Vikan


Vikan - 19.10.1999, Side 12

Vikan - 19.10.1999, Side 12
Skuggahliðar kynsjukdomar fllnæmi batt enda á kynlífs- byltinguna og frjálsar ástir urðu aftur fjarlægur draumur. Þannig komust fjölmargir fyrrum kátir karlar á síðum karlatímarita að orði eftir að þekking manna á HIV veirunni jókst. Þetta var svo sem ekki ný raunarolla. Þeg- ar sýfilis var landlægur í Bretlandi og Bandaríkjunum á Viktoríutimanum var svipað upp á teningnum nema menn fóru með sjúkdóminn eins og mannsmorð. Meðan Viktoría ríkti í Bretlandi var yfirborðs- kennd siðavendni alls ráð- andi meðan göturnar voru fullar af vændiskonum og - körlum svo hvorki fyrr né síðar hefur annars eins fjöldi stundað harkið i London. Stærstur hluti þeirra var sýktur af einhvers konar kyn- sjúkdómum en af þeim var sýfilis alvarlegastur. Kannski má segja að hið sama gildi um al- næmi. Menn vita að sjúk- dómurinn er til staðar en það virðist ekki aftra sumum frá að stunda kynlíf án þess að nota verjur. Til allrar lukku er enn sem komið er ekki stór hluti fólks á íslandi smitaður af HIV en það eru aðrir og ekki síður alvarlegir sjúkdómar á ferðinni. Einn þeirra er klamydía. Sá sjúkdómur er stórvarasamur fyrir þær sakir hversu leynt hann getur farið. Klamydíusýk- ing orsakast af bakteríu (Chlamydia trachomatis). Pessi baktería getur sýkt bæði kyn- færi og augu. Klamydía er algeng- asta orsök bólgu í eggjaleiðurum Fæstar konur og einungis helmingur karla fá einkenni klamydíusýkingar. Einkenni karla eru útferð úr þvagrásinni (slímkenndur vökvi, glær, hvít- ur eða gulleitur) og stundum sviði og kláði í þvagrásinni og við þvaglát. Þessi einkenni koma oft fram 1-3 vikum eftir samfarir sem leiddu til smits. Einkenni kvenna eru aukin út- ferð (hvítur eða gulleitur, slím- kenndur vökvi frá leggöngum), sviði eða kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stund- um kviðverkir. Einkenni geta horfið á fáeinum dögum hjá báðum kynjum og blundar þá sýkingin í langan tíma. Hún get- ur blossað upp síðar af mismun- andi orsökum, t.d. vegna ann- arra sýkinga. Hægt er að bera klamydíusmit í langan tíma áður en sýkillinn breiðist út og byrjar að valda einkennum. Þess eru dæmi að konur séu einkennalausar árum saman þrátt fyrir að vera smitaðar en klamydía er algengasta orsök bólgu í eggjaleiðurum og getur slík bólga leitt til ófrjósemi eða utanlegsfósturs. Konur eru van- ar því að vera með útferð og margar fá sveppasýkingar í leggöng þannig að aukna útferð tengja þær ekki endilega við klamydíusmit. Kviðverkir eru einnig algengir hjá konum í kringum blæðingar eða egglos, einkenni sem oftar en ekki eru hunsuð vegna þessa. Karlmenn eru líklegri til að bregðast við fái þeir útferð en klamydía get- ur verið einkennalítil hjá karl- mönnum líkt og hjá konum en hún getur einnig valdið bólgu í eistum karla. Klamydía getur sýkt augu og valdið verulegri bólgu með tímabundinni blindu. Vegna þess hve leynt smitið getur farið eru þess dæmi að klamydíusmit geti valdið mikil- um sárindum og leiðindum hjá pörum. Þegar smitið loks grein- ist koma upp ásakanir um fram- hjáhald á báða bóga en hugsan- legt er að smit sé allt að 5-6 ára

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.