Vikan - 19.10.1999, Page 28
FrétS um framhjáh
Hann hætti að sofa
hjá mér.
Hjónaband okkar hafði
verið með stirðara móti í
nokkra mánuði þegar ég
gekk á manninn minn og
krafðist þess að við ræddum
hvert samband okkar
stefndi. Hann færðist undan,
sagði að ekkert þyrfti að
ræða því ekkert amaði að
hjónabandinu hvað hann
varðaði. Það kæmi upp leiði
hjá öllum hjónum og ég
skildi engar áhyggjur hafa.
Ég taldi mig þó vita betur.
Hann sýndi lítinn sem engan
áhuga á að sofa hjá mér og
varð pirraður út í mig yfir
smámunum. Hann tók ekki
lengur þátt í fjölskyldulífinu
en við áttum saman tvö ynd-
isleg börn og höfðum til
þessa notið þess að gera
skemmtilega hluti saman.
Ég gat ekki bent á hvað var
að hjá okkur því ég var sjálf
enn mjög ástfangin af mann-
inum mínum og það höfðu
ekki orðið neinar stórvægi-
legar breytingar á högum
okkar eða venjum. Þetta var
vægast sagt hin óþægilegasta
staða og ég varð stressuð og
kvíðin. Óvissan nagaði mig.
Ég reyndi hvað ég gat til
þess að hressa við samband
okkar en það bar ekki
nokkurn árangur. Kvíði og
hræðsla magnaðist upp
innra með mér og kvöld eitt
sprakk ég. Ég hellti mér yfir
hann og við rifumst eins og
hundur og köttur. Hann stóð
fast á því að ekkert amaði
að, við værum bara í niður-
sveiflu í sambandinu og það
28 Vikan
myndi lagast með tímanum.
Ég gat ekki sætt mig við
þessi málalok. í hönd fóru
erfiðir tímar. Ég var svo
óhamingjusöm. Við höfðum
gift okkur mjög ung og ég
skildi ekki hvers vegna hann
var skyndilega orðinn svo
fráhverfur mér. Ég reyndi
margoft að hefja máls á
þessu vandamáli því ég gat
engan veginn samþykkt það
sem var að gerast.
Ég reyndi allt sem í mínu
valdi stóð til þess að bæta
stöðu sambands okkar og
fór meðal annars fram á það
við manninn minn að við
leituðum til prests í þeim til-
gangi að leita sáttaleiðar.
Hann samþykkti það með
semingi en presturinn náði
hins vegar ekki neinum ár-
angri í samtölunum með
okkur.
Hann hélt við fyrrver-
andi samstarfskonu
mína
Lífið hélt áfram og ég var
engu nær um stöðu hjóna-
bands mín. Við búum í frek-
ar litlu bæjarsamfélagi úti á
landi og fljótlega fóru á
kreik slúðursögur þess efnis
að við hjónin værum að
skilja. Eins og verða vill í fá-
mennum plássum þá þekkja
allir alla og það getur verið
vandkvæðum bundið að
kveða niður slúðursögur. Ég
varð bæði hissa og sár þegar
ég heyrði út undan mér um
yfirvofandi skilnað okkar
hjóna því ég sjálf taldi okkur
ekki komin á það stig.
Einnig fannst mér mjög leið-
inlegt og niðurlægjandi að
fólk væri að smjatta á einka-
lífi okkar. Ýmsir aðilar, þar
á meðal vinkonur og fjöl-
skylda, fóru að spyrja mig
hvað væri að hjónabandinu
og hvers vegna við værum
að skilja. Ég reyndi að halda
stillingu minni og svaraði
því til að við værum alls ekki
að skilja, þetta væri bara ill-
kvittinn orðrómur og tóm
vitleysa. Ég var samt í sjokki
yfir því að ástand hjóna-
bands míns væri komið á
milli tannanna á fólki og gat
ekki skilið hvernig það hafði
gerst. Ég reyndi að bera höf-
uðið hátt og láta ekki slúðr-
ið hafa áhrif á mig.
Svo reið áfallið yfir. Ég
var úti í búð að versla inn til
heimilisins þegar nágranna-
kona mín vék sér að mér og
sagði við mig í samsæristón
að hún sæi manninn minn
oft koma út úr íbúðinni við
hliðina á henni, á öllum tím-
um sólarhrings. Svo spurði
hún í beinu framhaldi
hvernig ég gæti þolað það
að maðurinn minn héldi
framhjá mér! Ég fékk
æðiskast þarna í búðinni.
Öll hræðsla og kvíði undan-
farinna mánaða fékk útrás á
þessari konu. Ég held í
rauninni að ég hafi fengið
taugaáfall. Það sem ég hafði
óttast mest, en ekki leyft
mér að hugsa um, hafði
gerst. Maðurinn minn var að
halda framhjá mér og það
með fyrrverandi samstarfs-
konu minni. Heimurinn
hrundi gjörsamlega og ég
var alveg búin á taugum. Ég
gat ekki meir. Ég grét sam-
fleytt í tvo sólarhringa og
var gjörsamlega sinnulaus. I
botnlausu vonleysi tók ég
inn tvo stór glös af róandi
töflum. Ég hvolfdi þeim í
mig, alveg týnd í sjálfsvor-
kunn og hatri gagnvart
manninum mínum. Tilviljun
varð þess valdandi að það
var svo einmitt hann sem
kom að mér í þessu hræði-
lega ástandi og kom mér
undir læknishendur.
Þegar ég vaknaði upp og
var búin að ná áttum, þá
skammaðist ég mín alveg
ógurlega. Blygðunartilfinn-
ingin var yfirþyrmandi og
mér fannst ég veikgeðja
aumingi sem gæti ekki axlað
áföll í lífinu með reisn. Ég
var send suður til Reykja-
víkur til þess að fá frekari
andlega aðstoð.
Innlögn á geðdeild
Ég var lögð inn á geðdeild
í Reykjavík; í hálfan mánuð.
Ég, sem hef alltaf verið for-
dómafull gagnvart þung-
lyndi, fékk allt aðra sýn á
það eftir dvöl mína á spítal-
anum. Ég komst að því að
„venjulegt" fólk eins og ég,
getur brotnað niður eða
orðið þunglynt. Ég kynntist
nokkrum sjúklinganna vel
og dáðist að því hvað það
En svo reið áfallið yfir. Ég var úti í búð að kaupa
inn til heimilisins þegar nágrannakona min vék
sér að mér og sagði við mig í samsæristón að
hún sæi manninn minn oft koma út úr íbúðinni
við hliðina á henni, á öllum tímum sólarhrings.