Vikan - 19.10.1999, Side 26
Fyrir nokkrum
árum gerðu þau
Robert Redford
og Meryl Streep
ástarævintýri
~ Karenar Blixen og Denys
>0 Finch Hattons ógleymanlegt í
jj myndinni, Out of Africa.
c Margt bendir þó til að ekki
,2 hafi allt verið jafn fallegt og
rómantískt í samfélagi þeirra í
^ Kenýa og látið er að liggja í
® myndinni. Á þriðja áratug
.S þessarar aldar flutti töluvert af
*j bresku aðalsfólki til Afríku.
Aðallega voru á ferð yngri
j* synir og dætur aðalsmanna
*" sem sóttust eftir meiri auði og
völdum en þau áttu von á
heima í föðurgarði. Flest
þeirra settust að í Kenýa og
fljótlega fór að bera á því að
hömlur og siðir bresks samfé-
lags voru látnir lönd og leið
þegar út var komið. Bretar í
Kenýa urðu brátt frægir af
endemum í heimalandinu
IVlyiicl af Diönu Broughton
er til vinstri cn konan til
liægri er lieryl Markhain.
Atlandshafið. Hún var einnig
þekkt fyrir að hoppa úr einum
karlmannsfaðminum í annan
og sagt var að hún hefði sofið
hjá að minnsta kosti tólf
mönnum á örfáum mánuðum.
Beryl tók við af Karen Blixen
í rúmi Denys Finch Hattons
og átti hin síðarnefnda margar
andvökunætur vegna afbrýði-
semi og vanlíðunar. Beryl
þótti bráðfalleg og afskaplega
vel gefin. Hollywood leggur
nú á ráðin um að gera mynd
eftir ævi hennar og sagt er að
Julia Ormond hafi hreppt
hlutverk Berylar.
Önnur kona Alice de Janzé,
amerísk að uppruna en gift
frönskum greifa, var einnig
framtaksamari en konur yfir-
leitt á þessum tíma. Hún varð
ástfangin af Raymond
nokkrum de Trafford af írsk-
um aðalsættum. Hann var
spilafíkill og drakk ótæpilega
en hún elskaði hann af öllu
hjarta. Alice varð fræg urn alla
Evrópu þegar hún skaut sjálfa
sig og elskhuga sinn á Gare du
Nord í París eftir að hann
sagði henni upp. Þau voru
Beryl Mark-
liain og Denys
Fineli llatlon.
Joek liroughtoii.
gamla og sögur bárust yfir
hafið af siðleysi þeirra í kyn-
ferðismálum og óseðjandi
losta. „Ertu gift eða býrð þú í
ials var
: flugkona á
tíð og hún
'rst kvenna
fljúga ein
rleiðina yfir
Kenýa?" var spurning sem
breskar konur af yfirstétt
spurðu hvor aðra í gamni.
Bresku innflytjendurnir höfðu
aðallega keypt land meðfram
Wanjohi ánni í Aberdare fjöll-
um og var landsvæðið þekkt
undir gælunafninu Hamingju-
dalur.
Kókaín og morfín voru tek-
in inn jafn frjálslega og glas af
kampavíni var drukkið í Mut-
haiga klúbbnum í Nairobi en
nafnið eitt nægir til að hrollur
fari um siðapostula í
Bretlandi enn þann
dag í dag. Eitt var þó
Ijákvætt við hið
mikla frelsi sem
innflytjendurnir
leyfðu sér, kven-
frelsi og jafnrétti
var þar meira en
annars staðar. Beryl
Markham ein af
íbúum Ham-
ingjui
þekki
sinni
var f>
til að
vestu
bæði illa særð en lifðu af og
giftust seinna.
Inn í þetta andrúmsloft
flutti Sir Jock Delves
Broughton með ungu brúðina
sína, Díönu. Sir Jock, sem var
57 ára, þótti myndarlegur en
leiðinlegur fram úr hófi, veik-
lyndur og hégómagjarn. Kona
hans var ekki nema 27 ára,
ómótstæðileg ljóska með ísblá
augu og einstaklega fallegt
bros. Hún féll strax inn í hóp-
inn í Kenýa og ekki skemmdi
að hún leit svo á að hjónaband
hennar væri eingöngu að nafn-
inu til og heimtaði að þau
svæfu í sitt hvoru herberginu.
Hann var aftur yfir sig ást-
fanginn af konu sinni og var
sagt að hann vonaði stöðugt
að samband þeirra yrði nán-
ara.
Honum varð ekki að ósk
sinni því þau höfðu ekki dval-
ið í mánuð í Hamingjudal þeg-
ar kona hans var orðin yfir sig
ástfangin af jarlinum af Erroll.
Hann var sérlega myndarleg-
ur, aðlaðandi og þótti einstak-
lega skemmtilegur. Líkt og
fleiri þar um slóðir var hann
frjálslyndur í kynferðismálum
og hafði átt ótal ástmeyjar þar
á meðal Beryl Markham.
Hann var tvígiftur en þegar
hann hitti Díönu var hann ný-
lega skilinn við seinni konuna.
Erroll lávarður kærði sig aug-
ljóslega lítið um fleiri hjóna-
bönd og kaus því að velja sér
eingöngu ríkar, giftar konur
sem rekkjunauta. „Til fjand-
ans með eiginmenn," var hann
vanur að hrópa hlæjandi í
vinahópi þrátt fyrir að eigin-
maður nokkur hafði hýtt hann
með svipu á járnbrautarstöð í
Narobí.