Vikan


Vikan - 19.10.1999, Page 20

Vikan - 19.10.1999, Page 20
g eignaðist kjölturakka nýiega í formi hreinræktaðrar og ættbókarfærðrar Tos- hibaferðatölvu. Það var mér mikið gleði- efni þar sem ég hef jafnan verið heilluð af gæludýrum en hef hins vegar hvorki áhuga á tölvum eða annarri tækni né umburðarlyndi gagnvart þeim. Sá óhjá- kvæmiiegi dagur rann hins vegar upp er ég neyddist lil að brjóta odd af oflæti mínu hvað varðar tölvunotkun, þar sem tölvur erujú atvinnutæki blaðamannsins. Ég tók þá afstöðu að láta mér þykja vænt um gripinn og lók hann í íullkomna sátt á þeim forsendum að mig vantaöi einmitt snyrtilegt gæludýr en ég hafði áður gei'ist upp á gæludýrum. Þrátt fyrir krúltlegt útlil þeirra og þá notalegu tilfinningu seni fylgir því að koma heim í kotið silt þar sem litla krúllið flaðrar upp um húsbónda sinn, sem það elskar án nokkurra skilyrða. En krúttlegheitin eru fljót að víkja fyrir öllu því umstangi og vcseni sem fylgir þessum elskum; hár upp um alla veggi og ofan á sunnudagssteikinni, þau þurfa sprautur, ormahreinsun, reglulega hreyfingu, pössun, ákveðinn skammt af blíðu (daglega) og svo þurfa þau að gera þarl'ir st'nar. Nýi kjölturakkinn minn uppfyllir allar mínar óskir um fyr- irmyndargæludýr. Hann geltir ekki, hlýðir mér í einu og öllu og er mikill snyrtipinni. Eina næringin sem hann þarf er dá- lítið rafmagn. Ég er ekki aðeins búin að linna frábærasta kjöiturakka í heimi. Ég held að ég sé búin aö finna draumaprinsinn líka. Hann hreyfir aldrei viö mótmælum, ler með mér hvert sem mér sýnist og ég get stungiö honum upp í skáp þegar ég er ekki í skapi lil þess að eiga samskipti viö hann. Hann hrýtur ekki, eyöir afar litlu af peningum en leyfir mér að nota sig til þess að ég geti hagnast sjálf. Getur maður beðið um betri bónda? 20

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.