjald- an sást heima hjá sér og tók lítinn sem engan þátt í fjöl- skyldulífinu. Hún var einnig ákveðin í að gera eitthvað fyrir sjálfa sig, vildi mennta sig og taka þátt í atvinnulíf- inu, en þegar ég veitti henni engan stuðning í þeirri við- leitni hennar ákvað hún að betra væri að vera ein. Þá væri hún að minnsta kosti laus við að ergja sig yfir til- litsleysi mínu. Ég taldi að með því að hvetja hana og styðja við hana fjárhagslega gæfi ég henni í raun og veru allan þann stuðning sem mér væri mögulegt að veita. Hvernig gat hún ætlast til þess að ég rækti ábyrgðar- mikið starf og tæki jafnframt að mér umönnun bús og barna? Við skildum því eftir rúmlega fimmtán ára hjóna- band. Ég var mjög ósáttur við skilnaðinn og fannst hún ósanngjörn í minn garð. Ég hafði, að eigin mati, Oft er það sagt að þeir sem hafa mikinn metnað sjáist ekki fyrir og gleymi and- legu verðmætunum í stöðugu kapphlaupi sínu við að ná lengra. staðið í alla staði við skuld- bindingar mínar sem karl- maður. Ég sá vel fyrir heim- ilinu, barði hana ekki og hélt ekki fram hjá. Ég skildi ekki hvað þetta stöðuga nagg yfir tímaskorti mínum átti að þýða. Hún átti fallegt hús, hafði allt til alls og ef það var eitthvert mál að sinna heimilisstörfunum mátti alveg ráða heimilis- hjálp. Við skildum því með talsverðum látum sem mest voru af minni hálfu. Ég gerði henni erfitt fyrir með skiptingu eigna og lét það oft berlega í ljós að hún væri að hafa af mér meira en henni bar. Hún brást illa við því og eftir ár var þannig komið að við varla töluð- umst við. Þegar það versta var um garð gengið hellti ég mér út í meiri vinnu. Ég uppgötvaði líka golf og garnall fótbolta- félagi hafði samband og bauð mér að taka þátt í æf- ingum með honum og nokkrum kunningjum. Fljót- lega fannst mér líf mitt fyllra og frjálslegra eftir skilnað- inn en áður og leit orðið þannig á að það hefði verið öllum fyrir bestu að slíta þessu. Ég heimsótti krakkana þegar færi gafst og hringdi í þá þegar ég kom því við. Konan mín talaði oft við mig og hvatti mig til að láta oftar í mér heyra og taka krakkana meira til mín. Ég lét stundum undan þrá- beiðni hennar en fannst erfitt að vera með börnin. Þau voru óánægð og fýld frá því að ég sótti þau og þang- að til ég skilaði þeim aftur. Ég var þess fullviss að það andaði köldu frá móður þeirra í minn garð og það hefði eitrað hug barnanna gagnvart mér. Ég býst við að innst inni hafi ég vitað að ég sinnti þeim ekki nóg en ég sefaði sektarkenndina með því að kaupa handa þeim stórar gjafir. Tíminn er fljótur að líða og fyrr en varði voru börnin mín vaxin úr grasi og nánast orðin fullorðið fólk. Ég gift- ist ekki aftur en reyndi nokkrum sinnum sambúð. Sambönd mín við konur runnu öll fljótlega út í sand- inn, enda hafði engin þeirra meiri þolinmæði með lífsstíl mínum en konan mín fyrr- verandi. Ég var aldrei ein- mana og saknaði þess sjald- an að engin kona beið mín heima. Vinkonur sem komu og fóru veittu mér allt það sem ég vildi og þráði. Fyrir rúmu ári dró síðan heldur betur til tíðinda í lífi mínu. Ég fékk hjartaáfall og lá á spítala í nokkrar vikur. Enn finnst mér ég geta talist ungur ef miðað er við lífslík- ur og almennt heilsufarsá- stand fólks í dag svo þetta kom mér verulega á óvart. Ég hafði alltaf verið hraust- ur og líkaminn í fínu formi. Ég hvorki reykti né drakk í óhófi en mataræðið hefði vafalaust getað verið holl- ara. Samt fannst mér ég illa svikinn af eigin líkama. Ég sökk niður í mikið þung- 54 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.