Vikan


Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 29

Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 29
laldið var eftir fremsta megni virkilega að reyna að vinna úr sínum málum. Mér leið eins og nýrri manneskju þegar ég útskrif- aðist af sjúkrahúsinu. Ég vil taka það sérstaklega fram að starfsfólkið þar var stór- kostlegt í alla staði og ég mun aldrei gleyma hjarta- hlýju þess. Þrotlaus þolin- mæði starfsfólksins og sá skilningur sem það sýndi mér á þessum erfiðu tímum í lífi mínu eru mér ómetan- legt veganesti. Einhvern veginn þá gerðu þessar tvær vikur svo mikið fyrir mig. Ég sneri heim mun sterkari en áður. En að sjálfsögðu var sársaukinn enn til staðar. Það mun taka tíma að vinna úr honum. Það var mjög erfitt að koma heim og horfast í augu við alla því ég veit það að „fréttin" um sjálfsvígstilraun mína hafði borist eins og eldur í sinu um bæinn, en ég beit á jaxl- inn. Ég vissi að börnin okk- ar tvö þyrftu sérlega mikið á styrk mínum að halda núna þar sem faðir þeirra var að yfirgefa okkur. Hann flutti skömmu síðar til viðhaldsins og þau virtust vera mjög hamingjusöm. Ég er ekki sátt við hvernig mál- in hafa þróast en geri mér samt grein fyrir því að ég get lítið annað gert en að sætta mig við orðinn hlut og reyna að skapa börnunum mínum öryggi. Eldra barnið, sem er 7 ára drengur, á mjög bágt því hann er svo reiður. Hann er reiður út í pabba sinn en hann er líka reiður út í mig. Ég vona að hann nái að að- lagast breyttu fjölskyldu- formi okkar og hef þá trú að ef ég er nógu sterk sjálf, þá líði börnunum betur. Þau heimsækja pabba sinn og nýju konuna reglulega og eru hjá þeim yfir helgar. Þótt ótrúlegt megi virðast þá hef ég stundum talað við konuna en við höfum þurft að talast við vegna barnanna og við höfum átt þokkaleg- ustu samskipti. Vinkonur mínar, og aðrir sem þekkja til málsins, hafa ekki skilning á því að ég skuli virða konuna viðlits því hún sé hjónadjöfull sem hafi rústað fjölskyldunni. Ég hef hins vegar tekið þann pól í hæðina að ég læt ekki sársauka minn og hjóna- skilnað bitna á saklausum börnunum sem eiga um sárt að binda fyrir. Fólk virðist ekki geta skilið svona að- stæður nema hafa lent í þeim sjálft. Ég missti pabba minn fyrir nokkrum árum og það var mjög erfitt. Þó var þessi lífs- reynsla mun erfiðari. Það er á vissan hátt erfiðara að sætta sig við dauðann, því hann er jú endaleg lok alls sem enginn fær ráðið við. Lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína — Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað M sem hefur haft mikil áhrif ,f; á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að _ skrifa eða hringja til okk- *>» ar. Við gætum fyllstu a nafnleyndar. , , I leimilisfangið er: Vikan - „Lífsreynslusaga“, Scljavegur 2, 101 Reykjavík, Netfang: vikan@fn>di.is útií
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.