Vikan


Vikan - 19.10.1999, Side 24

Vikan - 19.10.1999, Side 24
þurfum við sem erum búsettar á suðvesturhorni landsins ekki að hafa miklar áhyggjur af of mikl- um hita). | Tofrapillan Getnaðavarnapillan er töfralyf í hugum kvenna. Pvílíkur léttir að geta stundað kynlíf án þess að eiga sífellt á hættu að verða ófrískar. Ömmur okkar og langömmur eru hetjur að hafa gengið með og fætt 10- 15 börn um ævina. Með töfrapillunni og öðrum getnaðarvörnum hefur barns fæðingum fækkað umtalsvert undan farna áratugi og í dag eignast vísi- tölufjölskyldan á ís- landi tæp- lega tvö börn. ís- land er með frjósamari Evrópulöndum og barnafjöldi hér töluvert meiri en geng- ur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Prátt fyrir frábæra eiginleika pillunnar 'O ■o n 01 « X n 2 x É Mörgum ersjálf- sagt í fersku minni aldamóta- barnaæðið sem gekk yfir í mars á þessu ári. Erlendir fjölmiðlar og fyrirtæki kepptust við að lofa verð- launum til þeirra foreldra sem eignast fyrsta barn ársins 2000. Fárið gekk svo langt að hótel buðu upp á ókeypis gist- ingu þá nótt sem var talin henta best til getnaðar aldamótabarnsins. Fyrir þá sem vilja eignast barn á þessu merka ári er enn nægur tími til stefnu. Að eiga barn fætt árið 2000 er ákveð- inn stíll í hugum margra. Þeir sem eru mjög skipulagðir í eðli sínu hafa kannski verið að bíða eftir stílhreina ártalinu tii að lata reyna a hæfm sina í barneignum. Maí mánuður hefur löngum verið vin- sæll barneignamánuður hérlendis. Ástæð an er trúlega sú sama og með hina sum- armánuðina en gárungarnir hafa haft á orði að ástæðan sé einfaldlega sú að verslunarmannahelgin sé einmitt níu mánuðum fyrr. Ástæðurnar fyrir vinsældum sumar- barneigna eru margar. Margir for- eldrar vilja bæta sumarfríinu við fæðingarorlofið og með aukinni þátttöku feðra í orlofinu fá þeir tækifæri til að vera lengur heima með litla krílinu. Eldri systkin eru í fríi frá skóla og því auðveldara að takast á HfefeiÉMIIIi við breyttar aðstæður. Veðráttan hefur mik- ið um það að segja, svo ekki sé minnst á tækifærið til að fara út með nýfætt barn án þess að kæfa það í klæðnaði. Þær konur sem hafa upplifað meðgöngu vita líka hvernig hitastigið í líkamanum brenglast á síðustu mánuðun- um og þá getur verið erfitt að burðast með stóra kúlu í miklum hita (reyndar íslendingar hafa löng- um verið duglegir að búa til börn og árið 2000 verður sjálfsagt engin undantekning þar á. Fæðingartíðni hérlendis er langhæst yfir sumarmánuðina og þeir foreldrar sem ætla sér að eignast sumarbarn næsta sumar ættu að fara að skoða dagatalið. Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.