Vikan


Vikan - 14.09.1999, Síða 38

Vikan - 14.09.1999, Síða 38
Tómata- og túnfiskpasta Sigurður Ingi Friðleifsson, líffræðingur og kennari, gaf okkur góða uppskrift að ein- földum pastarétti. Auðvelt er að nota alls kyns grænmeti í réttinn og leyfa innihaldi isskápsins að ráða valinu. Að sögn eigin- konunnar er hann mjög duglegur að elda og þá sérstaklega pastarétti. Að launum fær Sigurður Ingi konfektkassa frá Nóa-Síríus. NÓI SÍRÍUS Rétturinn er fyrir fjóra 300 g pastaskrúfur eru soð- nar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum. 2 laukar 1 paprika 6 sveppir 1/2 blaðlaukur 1 hvítlauksrif 2 dósir niðursoðnir tómatar 1 dl tómatsósa 1,/2 dós túnfiskur sítrónupipar hvítlaukssalt pastakrydd 1 dós hreinn rjómaostur (litlu öskjurnar) Grænmetið er brytjað smátt og brúnað á pönnu. Niður- soðnum tómötum er bætt út í og síðan túnfiskinum. Krydd- ið með sítrónupipar, pastakryddi og hvítlaukssalti. Látið malla í smástund. Að lokum er hreinum rjómaosti og tómatsósu bætt út í. Þegar osturinn er bráðinn er gott að hræra vel í sósunni. Soðnu pastaskrúfurnar eru settar á disk og sósunni hellt yfir. Gott er að bera hrásalat og snittubrauð fram með réttin- um.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.